Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.02.2014, Blaðsíða 70

Fréttatíminn - 28.02.2014, Blaðsíða 70
Á tímabili á námsárunum úti var ég að spá í að hætta við að verða flautuleikari og verða hljómsveitarstjóri. Þá fannst mér það skemmtileg tilhugsun að vera fyrsti íslenski kvenkyns hljómsveitarstjór- inn – síðan eru liðin 25 ár og ennþá hefur engin önnur farið af stað,“ seg- ir Hallfríður Ólafsdóttir, 1. flautuleik- ari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, en á tónleikunum Tónafljóð á sunnudag stjórnar Hallfríður félögum sínum í Sinfóníuhljómsveit Íslands og verður þar með fyrst íslenskra kvenna til þess. „Ég hef alltaf haft gríðar- legan áhuga á hljómsveitarstjórn og tók hana sem hliðargrein í Royal Academy of Music í London. Síðan hefur hreinlega verið svo mikið að gera hjá mér sem flautuleikari, sem ég er auðvitað mjög þakklát fyrir. En ég hef þó aðeins tekið í að stjórna minni hópum þegar tími hefur gefist til; nemendahljómsveitum og tré- blásaradeildum, en líka atvinnuhóp- um eins og Hnúkaþey og Íslenska flautukórnum og þá mjög oft í frekar flóknum nútímaverkum. Ég hef í gegnum tíðina fylgst mikið með því hvernig hljómsveitarstjórar stjórna okkur í Sinfóníuhljómsveitinni. Við fáum marga mjög mismunandi stjór- nendur og mér finnst athyglisvert að fylgjast með því hvaða tækni þeir nota, þannig að ég hef heilmikið spáð í þetta.“ Hallfríður hefur verið fastráðin við Sinfóníuhljómsveit Íslands síðan 1997, hún er kennari við Tónlistar- skólann í Reykjavík og höfundur metsölubókanna um Maxímús Músíkus, ásamt Þórarni Má Baldurs- syni, víóluleikara við Sinfóníuhljóm- sveitina. Það er heklaður Maxímús sem situr með okkur við stofuborðið heima hjá Hallfríði í Garðabænum en uppskrift að músinni tónelsku er að finna í „Maríu – heklbók“ eftir Tinnu Þórudóttur Þorvaldar. „Ég er alveg nýbúin að hekla hann,“ segir Hall- fríður og sýnir mér brúðuna. „Heklið er nýja leiðin mín til kvöldslökunar í öllum erlinum. Sumir hafa kallað eftir því að ég láti framleiða brúðu en ég er engin bisnesskona. Einhver annar verður að sjá um það. Þeir sem vilja eignast sinn litla Maxímús geta allavega nálgast hekluppskriftina núna.“ Flestar fremstu tónlistarkonur landsins Hallfríður situr einnig í stjórn KÍTÓN, félags kvenna í tónlist og það fyrsta sinnar tegundar á Ís- landi, en tónleikarnir Tónafljóð eru á vegum félagsins og stígur rjóminn af íslenskum tónlistarkonum á svið í Hörpu um helgina. KÍTÓN var stofnað af tónlistarkonum úr öllum áttum, þvert á tónlistarstrauma og verður á tónleikunum boðið upp á popptónlist, rokk, rapp, kórsöng, djass og sinfóníska tónlist, svo sitt- hvað sé nefnt. Félagið er rúmlega árs gamalt og er tilgangur þess að skapa jákvæða umræðu, samstöðu og samstarfsvettvang meðal tón- listarkvenna, en einnig auka á sýni- leika þeirra. Lára Rúnarsdóttir, sem einnig situr í stjórn KÍTÓN, birti á síðasta ári niðurstöður rannsóknar um stöðu kvenna tónlistargeiranum. Þar kom í ljós að Í FTT, félagi tón- skálda og textahöfunda, eru 292 karlar en 42 konur, og aðeins 9,5% af skráðum verkum hjá STEF eru eftir konur, og við skiptingu á tekjum er hlutur kvenna 9,3%. Meirihluti tónlistargagnrýnenda fjölmiðla eru karlar og þegar Lára orðræðugreindi umsagnir þeirra sást að frekar voru notuð mjúk lýsingarorð um tónlist kvenna, á borð við „krúttlegt og kósý,“ og „auka skammtur af krútt- legheitum,“ en í umfjöllun um tónlist karla voru notuð sterk lýsingarorð á borð við „kraftmikið,“ „húmor“, „sjóðheitt og snaggaralegt.“ „Þetta eru mjög merkilegar niðurstöður,“ segir Hallfríður. Tónleikunum Tónafljóð er meðal annars ætlað að sýna fjölbreytileika og vídd íslenskra tónlistarkvenna. Stefnt er að því að tónleikarnir verði árlegir en þessir fyrstu tónleikar verða sögulegir fyrir ýmissa hluta sakir. „Þetta eru tímamót í tónlistar- sögunni. Þarna er teflt fram frábærri tónlist sem er öll eftir konur og á einu bretti verður hægt að hlýða á flestar fremstu tónlistarkonur lands- ins, stóra kóra og litlar og stórar hljómsveitir. Okkur fannst mikilvægt að sýna að konur geti líka stjórnað og völdum því kóra með flottum kven- stjórnendum, Hljómeyki með Mörtu Guðrúnu Halldórsdóttur og Vox feminae með Margréti Pálmadóttur og svo fannst mér líka mikilvægt að sýna að ég er ekki ein um að geta veifað sprotanum fyrir framan hljóm- sveit og bað Hildigunni Rúnarsdóttur að fá sína hljómsveit, Sinfóníuhljóm- sveit áhugamanna, til að koma og spila undir hennar stjórn.“ Á laugardag stendur KÍTÓN fyrir málþingi um jafnrétti í tónlist í Hörpu en á sunnudeginum, fyrir tónleikana sem eru um kvöldið, verður opið hús þar sem hægt verður að ganga á milli opinna rýma Hörpu og hlýða á ör- tónleika. Börnin full efasemda En þó öll tónlistin sem flutt verður sé eftir konur eru ekki aðeins kon- ur í þeim tónlistarhópum sem koma fram. „Við búum við ansi gott jafn- rétti í sinfóníska geiranum og okkur fannst mikilvægt að sýna það. Flestir karlkyns kollegar okkar úr Sinfón- íuhljómsveit Íslands verða því með og sýna málefninu mikinn stuðn- ing. Lengi vel voru sinfóníuhljóm- sveitir meira og minna skipaðar körlum. Þegar konur fóru í auknum mæli að fara út á vinnumarkaðinn áttu þær erfitt með að komast að í sinfóníuhljómsveitum víða um heim – burtséð frá þeim hljómsveitum sem beinlínis gerðu út á að vera skipaðar körlum, eins og til dæmis Vínarfíl- harmónían en það vígi er nú fallið. Þegar ráðið er inn í sinfóníuhljóm- sveitir er keppt um stöðuna en örlítil breyting á fyrirkomulaginu, sem var gerð upp úr 1970, varð til þess að konur fóru að komast að. Það var alltaf keppt fyrir opnum tjöldum en þarna var farið að gæta nafnleyndar og keppt bak við tjald. Að sjálfsögðu pössuðu konurnar sig á því að mæta ekki í hælaskóm svo þær þekktust ekki á skóhljóðinu, og þarna fyrst fóru þær að komast að. Þetta er auð- vitað mjög sláandi og segir okkur að einhvers konar fordómar hafi ráðið för, hvort sem menn hlustuðu með gagnrýnni eyrum á konur eða hvort þeir kusu einfaldlega frekar að ráða karla. En eftir þessar breytingar streymdu konur inn í sinfóníuhljóm- sveitir.“ Hallfríður segir því að tiltölulega mikið jafnrétti sé í klassíska tón- listarheiminum – nema þegar kemur að hljómsveitarstjórnun. „Það er ekki hægt að keppa í því á bak við tjald,“ segir hún og brosir. Steríótýpan af klassískum hljómsveitarstjórnanda er gráhærður karlmaður með strýið út í loftið, íklæddur kjólfötum og sveiflar tónsprotanum af ákafa. „Það er ótrúlega magnað hvað fólki finnst skrýtið að sjá eitthvað sem það hefur ekki séð áður. Í tveimur af bókunum um Maxímús Músíkus teiknaði Þórarinn konur að stjórna hljóm- sveitinni og ég hef heyrt af börnum sem hafa sagt að þetta geti nú ekki staðist, að konur geti ekki stjórnað hljómsveit. Þetta eru börn sem hafa engar forsendur til að dæma hvort starfið hæfi körlum frekar en konum en vegna þess að þau hafa sjálf aldrei séð konu stjórna hljómsveit þá halda þau að það sé ekki hægt. Það er heil- mikið skrifað um það núna að þær konur úti í heimi sem hafa farið út í hljómsveitarstjórn hafi fundið fyrir skeytingarleysi sem er ekki hægt að skýra með öðru en fordómum og staðalmyndum, það er minna mark tekið á þeim og þær komast ekki jafn hratt upp metorðastigann og karlar. Við vonum auðvitað að sú verði ekki raunin hér á landi og mér þótti mjög vænt að finna mikinn stuðning og ánægju samstarfsfólks míns á fyrstu æfingunni á verkinu sem við ætlum að flytja í lok tónleikanna sem er ball- ettónlistin Eldur eftir Jórunni Viðar. “ Með því að flokka fólk eftir kynjunum í samfélaginu, þar sem sammannlegir þætti okkar eru skilgreindir út frá karllægum og kvenlægum viðmiðum, á borð við blíðu, kraft, umhyggju og þor, þá er í raun verið að hefta fólk í að vera það sjálft og njóta alls þess sem mannlegt líf býður upp á. Með því minnka lík- urnar á því að hver einstaklingur fari sína eigin leið og skapi eitthvað sem skiptir máli í þjóðfélaginu. Í næstu bók um Maxímús Músíkus, sem kemur út í vor, er einmitt lagt upp úr því að vera maður sjálfur, alveg sama hvað öðrum finnst.“ Fimmtugsafmæli og fleiri tímamót Fyrsta bókin um Maxímús kom út árið 2008. Hallfríður fékk þá skyndilega hugmynd að bókinni og fannst það vera góð leið til að kynna börn fyrir góðri tónlist og veita þeim innsýn inn í líf hljóðfæraleikarans, en geisladiskur með upplestri og tónlist í flutningi Sinfóníuhljómsveitarinnar fylgir með hverri bók. „Þarna sam- einaði ég mín helstu áhugamál; bæk- ur, börn og tónlist. Þetta er bara það besta sem ég veit. Ég var með börn á réttum aldri, fædd 1997 og 1999, og vissi hvað þeim þótti sniðugt. Ýmsir brandarar frá þeim hafa ratað inn í bækurnar. Til að mynda fór ég eitt sinn með strákinn minn mjög lítinn að hlusta á Stórsveit Reykjavíkur. Ég vissi að honum fannst djass og swing skemmtilegt og ég bjóst við að hann myndi strax byrja að dilla sér þegar tónlistin byrjaði. Hann stóð hins veg- ar bara stjarfur og starði á hljóðfæra- leikarana, horfði svo stóreygur á mig og hvíslaði: „Það eru allir svo rauðir í framan.“ Þetta rataði í eina bókina, hvað blásturshljóðfæraleikararnir geta orðið rauðir í framan þegar þeir blása sterkt og mikið. Upp- haflega átti bara að vera ein bók um Maxímús. Sinfóníhljómsveitin heldur árlega tónleika fyrir leikskóla og við erum vön því að sum barnanna séu óróleg en á fyrstu Maxímúsar- tónleikunum fundum við fyrir ótrúlegum áhuga hjá þeim.“ Fólk einfaldlega kallaði eftir fleiri sögum og bækurnar um Maxímús Músíkus hafa komið út á fjölda tungumála og sinfóníuhljómsveitir og fílharmóníur víða um heim flutt verkin. Næstu mánuðir verða afar við- burðaríkir hjá Hallfríði. „Á sunnudag verð ég fyrsta íslenska konan til að stjórna atvinnuhljómsveit. Þann 20. mars verð ég svo með einleik með Sinfóníuhljómsveitinni þar sem ég spila flautukonsert eftir Mozart. Það er gaman að ná því að spila það fræga verk fyrir fimmtugt því svo verð ég fimmtug í sumar,“ segir hún glaðvær enda fjöldi tímamóta í vændum. „Og svo er það fjórða bókin mín. Ég verð því ekki mikið á hefðbundnum tón- leikum með Sinfóníuhljómsveitinni á næstunni en ég hlakka mikið til að taka mér aftur sæti sem 1. flautu- leikari sveitarinnar þegar þessu öllu er lokið því þar vil ég vera. Ég er þó afar þakklát fyrir þessi verkefni sem ég hef fengið tækifæri til að sinna – og því að ég hafði hugrekki og þor til þess að standa í þeim.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711 THE CONGRESS (12) SÝNINGARTÍMAR Á MIDI.IS BLUE VELVET (16) SUN: 20.00 Hallfríður Ólafsdóttir mundar tón- sprotann á sögulegri stund í Hörpu um helgina en alla jafna er hún 1. flautu- leikari Sinfóníuhljómsveitarinnar. Ljósmynd/Hari Sá sögulegi viðburður á sér stað á tónleikunum Tónafljóð á sunnudag að Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari verður fyrsta íslenska konan til að stýra félögum sínum í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hallfríður situr í stjórn KÍTÓN, félags kvenna í tónlist, sem stendur fyrir tónlistarveislu kvenna í Hörpu um helgina. Hún segir að konur hafi átt erfitt með að komast inn í sinfóníuhljómveitir þar til sú breyting varð á að áheyrnarprufur fóru fram bak við tjald. Hljómsveitarstjórinn Hallfríður Að sjálfsögðu pössuðu konurnar sig á því að mæta ekki í hæla­ skóm svo þær þekktust ekki á skóhljóðinu. 70 menning Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.