SSFblaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 29

SSFblaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 29
29 b a n k a m á l m E n n i n g v i ð s k i p t i o g E f n a h a g s m á l b a n k a m á l s t j ó r n m á l aðalfundur íslandsbanka var haldinn. Friðrik Sophusson, formaður stjórnar, flutti skýrslu stjórnar og Birna Einarsdóttir, bankastjóri, kynnti uppgjör bankans og fór yfir helstu þætti í starfsemi hans á árinu 2012. Engar breytingar voru gerðar á stjórn bankans. Í ræðu sinni sagði Birna að kannanir sýndu að bankinn væri leiðandi í fjármálaþjónustu, bæði hjá fyrirtækjum sem og einstaklingum en markmið bankans er að vera númer eitt í þjónustu. Mikil áhersla væri lögð á skýra stefnu og framtíðarsýn bankans og að það væru áhugaverðir tímir framundan við áframhaldandi uppbyggingu íslensks fjármálalífs. starfsmEnn landsbankans stóðu sig vEl á kEilumóti ssf og fóru mEð sigur af hólmi. kvikmyndin oblivion var hEimsfrumsýnd. Tilkomumikil atriði í myndinni voru tekin upp á Íslandi. Mikil gróska var í kvikmyndaframleiðslu á Íslandi á þessu ári, innlendri sem erlendri. hagstofan grEindi frá því að niðurstÖður á ólEiðréttum launamuni kynjanna á íslandi, sEm rEiknaður Er út frá aðfErðafræði Evrópsku hagstofunnar Eurostat, sýndu að hann væri 18,1% árið 2012. „Munurinn var 18,5% á almennum vinnumarkaði en 16,2% hjá opinberum starfsmönnum. Frá árinu 2008 hefur óleiðréttur launamunur farið minnkandi og var lægri árið 2012 en 2008. Á almennum vinnumarkaði fór launamunurinn lækkandi til ársins 2010 en hækkaði aðeins árið 2011. Óleiðréttur launamunur hjá opinberum starfsmönnum lækkaði allt tímabilið“ skv. tilkynningu Hagstofunnar. hagstofan birti launavísitÖlu fyrir marsmánuð 2013. Skv. vísitölunni jókst kaupmáttur launa talsvert frá áramótum og mældist svipaður og fyrri hluta árs 2006. Kaupmáttur hafði aukist vegna kjarasamningsbundinna launahækkana og styrkingar krónu skv. mati Hagstofunnar. Kaupmáttaraukning frá áramótum á þessum tíma var 1,9 %. mp banki birti rEkstrartÖlur fyrsta ársfjórðungs. Í tilkynningu frá bankanum kom fram að bankinn hagnaðist um 465 milljónir króna, eftir skatta, á fyrsta ársfjórðungi. mikill fjÖldi fólks safnaðist saman og afhEnti jóhÖnnu sigurðardóttur, þávErandi forstætisráðhErra, fjÖlda rósa við stjórnarráðið. Með því vildu þau þakka Jóhönnu fyrir sinn 35 ára stjórnmálaferil og undanfarin 4 ár sem forsætisráðherra. Við athöfnina söng fólkið m.a. maístjörnuna. Viðburðurinn fór fram degi fyrir alþingiskosningar og þakkaði Jóhanna fjöldanum fyrir stuðninginn í gegnum tíðina. jafnréttisstofa fagnaði þEim fjÖlda kvEnna sEm voru í framboði fyrir þingkosningar. Konur voru 42% frambjóðenda á listum stjórnmálaflokka og sagði framkvæmdastýra jafnréttisstofu „ánægjulegt“ hvað hlutföll kvenna og karla í framboði hefðu jafnast síðustu áratugi. kjÖrdagur. kjÖrsókn var 81,4% á landsvísu, 2,2 % skiluðu auðu og 0,3 % atkvæða voru dæmd ógild.  Ríkisstjórnarflokkarnir, Samfylkingin og Vinstri grænir, töpuðu 27 % atkvæða frá því í kosningum 2009. Samfylkingin tapaði 11 þingmönnum, fékk 9 þingmenn, Vinstrihreyfingin grænt framboð, tapaði 7 þingmönnum og uppskar 7 á þing. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fengu báðir 19 þingmenn. Viðbrögð formanna stjórnarflokkanna fengu mikla athygli enda voru úrslitin túlkuð þannig að stjórnarflokkarnir hefðu goldið „sögulegt afhroð í kosningunum“, fóru samtals úr 34 þingmönnum í 16. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði eftir að úrslitin lágu fyrir að flokkurinn hefði staðið vörð um almannahagsmuni í kosningabaráttunni og að „sú tíð kæmi aftur að þjóðin þyrfti sterkan jafnaðarmannaflokk“. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagðist stolt af flokknum, hann hefði byrjað í mikilli lægð við upphaf kosningabaráttunnar en flokksmenn hefðu sýnt mikla samstöðu og mætt mótlætinu vel. „Til hamingju með kvöldið og til hamingju með sigurinn“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og sigurvegari kosninganna, þegar hann ávarpaði mikinn fjölda félagsmanna á kosningavöku flokksins eftir að úrslitin lágu fyrir. Hann sagði úrslitin vera ákall um þá forgangsröðun sem flokkurinn hefði talað fyrir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sýndi mikið þakklæti þegar hann ávarpaði sína stuðningsmenn. Flokkurinn náði að snúa fylginu talsvert við á síðustu dögum kosningabaráttunnar og fékk því talsvert meira fylgi en hann hafði mælst með 2 vikum fyrir kjördag. Bjarni sagði að stuðningsmenn flokksins hefðu „séð það býsna svart í þessari baráttu en við ákváðum að taka höndum saman og snúa stöðunni okkur í vil“. Fylgi flokkanna á landsvísu 2013 Björt framtíð 8,3% Framsóknarflokkurinn 24,4% Sjálfstæðisflokkurinn  26,7% Hægri-grænir 1,7% Húmanistaflokkurinn 0,1% Flokkur heimilanna 3,0% Regnboginn 1,0% Sturla Jónsson 0,1% Lýðræðisvaktin 2,5% Landsbyggðaflokkurinn 0,2% Alþýðufylkingin 0,1% Samfylkingin 12,9% Dögun 3,1% Vinstri-græn 10,9% Píratar 5,1%

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.