Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.02.2014, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 28.02.2014, Blaðsíða 2
rjómabollu- dagurinn H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Þú færð góða bolluuppskrift á gottimatinn.is S jálfstæðismenn eru æfir við fram-sóknarmenn fyrir að hafa lagt fram þingsályktunartillögu, um umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka, í þeim mikla flýti sem raun- in var. Sjálfstæðismenn stóðu í þeirri trú að tillagan yrði lögð fyrir ríkisstjórnarfund á þriðjudag til umræðu en ekki til afgreiðslu á Alþingi strax á mánudag eins og utanríkis- ráðherra gerði. Samkvæmt heimildum Fréttatímans er rætt um það innan þingflokks Sjálfstæðis- flokksins að ljóst sé að framsóknarmenn hafi viljað hraða málinu. Þeir hafi sett málið fram með þessum hætti til að beina kastljósi fjölmiðla og umræðunni þar af leiðandi frá því sem kölluð hefur verið „versta pólitíska vika Framsóknar frá upphafi“ og tala sjálf- stæðismenn um að hafa gripið til „smjörk- lípuaðferðarinnar“ svokölluðu. Sjálfstæðismenn benda á að síðasta vika hafi verið sérstaklega erfið framsóknar- mönnum eftir frammistöðu formanns- ins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, í viðtalsþætti Gísla Marteins Baldurssonar. Þá hafi hagfræðingar Landsbankans sagt ræðu Sigmundar Davíðs á Viðskiptaþingi, lýsa vantrausti á Seðlabanka Íslands. Enn- fremur vakti framsöguræða Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra á Alþingi um skýrslu Hagfræðistofnunar furðu sjálf- stæðismanna, ekki síst orð hans um að sveigjanleiki væri ekki til staðar í ESB og að það væri „í raun ekki í stakk búið að taka á móti velmegandi ríki eins og Íslandi og eiga samninga um aðild á jafnræðisgrundvelli,“ eins og hann orðaði það í ræðunni. Samkvæmt heimildum Fréttatímans angrar það sjálfstæðismenn mikið að gagn- rýni almennings skuli öll beinast að Sjálf- stæðisflokknum vegna tillögunnar um viðræðuslitin. Í ríkisstjórn væru tveir flokk- ar með sömu stefnu og sama málflutning fyrir kosningar. Framsóknarmenn hefðu lofað þjóðaratkvæðagreiðslu, rétt eins og Sjálfstæðisflokkur, en nú líti út fyrir að Sjálf- stæðisflokkurinn sé að keyra málið í gegn. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Sjálfstæðismenn reiðir samstarfsflokknum  Stjórnmál óeining milli Stjórnarflokkanna Sjálfstæðismenn eru reiðir framsóknarmönnum fyrir asann í kringum tillöguna um viðræðuslit við Evrópusambandið og telja að málið sé ein stór smjörklípa til að beina kastljósinu frá því sem kallað hefur verið „versta pólitíska vika Fram- sóknar“ frá upphafi. Viðbrögð almennings við tillögu utanríkisráðherra um viðræðuslit við Evrópusambandsins hafa komið sjálfstæðismönnum í opna skjöldu. Þeir eru ennfremur ósáttir við að gagnrýni almennings beinist fyrst og fremst að Sjálfstæðisflokknum þótt utanríkisráðherra Framsóknarflokksins leggi fram tillöguna og hafi haft uppi sömu loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu í að- draganda kosninga. Mynd/Hari Bjargaði barni frá drukknun Stúlku á aldrinum fimm til sex ára var bjargað frá drukknun í sundlaug Hofsóss síðasta miðvikudag. Ævar Jóhannsson sundlaugar- vörður sá stúlkuna í djúpu lauginni þar sem hún átti í erfiðleikum með að halda sér á floti og stakk sér í laugina og kom henni til bjargar, að því er kemur fram á fréttavefnum Feykir.is. Atvikið átti sér stað um klukkan 17.30 þegar nokkur fjöldi fólks var í lauginni. Stúlkan hafði laumast frá foreldri sínu þegar það var að sinna öðru barni. Í spjalli á Feyki er haft eftir Ævari að nauðsynlegt sé að allir séu vel á verði þegar börn séu í sundi, sundlaugarverðir, foreldar og aðrir sundlaugargestir. Mótmæla gjaldtöku á ferðamannastöðum Samtök ferðaþjónustunnar mótmæla boð- uðum gjaldtökuhugmyndum landeigenda og segja þau vega að framtíð ferðaþjónust- unnar. Í tilkynningu frá samtökunum segir að undanfarnar vikur hafa nokkrir landeigendur stigið fram og kynnt áætlanir sínar um að hefja gjaldtöku við nokkrar af náttúru- perlum landsins. Slík vinnubrögð eru með öllu óásættanleg og fordæmir stjórn Samtaka ferðaþjónust- unnar þá leið sem þarna er farin. Samtökin leggja áherslu á að við útfærslu á gjaldtöku sé horft til heildarhagsmuna ferðaþjónustunnar, hvort heldur verið er að meta möguleika til gjaldtöku eða við útfærslu á uppbyggingu ferðamannastaða, að því er fram kemur í tilkynningunni. Þá verði að tryggja að þær tekjur sem af gjaldtökunni verða skili sér örugglega að fullu til áframhaldandi uppbyggingar ferðamannastaða víðs vegar um landið. Góðir stjórnunarhættir Íslandsbanki hf. hefur fengið viðurkenn- ingu frá Rannsóknarmiðstöð um stjórnar- hætti sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Viðurkenningin byggir á ítarlegri úttekt á starfsháttum stjórnar og stjór- nenda bankans sem unnin var af KPMG ehf. í janúar 2014. „Stjórn og stjórnendur Íslandsbanka hafa á undanförnum árum lagt áherslu á að efla og bæta ákvarðanatökuferli og stjórnarhætti innan bankans og er þessi viðurkenning ánægjuleg staðfesting á þeirri miklu vinnu sem fram hefur farið innan bankans,“ segir Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka. -jh Ógnar villtum stofnum Landssamband veiðifélaga lýsir yfir áhyggjum af því að væntanleg aukning á norskættuðum laxi í sjó geti valdið erfðamengun og þar með ófyrirsjáan- legu tjóni í íslenskum laxveiðiám. Ljóst er að einhver hluti þessara seiða mun sækja upp í íslenskar laxveiðiár og valda þar erfðamengun og jafnvel sjúk- dómum, segir á vef landssambandsins. Það er skoðun Landssambands veiði- félaga að jafn stórfellt eldi norskra laxa í sjókvíum og áformað er geti haft veruleg neikvæð áhrif á villta íslenska laxastofna. Í þessu sambandi vísar LV til þess að villtir laxastofnar hafa orðið fyrir miklu tjóni bæði í Noregi og Skot- landi vegna sjókvíaeldis.  Söfnun aron freyr elmerS fæddiSt með hjartagalla og hefur farið í fjölda aðgerða Átta ára drengur í 24. aðgerðina Stofnaður hefur verið söfnunarr- reikningur í nafni Arons Freys Elmers, átta ára drengs sem fædd- ist með hjartagalla og hefur þegar farið í 23 aðgerðir, 15 í Boston í Bandaríkjunum og sjö í Reykjavík. Á Facebooksíðu söfnunarinnar segir að Aron Freyr sé með flókið afbrigði af „Fernu Fallots“ og í apríl mun hann gangast undir sext- ándu aðgerðina sína í Boston þar sem hann mun dvelja í um tvær vikur ásamt móður sinni, Kolbrúnu Lukku Guðbjörnsdóttur, og ömmu. „Styrktarsjóðurinn gengur út á að safna fé fyrir gistingu sem búið er að panta á gistiheimili nálægt barnaspítalanum sem Aron mun vera á í tvær vikur, sem og uppihaldi (mat og öðru eins). Móðir Arons má velja sér einn einstakling til að fara með sér og Aroni. Af til- finningalegum ástæðum hefur hún valið móður sína sem hefur verið henni til halds og trausts í gegnum þrautagöngu Arons,“ skrifar Elvar Másson, kærasti móður Arons. Staðfest hefur verið að Aron og fylgdarfólk fara til Boston þann 23. apríl og aðgerðin sjálf verður fram- kvæmd 25. apríl. Þeim sem vilja leggja þeim lið er bent á söfunar- reikninginn 0526-14-402805 en kennitala Arons er 111105-2510. -eh Aron Freyr Elmers hefur farið í 23 aðgerðir, 15 í Bandaríkjunum og 7 í Reykjavík, og er á leið í enn eina aðgerð í apríl. Ljósmynd/úr einkasafni 2 fréttir Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.