SSFblaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 19

SSFblaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 19
19 bring your own dEvicE, byod, Er stEfna sEm má rEkja aftur til ársins 2009. BYOD þýðir í stuttu máli að starfsmenn fyrirtækja taka með sér og nota sinn eigin vélbúnað í formi snjallsíma, fartölva og spjaldtölva á vinnustaðinn. Segja má að BYOD hafi fyrst hafist fyrir alvöru þegar Apple kynnti sinn fyrsta iPhone og síðar iPad. Google og Microsoft hafa einnig lagt sitt á vogaskálarnar til BYOD-þróunarinnar en Apple og snjallsíminn þeirra, iPhone, hafa haft sérstaklega mikla þýðingu fyrir BYOD. hvErs vEgna byod? Tæknin er í hraðri þróun og við erum stödd í miðri byltingu þegar kemur að því hvernig við nýtum hana. Þegar við sem einstaklingar tökumst á við notkun nýrrar tækni, hrífumst við af henni, tileinkum okkur kosti hennar og viljum gjarnan geta tekið hana með okkur í vinnuna. Einstaklingsframtak við nýtingu nýrrar tækni ásamt aukinni notkun fyrirtækja á svokallaðri skýjaþjónustu hefur auðveldað innleiðingu BYOD. Fyrirtæki með góða tæknilega innviði geta þannig boðið starfsmönnum sínum upp á BYOD-lausnir, þar sem starfsmenn nýta sín eigin tæki til að tengjast fjölbreyttri þjónustu á netinu. Í dag notafæra 71 prósent alþjóðlegra upplýsingatæknifyrirtækja sér BYOD að einhverju leyti, samkvæmt niðurstöðum könnunar Pinterest.com, sem náði til 600 fyrirtækja. Í Noregi heimila sex af hverjum tíu fyrirtækjum starfsmönnum að nota sín eigin tæki við vinnu, svo sem farsíma og spjaldtölvur, samkvæmt könnun sem framkvæmd var af Avanade. ÞITT EIGIÐ VINNUTÆKI SNJALLSÍMAR, FARTÖLVUR, SPJALDTÖLVUR, ÖPP OG SAMFÉLAGSMIÐLAR HAFA GJÖRBREYTT HREYFANLEIKA, AÐGENGI OG NEYTENDAVENJUM TIL HINS BETRA. BRING YOUR OWN DEVICE (BYOD) ER NÝJASTA STEFNAN BYOD þýðir í stuttu máli að starfsmenn fyrirtækja taka með sér og nota sinn eigin vélabúnað í formi snjallsíma, fartölva og spjaldtölva á vinnustaðinn. Í Noregi heimila sex af hverjum tíu fyrirtækjum starfsmönnum að nota sín eigin tæki við vinnu, svo sem farsíma og spjaldtölvur, samkvæmt könnun sem framkvæmd var af Avanade.

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.