Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.02.2014, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 28.02.2014, Blaðsíða 52
52 fjölskyldan Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014 Mismunandi meðhöndlun á stúlkum og drengjum B leikt og blátt; þessir tveir litir birtast nýjum þegnum samfélagsins fyrst á fæð-ingardeildinni og eru síðan óaðskiljanlegir fylgifiskar barna fram eftir aldri. Stúlkur eru klæddar í bleikt og drengir skilvíslega í blátt svo að ekkert fari milli mála um kynferði barnsins frá fyrsta augnabliki. Þessi knýjandi þörf á kynjagreiningu er engin tilviljun eða gamall og skemmtilegur siður þótt við látum stundum sem svo sé. Samfélagið notar þessa liti til að hefja og viðhalda mismunandi meðhöndlun á stúlkum og drengjum þótt svo að við höfum ekki hugmynd um það. Svo inngróin eru ólík viðbrögð við kynjunum að við höfum ekki einu sinni hugmynd um hegðun okkar þegar við mætum bláklæddu eða bleikklæddu barni. Skemmtileg úttekt í norska sjónvarpinu frá í haust sýnir fréttakonu í setustofu fæðingardeildarinnar og ýmist er blátt eða bleikt barn í fangi hennar. Liturinn réði öllu, nákvæmlega öllu, um viðbrögð þeirra sem komu og kíktu á litla krílið. „Svooo sæt og ljúf og yyyyndisleg,“ var kvakað þegar krílið var í bleiku og „svooo stór og kröftugur og sterklegir andlitsdrættir,“ þegar sama kríli var komið í blátt. Og aðspurðir um framtíðarhorfur barnanna, var bleiku fötunum spáð hjúkrun og kennslu en bláu fötunum var spáð lögreglustarfi og öðrum slíkum karlmann- legum störfum. Vér Íslendingar erum trúlega ansi líkir frændum okkar í Noregi. Við kaupum kynbundin leikföng án þess að hika í verslunum sem flokka stelpu- og strákadót í bláar og bleikar deildir. Nú munum við kaupa öskudagsgalla á mannskapinn og þar gildir hið sama; bleikt fyrir prinsessurnar sem geta vart hreyft sig í fínheit- unum og bláa og svarta hetjubúninga piltanna sem fljúga um heimilið og leikskól- ann þessa vikuna. Með þessu styrkjum við enn gömlu hugmyndirnar um sætu og prúðu stúlkurnar sem bíða eftir umbun fyrir útlitið og hlutverkið og um drengina sem framkvæma og gera það sem þeim dettur í hug enda bíður heimurinn eftir björgun þeirra. Nú segir fólk sem svo að áhugi barnanna stýri förinni og það er rétt, þau eru löngu búin að læra hvernig stúlkur og drengir leika sér og haga sér og þar er bleika og bláa línan allsráðandi. Þau örfáu börn sem hafa ekki tileinkað sér „réttu“ línuna, fá gjarnan harkaleg viðbrögð úr umhverfinu en sem betur fer, eru þó undan- tekningar frá hinum kynbundnu fordómum. Mér er sérlega minnisstæður öskudagur fyrir mörgum árum þegar einn drengurinn mætti í prinsessubúningi þar sem foreldr- arnir gáfu honum hið fullkomna frelsi. Leikskólakennarinn hans rak sig þó á eigin fordóma þegar drengur leitaði til hennar í öllum hávaðanum og látunum í vinum hans, kúrekunum og ofurhetjunum. Hann spurði sem sé einfaldlega: „Veistu hvað prins- essan gerir þegar kúrekarnir ætla að skjóta hana?“ Kennarinn þurfti að bíta í tunguna til að svara ekki að hún láti auðvitað bjarga sér heldur spurði á móti hvað hún gerði. „Nú, hún beygir auðvitað,“ sagði hann rífandi kátur og hljóp aftur inn í leikinn með vinunum. En rétt í lokin. Getum við séð fyrir okkur að leggja í lágmarksbreytingar? Geta ung- börn verið klædd í fatnað í öllum regnbogans litum? Mætti auka framleiðslu og kaup á leikföngum sem ekki eru kynjabundin og gefa í staðinn tónlist, bækur án kynjaniður- læginar, föndurefni eða ferðalag? Hvernig væri að auka kaup á fatnaði sem felur ekki í sér kynjaímyndir af verstu gerð? Við breytum ekki heiminum á einum degi en ein- hvers staðar verðum við, hver og eitt að byrja. Þessi knýjandi þörf á kynjagreiningu er engin tilviljun eða gamall og skemmtilegur siður þótt við látum stundum sem svo sé. Bleikt og blátt Margrét Pála Ólafsdóttir ritstjórn@ frettatiminn.is heimur Barna Liturinn réði öllu, nákvæm- lega öllu, um viðbrögð þeirra sem komu og kíktu á litla krílið. Verið velkomin! Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 Torino HORNSÓFAR Í MIKLU ÚRVALI Sjónvarpsskápur Salsa að verðmæti 59.900 kr. fylgir með hverjum hornsófa Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum • Stærð - engin takmörk • Áklæði - yfir 3000 tegundir Basel Havana Roma Rín ENDALAUSIR MÖGULEIKAR Í STÆRÐUM OG ÚTFÆRSLUM *tilboð gildir á meðan birgðir endast Leiðtogar á neyðarstund Rauði krossinn býður til fyrirlesturs um mikilvægi leiðtogastjórnunar á neyðartímum fimmtudaginn 6. mars, kl. 8.30 - 9.30 í húsi Rauða krossins að Efstaleiti 9 Fyrirlesari: Gísli Ólafsson, höfundur bókarinnar “The Crisis Leader” Skráning á www.raudikrossinn.is Rauði krossinn | hringmerki Dagana 6.-.8. mars verður haldin framhaldsskólakynning í Kórnum í Kópavogi. Foreldrar og forráða- menn eru hvattir til að nýta þetta tækifæri og mæta með börnum sín- um til að kynna sér fjölbreytt náms- framboð, allt á einum stað. Þetta er í fyrsta sinn sem fram- haldsskólar kynna sig saman á einum stað en þar verða allir fram- haldsskólar af höfuðborgarsvæð- inu, nokkrir af landsbyggðinni auk annarra fræðsluaðila á þessu skóla- stigi. Á sama tíma mun fara fram Íslandsmót iðn-og verkgreina þar sem nemendur í verknámi keppa í rúmlega 20 greinum. Elín Thor- arensen er í forsvari fyrir kynn- inguna. Hún segir þátt foreldra í vali barna sinna á námi stóran og mikilvægt sé að þeir reyni að virða áhugasvið barna sinna. Hátt hlutfall brottfalls í framhaldsskólum segir hún að stórum hluta til komið vegna rangs námsvals. Þar geti aðkoma foreldra spilað stórt hlutverk. „For- eldrar þekkja oft aðeins þann heim sem tengist þeirra eigin reynslu og því þarf að efla upplýsingaflæði til foreldra og nemenda. Hluti af þess- ari kynningu er að útbúa fræðslu- og námsefni um náms- og starfsval. Við vonumst til að foreldrar mæti hingað með börnunum sínum og að víðsýni foreldra aukist,“ segir Elín. Umræðan snúist oft um skólana og að komast í vinsælasta skólann en í rauninni ætti hún ætti að snúast um sjálft námið. -hh  Kórinn FramhaldssKólaKynning Fjölbreytt námsframboð kynnt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.