Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.02.2014, Blaðsíða 72

Fréttatíminn - 28.02.2014, Blaðsíða 72
 Í takt við tÍmann ingibjörg FrÍða Helgadóttir Staðalbúnaður Ég geng eiginlega alltaf í kjólum, þægilegum og léttum kjólum og slám yfir ef það er kalt. Ég hef mjög gaman af að kaupa af og til eina vel hann- aða og -saumaða íslenska flík sem ég veit að ég get notað þegar ég kem fram. Þessar flíkur hef ég keypt í Andreu og KronKron og bara hér og þar. Ég er annars ekki mikið fatafrík, ekki þannig. Og ég er alls engin skókona. Ef ég get staðið í þeim og teygt mig á sviðinu þá er það bara fínt. Hugbúnaður Mér finnst ofboðslega gaman að fara á tónleika. Sérstaklega þegar einhver sem ég þekki er að spila. Ég fer til dæmis oft á Kex því þar eru oft tónleikar á þriðjudögum. Ég er ekki svona djammari en við krakkarnir förum stundum eftir skóla á Happy hour, til dæmis á Kalda. Þar er góður, ódýr bjór og við getum spjallað í rólegheitunum. Ef ég fer út í háværa tónlist og þarf að öskra yfir borðið er hætt við að ég missi röddina. Ég kýs frekar rólegra umhverfi, helst með „læv“ músík og góðum bjór. Ég næ ekki að fylgja einhverju tímaplani varðandi sjónvarpsþætti, ég verð að stjórna því sjálf hvenær ég horfi. Eini þátturinn sem ég og kær- astinn minn horfum á núna er Hannibal. Vélbúnaður Ég á Macbook Air, litla tölvu sem ég kalla Ljónu af því stýri- kerfið heitir Lion. Ég er bara með draslsíma en mér finnst gaman að kaupa mér græjur sem tengjast tónlistinni. Ég á góðan söngmagnara, míkrafóna og svo er ég alltaf með Yamaha-diktafón í töskunni. Meginmarkmið samkeppninnar eru: · Að fá fram heildstæðar tillögur um samkeppnissvæðið · Að fá fram tillögur sem undirstriki sérstöðu svæðisins og efli það sem menningarkjarna í borginni · Að skapa virkt og aðlaðandi svæði með góðum tengingum, bæði innbyrðis og við nærliggjandi svæði · Að fá fram frjóar en um leið raunhæfar hugmyndir um framtíðarnýtingu og skipulag Háskólasvæðisins · Að samgöngur og uppbygging á svæðinu verði samtvinnuð, þar sem lögð sé áhersla á almenningssamgöngur, göngu- og hjólaleiðir Reykjavíkurborg og Háskóli Íslands í samstarfi við Arkitektafélag Íslands efna til hugmyndasamkeppni um heildarskipulag fyrir Háskólasvæðið sem afmarkast af Suðurgötu, Hjarðarhaga, Dunhaga og Birkimel til vesturs, Hringbraut til norðurs, Njarðargötu til austurs, þar með talið svæði Flug- garða en af holti fyrir sunnan stúdentagarða við Eggertsgötu til suðurs. Þátttakendur geta skilað inn heildarhugmyndum sínum að framtíðarskipulagi eða lagt hugmyndir inn í umræðuna. Keppnislýsing er aðgengileg þátttakendum á vef- síð unni, www.hugmyndasamkeppni.is og heima- síðu Arki tektafélags Íslands, www.ai.is frá og með 21. febrúar 2014. Samkeppnisgögn verða ein- ungis aðgengileg þeim sem skrá sig til þátttöku. Háskóli Íslands Hugmynda­ samkeppni um skipulag Háskóla­ svæðisins hugmyndasamkeppni.is Ingibjörg Fríða er ein af efnilegri djasssöngkonum lands- ins og söng á flottum tónleikum í Hörpu um síðustu helgi. Hún vonast til að gefa út plötu með nýju efni í framtíðinni. Ljósmynd/Hari Aukabúnaður Mér finnst mjög gott að fá matarmiklar súpur á veturna en annars borða ég mikið af mexí- kóskum mat, sérstaklega ef það er ferskt grænmeti með. Ég er reyndar þekkt sem gellan með grænmetið hvert sem ég fer. Ég er búin að venja mig á að vera alltaf með nestisbox með grænmeti í til að borða yfir daginn. Það er mjög hentugt því ég veit ekki alltaf hvenær ég fæ pásur. Maður er ekki fullkominn að öllu leyti en ég er mjög ánægð með þetta. Kærastinn minn er ævintýragjarnari en ég og hefur dregið mig í nokkur spennandi ferðalög að undanförnu. Við fórum í bakpoka- ferðalag um Serbíu, Bosníu og Svart- fjallaland og í sumar fórum við aðeins minni hring um Þýskaland, Pólland og Ungverjaland. Þetta var alveg æðis- legt. Í sumar langar mig að ferðast hér heima, heimsækja ættingja úti á landi og fara í húsið okkar í Stykkishólmi. Þekkt sem gellan með grænmetið Ingibjörg Fríða Helgadóttir er 22 ára söngkona sem útskrifast í vor úr tónlistarskóla FÍH og er að auki í námi í skapandi tónlistarmiðlun við Listaháskólann. Ingibjörg hefur troðið upp með ballbandi við ýmis tækifæri síðustu ár og um síðustu helgi söng hún á frábærum tónleikum í Hörpu með mörgum af fremstu djössurum þjóðarinnar.  appaFengur Google Earth Google Earth er síður en svo nýtt af nálinni en þar sem reglulega eru gerðar upp- færslur á appinu má sannarlega minna á það. Appið byggir á hugbúnaði sem nýtir myndir úr gervihnöttum og kortaupp- lýsingum til að sýna heiminn í þrívíddarum- hverfi. Notendur geta nýtt appið bæði til fróð- leiks og skemmt- unar og ferðast um allan heim á meðan þeir sitja heima í sófa með snjallsímann eða spjaldtölvuna. Hægt er að þysja inn og út til að skoða götur og byggingar í mismunandi hátti upplausn. Þannig er mögulegt að skoða sögufrægar byggingar hinum megin á hnettinum, merk kennileiti eða einfaldlega bara götuna þína heima á litla Ís- landi. Þegar kemur að Google Earth eru möguleikarnir ein- faldlega óendanlegir og því er til lítils að reyna að útskýra appið með orðum, best er að fikta sig áfram og sjá, töfraver- öld opnast. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is 72 dægurmál Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.