Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.02.2014, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 28.02.2014, Blaðsíða 14
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jón- asson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Þ Þrír mánuðir eru til sveitarstjórnarkosninga, sem fram fara 31. maí. Að vanda horfa menn helst til Reykjavíkur, sveitarfélagsins sem ber höfuð og herðar yfir önnur í landinu. Línur hafa skýrst hvað varðar framboðslista í höfuðborginni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur birt framboðs- lista sinn. Björt framtíð hefur birt lista með nöfnum 16 efstu, prófkjör hefur farið fram hjá Samfylkingunni og val- fundur hefur valið fólk í efstu sætin á lista Vinstri grænna. Framsóknarflokkurinn hefur birt lista 7 efstu manna. Þá hefur prófkjör farið fram hjá Pírötum. Dögun mun bjóða fram. Óvíst er um önnur framboð, nokkur hafa gefið undir fótinn með slíkt. Besti flokkurinn, undir forystu Jóns Gnarr, vann stórsigur í síðustu borgar- stjórnarkosningum. Flokkurinn fékk 6 borgarfulltrúa og eðli máls samkvæmt varð Jón borgarstjóri í meirihlutasamstarfi við Samfylkinguna. Staðan í íslensku samfélagi var óvenjuleg árið 2010, þegar Jón Gnarr kom, sá og sigraði. Staða landsmála hefur áhrif í sveitarstjórnarkosningum. Kjósendur í borginni sýndu að þeir vildu, svo skömmu eftir efnahags- hrun, refsa gömlu flokkunum. Útkoma þeirra var slök. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 5 borgarfulltrúa í þessu gamla höfuðvígi sínu, Samfylkingin 3 og VG 1. Framsóknar- flokkurinn kom ekki að manni, né önnur smærri framboð. Tvær misvísandi skoðanakannanir hafa verið birtar undanfarna daga um fylgi flokkanna í Reykjavík. Gallup- könnun sýnir jafna stöðu Sjálfstæðisflokksins og Bjartrar framtíðar, báðir flokkar með um 28% fylgi – og fengju 5 borgarfulltrúa hvor. Samkvæmt þeirri könnun stendur fylgi Sjálfstæðisflokksins í stað en Björt framtíð bætir við sig þremur prósentustigum milli kannana. Samfylkingin mældist með 18% fylgi – og 3 fulltrúa. Píratar og VG voru á svipuðu róli með tæp 11 og tæp 10% og sitt hvorn fulltrú- ann. Könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, sem Morgunblaðið birti á miðvikudaginn, sýnir hins vegar dalandi fylgi Bjartrar framtíðar, aukið fylgi Sjálfstæðis- flokksins milli kannana og lítillega aukið fylgi Samfylk- ingarinnar. Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar fengi Sjálfstæðisflokkurinn 28,4% og 5 borgarfulltrúa. Samfylkingin 23,5% og 4 fulltrúa en Björt framtíð 21% fylgi og 3 menn kjörna. Píratar fengju 11,7%, 2 borgarfulltrúa og VG 11,1% og 1 mann. Núverandi meirihluti héldi miðað við Gallup-könnunina en félli samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar. Björt framtíð tók í raun við kefli Besta flokksins eftir að Jón Gnarr ákvað að hætta að loknu kjörtímabilinu. Miðað við Gallup-könnunina virðist brotthvarf hans ekki hafa skipt sköpum en annað er uppi á teningnum þegar litið er til könnunar Félagsvísindastofnunar. Samkvæmt henni tapar arftaki Besta flokksins helmingi borgarfulltrúanna. Flokk- urinn missir forystustöðu sína, mælist minni en bæði Sjálf- stæðisflokkurinn og Samfylkingin. Sé litið til sögulegrar stöðu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur hann ekki náð vopnum sínum. Fylgið er langt undir meðalfylgi og talsvert lakara en í sveitar- félögunum í kringum hana. Kannanir sýna að meirihluta- fylgi flokksins á Seltjarnarnesi og í Garðabæ er öruggt. Flokkurinn hefur einnig meirihlutafylgi í Mosfellsbæ. Í Kópavogi mælist fylgi flokksins yfir 41% og í Hafnarfirði yfir 33%. Kosningabaráttan í borginni er ekki hafin og margt getur breyst á næstu þremur mánuðum. Megin- stefna flokkanna er þekkt – þótt óvissa sé enn um ákveðin áhersluatriði. Meðal annars verður litið til afstöðu til þétt- ingar byggðar og stöðu úthverfa, viðhorfa til flugvallarins, leik- og grunnskólamála, samgöngumála og síðast en ekki síst fjárhagsstöðu borgarinnar og hvernig álögum á borgarbúa verður háttað. Persónulegi þátturinn skipar síðan sinn sess, ekki síst frammistaða leiðtoganna. Þegar kosningabaráttan kemst á lokastig, væntanlega eftir páska, ættu línur að vera farnar að skýrast. Haldi Björt framtíð og Samfylkingin meirihluta sínum má gera því skóna að samstarfið haldi áfram, væntanlega undir for- ystu þess er meira fylgi fær. Falli meirihlutinn er staðan önnur og opnari – og færir Sjálfstæðisflokknum tækifæri. Verði niðurstöður kosninganna í líkingu við könnun Fé- lagsvísindastofnunar verður ekki hægt að mynda tveggja flokka meirihluta án þátttöku sjálfstæðismanna. Það stefnir í spennandi baráttu í borginni. Að vanda er horft til höfuðborgarinnar í komandi sveitarstjórnarkosningum Þrír mánuðir í kosningar Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Nýstárlegt og glæsilegt útlitið kemur á óvart, en þú verður fyrst verulega hissa þegar þú kemur inn í bílinn og finnur hversu rúmgóður hann er. Fóta- og höfuðrýmið í þessum fyrsta hlaðbaki sinnar tegundar frá Škoda er nefnilega það mesta sem fyrirfinnst í þessum stærðarflokki bíla. Skyggða sóllúgan, sem hægt er að fá sem aukabúnað, og stór afturrúðan auka svo enn frekar á frelsistilfinninguna. Þegar við þetta bætast allar góðkunnu „Simply Clever“ lausnirnar frá Škoda er útkoman bíll sem á engan sinn líka. Sestu inn og njóttu þess að láta fara vel um þig. Nýr ŠKODA Rapid Spaceback HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · www.skoda.is 5 stjörnur í árekstrar- prófunum EuroNcap Eyðsla frá 4,4 l/100 km CO2 frá 114 g/km 114g 4 ,4 Nýr ŠKODA Rapid Spaceback kostar aðeins frá: 3.080.000,- m.v. ŠKODA Rapid Spaceback 1.2TSI, 86 hestöfl, beinskiptur. SIMPLY CLEVER UPPLIFÐU RÝMI  Vikan sem Var Ohhh, þessar staðreyndir! Ég er ekki full- komnari en þetta. Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, útskýrir ástæður þess að hún sagði Grænlendinga ólma vilja losna úr ESB. Eitthvað sem þeir gerðu fyrir margt löngu. Ohhh, þessi Steingrímur! Ég hef þó ekki logið að þinginu eins og þú. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lét ræðu Steingríms J. fara í taugarnar á sér og var með frammíkall sem gæti dregið dilk á eftir sér. Ohhh, þessi Gunnar Bragi! Ég ætla að hlusta á þessi um- mæli og ráðfæra mig við góða menn, en ég hef ekki skap til þess að láta þennan Gunnar Braga Sveinsson halda upp- teknum hætti og bera á mig rangar ávirðingar. Steingrímur J. Sigfússon er orðinn þreyttur á utanríkisráðherra og íhugar að stefna honum fyrir lygabrigsl. Ohhh, þessi Bjarni! Helvítis dóni. Katrín Júlíusdóttir brást hin versta við þegar Bjarni Benedikts- son fjár- málaráðherra gaukaði að henni dagskrá þingsins þar sem hún stóð í ræðustóli þingsins. 14 viðhorf Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.