Fréttatíminn - 28.02.2014, Blaðsíða 58
www.gilbert.is
Við þökkum Reykjavíkurborg og
samstarfsaðilum fyrir heiðurinn
Ferðamannaverslun
ársins 2013
Það verður
mikið líf í
miðborginni
um helgina
enda langur
laugardagur
og Food &
Fun nær
hámarki
sínu. Auk
þess verður
heljarinnar
matarmark-
aður í Hörpu.
Skólavörðustíg 14 sími 571-110
Frábær
skemmtun.
Spennandi
afþreying í
Reykjavík.
Fiskislóð 31, Sími 777-8808 Laugavegi 53b, sími 552-3737
MATHÚS
Templarasundi 3, sími 571 1822
GóðuR biti í hádeGinu blue laGoon veRSlun, lauGaveGi 15
Laugavegi 44 sími 562-2466
nýiR FylGihlutiR FyRiR SumaRið
SpAri, Sport og SkólAFöt
nýjaR vöRuR voR/SumaR 2014 StReyma inn.
Matarveisla í
miðborginni
Miðborgin Food & Fun og VetrarMarkaður búrsins uM helgina
Fjölmargir bændur og smærri matarframleiðendur munu selja vörur sínar á matarmarkaði í Hörpu á laugardag. ljósmyndir/helga björnsdóttir
Á hugafólk um góðan mat ætti að leggja leið sína í Hörpu á laugardag. Þar fer
fram kokkakeppni matarhátíðar-
innar Food & Fun og matarmark-
aður Búrsins.
Kokkakeppni Food & Fun
hefst klukkan 13 á laugardag í
Norðurljósasal Hörpu. Nokkrir
erlendir gestakokkar keppa sín
á milli um titilinn Food & Fun
matreiðslumaður ársins að þessu
sinni en meðal gesta í ár eru afar
færir kokkar að utan. Alþjóðlegir
dómarar matreiðslu- og veitinga-
manna skera úr um hver ber sigur
úr býtum.
Veitingastaðirnir sem taka þátt
í hátíðinni munu bjóða gestum að
bragða á dýrindis mat úr hágæða
íslensku hráefni.
Food & Fun er fyrir löngu orðin
vel þekkt matarhátíð úti í heimi
enda hafa margir gestakokkar á
hátíðinni öðlast sína fyrstu alþjóð-
legu viðurkenningu hér. Til að
mynda Rene Redzepi, eigandi og
yfirkokkur veitingahússins Noma
í Kaupmannahöfn, sem hefur tví-
vegis verið útnefnt besta veitinga-
hús veraldar.
Stærsti matarmarkaður lands-
ins verður haldinn í Hörpu á
laugardaginn. Það er ljúfmetis-
verslunin Búrið sem stendur fyrir
markaðinum og stendur hann frá
klukkan 11-17. Á markaðinum
munu bændur, framleiðendur og
neytendur bera saman bækur
sínar og stunda viðskipti. Ein-
kunnarorð Vetrarmarkaðarins eru
„Uppruni, umhyggja og upplifun“
og öruggt má telja að allir finna
eitthvert góðmeti við sitt hæfi.
Svipaður markaður var haldinn í
Hörpunni fyrir jólin og vakti hann
mikla lukku.
58 miðborgin Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014