Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.02.2014, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 28.02.2014, Blaðsíða 34
 www.odalsostar.is Cheddar er framleiddur á Sauðarkróki og kinkar kumpánlega kolli til bróður síns sem nefndur er eftir samnefndum bæ í Somerset, Englandi. Vinsældir Cheddars-osts eru slíkar að í dag er hann mest seldi ostur í heimi. Óðals Cheddar er þéttur, kornóttur, eilítið þurr í munni en mildur, með votti af beikon- og kryddjurtabragði og ferskri, eilítið sýrðri, ávaxtasætu í lokin. Cheddar er skemmtilegur í matargerðina, sérstaklega í baksturinn og á ostabakkann með kjötmeti. ÍSLENSKUR CHEDDAR LAGLEGUR Þ að er að koma mars og það þýðir bara eitt. Yfirvaraskegg! En söfnunarátakinu Mott-umars er þó nokkur vandi á höndum. Yfir- skeggið er nefnilega alls ekki jafn hallærislegt og margir vilja af láta. Sé rétt að verki staðið er nefni- lega fátt karlmannlegra en vel loðið granstæði. Mottumars er gott málefni. Gert til að auka vitund fyrir krabbameini á öllum „karlmannlegu stöðunum“. Því er tilvalið að nýta mánuðinn til að skarta loðinni eftri vör til styrktar góðu málefni. Jafnvel bara svo hægt sé að ganga um í einn mánuð óáreittur í samfélagi sem heldur, í einfaldleika sínum, að yfirskegg sé hallærislegt. Því innst inni þrá allir karlmenn að líta út eins og Burt Reynolds frá sirka 1977. Ávöxtunarkrafan Nú! Það sem þarf til að safna yfirskeggi er hárvöxt- ur. Ekki aðeins inni í nefinu heldur undir því líka. Allur efrivararvöxtur er þó leyfilegur í mars. En það er betra ef það sem þar vex næst ekki af með góðu Boxy strokleðri. Tímabilið sem það tekur að ná fram fallegum vexti er það erfiðasta í lífi hverrar mottu. Við- kvæmir ættu því að láta annan hárvöxt í andliti fylgja með. Það er miklu einfaldara að láta sér vaxa alskegg og snyrta svo kjamma og höku þangað til fallegu yfirvarakonfekti er náð. Að ströggla með hárbíur undir nefinu einu saman, jafnvel svo vikum skiptir, er því miður ekki töff. Það er þó ekki boðið upp á neinn pempíuskap í Mottumars. Sem þýðir að ef andlitið er ekki hulið umheiminum nú þegar er of seint að leggja í al- skeggsaðferðina. Þá þarf bara að harka af sér hýjunginn og finna út hvaða tegund á að safna í. Þær eru jú mýmargar. Allir vildu geta safnað í jafn fallegt „pennslaskegg“ og Tom Selleck. Það er bara ekki alltaf í boði og er um að gera að prófa sem flestar týpur. Umhyggjan Svo þarf að halda sig á mottunni. Það þarf að snyrta með litlum skærum, greiða með lítilli greiðu og þeir hörðustu nota lítillega af vaxi. Eina skeggið sem má líta frekar rytjulega út er úrsérvaxni rost- ungurinn. Annars er það að láta sér vaxa yfirskegg eins og að fá sér hund. Oft á tíðum erfiðisvinna og eigandann langar að senda skeggið upp í sveit. En þegar fyrstu og erfiðustu hjallarnir eru að baki mun skeggið veita gleði og stuðning um ókomna tíð. Fyrir þá sem bara tekst ekki að safna í fallega mottu hljóta bartar að koma aftur bráðum. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is Yfirskegg er æði 2 43 5 6 7 8 1 9 1. Burtarinn er alltaf nr. 1, það er bara þannig. 2. Þess vegna verður Tom Selleck alltaf nr. 2 þótt margir vilji nú meina að hans granstæði og vöxtur séu með þeim hætti að fáir leiki eftir. 3. Stalín sportaði svokallaðri hjólastýrismottu og gerði það vel. 4. Súrrealistinn Dali lék sér með þá uppsnúnu og fékk fyrir vikið skegg- tegund nefnda eftir sér. 5. Jason Lee. Sá sem lék Earl í sam- nefndum þáttum sá um að koma mottunni inn í nýja árþúsundið. 6. Sam Elliot. Hann ásamt Kurt Russel fyllir titilinn svalasti maður í heimi og býður yfirleitt upp upp á svokallaðan rostung. 7. Mýtubrjóturinn Jamie Hyneman tekur rostunginn lengra í svokall- aðan úrsérgenginn rostung. 8. Fúli pabbinn í þáttunum um mótorhjólasmiðina býður upp á skeifu. Útlit sem Hjörleifur Gutt- ormson, fyrrum ráðherra, er hvað þekktastur fyrir hérlendis. 9. Það vill enginn líta út eins og Hitler. 34 karlmennska Helgin 28. febrúar - 2. mars 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.