SSFblaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 8

SSFblaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 8
8 Eftir rútufErð frá skrifstofu ssf að nEthyl hófst formannafundurinn á fróðlEgu Erindi um Efnahagsmál sEm þorvarður tjÖrvi ólafsson, hagfræðingur á hagfræði- og pEningastEfnusviði sEðlabankans, flutti. Í lok erindisins var opnað fyrir umræður og fyrirspurnir. Eyþór Eðvarðsson, stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, flutti svo síðara erindi dagsins Að róa yfir Atlantshafið en í því erindi fjallaði Eyþór um hvernig ber að mæta áskorunum og breytingum en hann réri einmitt yfir Atlantshafið á árinu. Eyþór er einn af fjórum Íslendingum sem réru óstuddir frá Noregi til Íslands með viðkomu á Orkneyjum og Færeyjum. Á næsta ári, 2014, hyggst hópurinn ljúka róðrarferðinni með því að róa til Grænlands og þaðan til Kanada. Þessi sjóleið, þ.e. frá Noregi til Kanada með viðkomu á áðurtöldum stöðum, er ein sú erfiðasta sem hægt er að fara róandi og hafði engum tekist það ætlunarverk fyrr en Eyþór og félagar hans héldu af stað í leiðangurinn. Erindi Eyþórs var afar áhugavert og skemmtilegt að mati félagsmanna. Deginum lauk svo á ánægjulegum hátíðarkvöldverði og skemmtilegri kvöldstund. Næsta dag var svo unnið í hópavinnu m.a. við að skerpa á áherslum nýrrar trúnaðarmannahandbókar og stefnan við gerð nýrra kjarasamninga mörkuð. undirbúningur kjarasamningsviðræðna Í tengslum við gerð nýrra kjarasamninga fór Friðbert Traustason, formaður SSF, yfir viðræðuáætlunina og helstu áherslur SSF. Hann sagði forsendur núverandi kjarasamnings ekki hafa staðist og bæri þar helst að nefna verðbólgumarkmiðin. Hann sagði framkvæmdir upp á 200 milljarða ekki hafa staðist og þar af leiðandi ekki stöðuleikamarkmiðið. „Að öllu óbreyttu eru ekki forsendur til annars en að semja til skemmri tíma“ sagði Friðbert en hann telur óvissuna vera of mikla til að hægt sé að semja til lengri tíma. Hann gerði fastlaunasamninga að umtalsefni sínu sem hann telur mestu núverandi ógn kjaramála félagsmanna SSF en hann telur fastlaunasamningana vera „nútíma þrælahald“. Hann sagði fundargestum að beina því til félagsmanna að þeir leiti upplýsinga á skrifstofu SSF eða hjá trúnaðarmönnum SSF áður en skrifað er undir nýjan ráðningarsamning eða breytingasamning á ráðningarsamningi, sérstaklega ef um fastlaunasamning er að ræða. Að loknu erindi Friðberts var unnið í hópavinnu þar sem skerpt var á megin áherslum SSF við gerð nýrra kjarasamninga. Formannafundurinn þótti hafa heppnast vel. Góð mæting var frá aðildarfélögum SSF og uppbyggilegar umræður áttu sér stað um starfsemi SSF og áherslur. FORMANNAFUNDUR SSF formannafundur ssf var haldinn dagana 7. og 8. nóvEmbEr sl. á hótEl Örk í hvEragErði. formannafundir Eru haldnir tvisvar á ári En þar Er farið yfir stÖrf stjórnar ssf og starfið markað En formannafundirnir Eru Einnig kjÖrinn vEttvangur til að styrkja tEngslin milli aðildarfélaganna og stjórnar ssf. fundina sitja formEnn allra aðildarfélaganna, Eða varamEnn þEirra. Fylgst grannt með þróun efnahagsmála.

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.