Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.02.2014, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 28.02.2014, Blaðsíða 60
Helgin 28. febrúar - 2. mars 201460 tíska Ævintýranleg vetrarlína Þó svo að við séum með hugann við vor- og sumar- tískuna um þessar mundir er alltaf gaman að skyggnast inn í það sem koma skal í tískunni. Stærstu tísku- hús heims eru farin að kynna haust- og vetrarlínu sína. Í vikunni fór fram tískuvikan í Mílanó. Þar sveif ævintýraljómi yfir vötnum. Litirnir voru haustlegir, þungir og dempaðir og efnin náttúruleg. Þá vitum við hverju við eigum að klæðast í haust. Eftirtalin Apótek og heilsubudin.is selja Proactiv® Solution AkureyrArApótek, Kaupangi - LyfjAver, Suðurlandsbraut 22 LyfjAborg, Borgartúni 28 - gArðsApótek, Sogavegi 108 urðArApótek, Grafarholti - ÁrbæjArApótek, Hraunbæ 115 Apótek gArðAbæjAr, Litlatúni 3 - reykjAvíkurApótek, Seljavegi 2, Apótek HAfnArfjArðAr, Tjarnarvöllum 11 Heildsölubirgðir, Konkord ehf. S. 568 9999, heilsubudin@heilsubudin.is Í proactiv® solution eru efni sem hreinsa húð þína og eyða bólum. Með daglegri notkun koma efnin í veg fyrir að nýjar bólur myndist. Við lofum því! Aðalbjörg ásamt dætrum sínum, tengdasyni og barnabarni.  Íslensk jurtakrem Fjölskyldan tínir saman jurtirnar Aðalbjörg Þorsteinsdóttir ætlaði alltaf að verða hárgreiðslukona en segir örlögin hafa ráðið því að hún byrjaði að týna jurtir og í framhaldinu stofnað fyrirtækið Villimey. Villimey sérhæfir sig í jurtasmyrslum og drykkjum unnum úr afurðum vestfirskrar náttúru. a ðalbjörg er alin upp á Tálknafirði og hafði frá blautu barnsbeini áhuga á jurtunum í hlíðunum sem umlykja bæinn. Þegar hún fann ekkert almennilegt krem við vöðvabólgu fór hún að prófa sig áfram og afraksturinn var fyrsta krem Villimeyjar, Vöðva og liða Galdur. Kremin gerði hún í upphafi fyrir sig sjálfa og fjölskylduna, en setti svo vörurnar á markað 2005. Villimey selur vörur sínar um allt land og er að þreifa fyrir sér á erlendum mörkuðum, en Aðalbjörg segir mikla aukningu hafa orðið í sölu kremanna með auknum ferða- mannastraumi. „Það er svo breið virkni í vörunum, þær nýtast í svo margt. En upp- hafið að þessu var auðvitað að hjálpa fólki og bjóða upp á krem sem eru algjörlega án skaðlegra aukaefna.“ Fyrirtækið er á Tálknafirði og verður áfram þar. „Þetta er bara eins og með fiskinn, því fyrr sem hann kemst í vinnslu, því betur sem farið er með hann, því betri afurð er hann. Það er best að vinna sem fyrst úr jurtunum um leið og þær hafa verið tíndar. Oft myndast hiti í jurtum sem komast ekki nægilega fljótt í vinnslu/þurrkun og þá verður efnabreyting og jurtirnar skemm- ast,“ segir Aðalbjörg. Villimey er fjölskyldufyrirtæki og á sumrin fer fjölskyldan á flakk í jurta- tínslu. „Dæturnar og tengdasonur tína með mér og hjálpa til við framleiðsluna. Við förum margar ferðir í fjöllin og fylgj- umst með þeim vaxa til að vita hvenær er besti tíminn fyrir hverja jurt fyrir sig. Hér fyrir vestan erum við a.m.k. 2 vikum seinni að vori að fá þær en fyrir sunnan. Þær hafa styttri vaxtartíma hér og eru þess vegna mjög kraftmiklar. Náttúruvís- indastofnun hefur rannsakað þungmálma í fléttum og mosa um allt land síðan 1990 og hafa komist að því að sunnanverðir Vestfirðir koma best út á landinu hvað varðar minnsta loftmengun. Ég var mjög glöð að heyra það.“ Aðalbjörg fór snemma að hafa áhuga á virkni jurta. „Ég fór að prófa mig áfram með jurtirnar hérna í firðinum, stundum þurfum við að fara langt uppí fjall eftir þeim. Uppskriftirnar koma frá sjálfri mér, þær hef ég þróað áfram í mörg ár. Ég er með helling af uppskriftum í kollinum sem bíða eftir því að komast út. Það er svo skrítið hvernig lífið er, á hvaða leið maður ratar. Ég ætlaði að verða hárgreiðslukona sem unglingur en þegar ég lít til baka þá sé ég að þetta átti greinilega að gerast, að þessi leið hafi verið mín örlög.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Þetta er bara eins og með fiskinn, því fyrr sem hann kemst í vinnslu, því betur sem farið er með hann, því betri afurð er hann. Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 11-16 Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar Ferming framundan ! Kjóll á 12.900 kr. Stærð 36 - 46. Laugavegi 178 Sími 551-3366 www.misty.is OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18, Laugardaga 10 - 14 FRÁBÆR ÍÞRÓTTAHALDARI virkilega gott aðhald Teg Active, fæst með og án spanga í stærðum 32-40 D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 9.750,- Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Flott föt fyrir flottar konur Nýjar vörur í hverri viku stærðir 38-58 Verslunin Belladonna ArmAni missoni GAbbAnA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.