Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.02.2014, Blaðsíða 23

Fréttatíminn - 28.02.2014, Blaðsíða 23
hlýtur að kalla á endurskoðun á því kerfi sem við erum með. Svo er börnum bent á að fara í verknám ef þeim hentar ekki bóknám, en svo kemur upp úr dúrnum að verknám hér á landi byggist reyndar fyrst og fremst á bóknámi!“ segir hún. Fékk alltaf fiðring í magann Jóhanna Vigdís sagði nýverið skilið við góða vinkonu, Mary Poppins, sem hún hefur gætt lífi í heilt ár. Sýningin sló öll met og segir Jó- hanna Vigdís aðspurð að það sé ljúf- sárt að skilja við hana. „Hún er gjör- samlega það skemmtilegasta sem ég hef gert fyrr og síðar, en það er líka dásamlegt að geta aftur eytt meiri tíma með fjölskyldunni,“ segir hún. „Ég fór meira að segja á skíði í Blá- fjöll með fjölskyldunni fyrstu fríhelg- ina og get núna mætt í afmælisboð,“ segir hún og hlær. Sýndar voru fimm sýningar á viku að meðaltali, sam- tals 138 sýningar. Hún segist aldrei hafa orðið leið á Mary Poppins. „Ég segi alveg satt og rétt frá að ég fékk fiðring í magann fyrir hverja einustu sýningu ég hlakkaði svo til. Þó svo að ég hafi þurft að vakna hálf níu alla laugardags- og sunnudagsmorgna nánast í heilt ár til að vera mætt hingað klukkan hálf ellefu fyrir sýningu klukkan eitt,“ segir hún og hlær. „Það var samt gaman,“ bætir hún við. „Þetta var það skemmtileg- asta sem ég hef gert – en jafnframt það erfiðasta,“ segir hún. Alls komu rúmlega 73 þúsund gestir á sýninguna þannig að ætla má að tæplega fjórði hver Íslend- ingur hafi séð Jóhönnu í hlutverki Mary Poppins. Spurð hvort börn séu farin að heilsa henni úti á götu segir hún að þau þekki oft röddina. „Krakkar eru svo naskir. En það er voða gaman. Börn eru nátt- úrulega svo skemmtilegir áhorf- endur. Kannski bara með svolitla einhverfueiginleika því þau eru ekkert í því að þykjast,“ segir hún og hlær. Tók ekki hlutverkið með heim Jóhanna Vigdís segist hafa verið hrifin af Mary Poppins sem uppal- anda. „Hún er mjög skemmtileg, frábær karakter að fá að leika. Hún er svo „meðidda“ og svo sannfærð um hvað hún er „með- idda“. Hún er ekkert að monta sig af því enda er það bara staðreynd. Hún er ágætis uppalandi, leyfir fólki að reka sig á og læra af mis- tökunum, kannski nokkuð sem maður ætti sjálfur að tileinka sér í uppeldinu, að leyfa börnunum að vera duglegri að finna út úr hlut- unum sjálf.“ Hún segist þó ekkert hafa tekið hlutverkið með sér heim á kvöldin. „Reyndar báðu strákarn- ir mínir, sem eru 6 og 8 ára, mig oft um að smella fingrunum eins og Mary Poppins gerði þegar hún var að svæfa börnin. Hún smellti fingrum og börnin sofnuðu sam- stundis. Strákarnir mínir báðu mig oft að gera þetta og ég smellti fingrum og þá sögðu þeir: „Sko! Það gerist ekkert“ og skelli- hlógu,“ segir hún hlæjandi. Hringdu í síma 440 9010 eða sendu póst á sala@advania.is og fáðu upplýsingar um þessa frábæru vél. Velkomin í verslanir okkar: advania.is Viltu losna við aukakílóin? Guðrúnartún 10, Reykjavík Opið mán. til fös. frá 8 til 18 Lau. frá 12 til 16 Tryggvabraut 10, Akureyri Opið mán. til fös. frá 8 til 17 2,1cm Ótrúlega ne­ og 33% þynnri en forveri sinn. 13 klst. Ra…laðan endist í allt að 13 tíma. Fer m.a. eˆir stillingum. 16 GB Sérlega öflug og hraðvirk, allt að 16GB vinnsluminni. 1,6 kg Fislé­ og fáguð, vegur ekki nema 1600 grömm. Dell Latitude E7440 – Lé­ og öflug fartölva fyrir kröfuharða. In te l, m er ki In te l, I nt el C or e og C or e in si de e ru v ör um er ki In te l C or po ra ti on í B an da rí kj un um o g/ eð a öð ru m lö nd um . Þessari vél fylgir „Dell Branded Services“ sem tryggir betri og fljótari þjónustu. Þjónustuábyrgð Dell (DBS) Nýtir sömu tengikví og spennubreyta og áður. Hámarks árfesting Asperger heilkenni er gagntæk truflun á þroska og flokkast með einhverfu. Höfuðeinkenni Asperger er skortur á hæfni til gagnkvæmra félagslegra samskipta. Fólk sem greint hefur verið með Asperger kallar sig oft aspa. Aspana virðist skorta það sem kalla mætti félagslegt innsæi. Þeir eiga erfitt með að skilja samskipti sem ekki felast í orðum heldur svip- brigðum, augnaráði, bendingum og líkamsstöðu. Það vefst einnig fyrir þeim að setja sig í spor annarra og að gefa öðrum hlutdeild í eigin tilfinningum. Þeim gengur illa að eignast vini og sérstaða þeirra getur m.a. valdið því að þeir verði frekar en aðrir fyrir stríðni, einelti og öðru neikvæðu viðmóti. Annað megineinkenni er sér- kennileg áhugamál og áráttukennd hegðun. Algengast er að fá yfirþyrmandi þráhyggjukenndan áhuga á þröngt afmörkuðu sviði. Áhugamálin eru oft óvenjuleg og illa til þess fallin að deila þeim með öðrum. Áhugamálið getur breyst á nokkurra mánaða eða ára fresti, en eðli þess er hið sama og það verður gjarnan yfirdrifið. Dæmi um áhugamál eru risaeðlur, strætis- vagnaáætlanir og flugvélategundir. Oft er um að ræða þörf fyrir að strjúka vissa fleti með höndum og fótum eða að notaðar eru síendur- teknar hreyfingar s.s. að hreyfa stöðugt höfuð, ræskja sig eða láta braka í hnúum. Önnur einkenni sem eru oft til staðar eru tilbreytingalaus og oft klifandi talandi, sérkennilegt málfar og erfiðleikar með að skilja óhlutbundið og myndrænt mál og misskilja ýmis orðatiltæki og taka þau bókstaflega. Líkamstjáningu er oft ábótavant og hreyfingar oft klunnalegar. Sjá nánari lýsingu á doktor.is Einkenni Asperger Hún er gjörsamlega það skemmti- legasta sem ég hef gert fyrr og síðar, en það er líka dásamlegt að geta aftur eytt meiri tíma með fjölskyldunni. viðtal 23 Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.