SSFblaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 24

SSFblaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 24
24 b a n k a m á l b a n k a m á l b a n k a m á l a n n a ð v i ð s k i p t i o g E f n a h a g s m á l v i ð s k i p t i o g E f n a h a g s m á l v i ð s k i p t i o g E f n a h a g s m á l v i ð s k i p t i o g E f n a h a g s m á l s t j ó r n m á l s t j ó r n m á l s t j ó r n m á l s t j ó r n m á l á Íslandi ættu sér skýringu í sérstöðu markaðarins. Sagði hann að markaðurinn hér væri lítill og eftirlitskostnaðurinn væri mikill og hefði vaxið gríðarlega mikið. Hann sagði bankana þegar vera að reyna að draga úr rekstrarkostnaði og benti á að starfsfólki og útibúum hefði verið fækkað. moody´s hækkaði lánshæfismat íslands. Töldu þeir horfurnar vera orðnar stöðugar í stað neikvæðar eins og þeir töldu í fyrra lánshæfismatinu. Í greinargerðinni kom fram að meginástæða hækkunarinnar væri niðurstaða Icesave-málsins. Moody´s spáði 2,5% hagvexti á árinu. ástandið virtist vErsna til muna á landspítalanum þEgar almEnnir læknar bættust í hóp hjúkrunarfræðinga, gEisla- og lífEindafræðinga sEm vildu bætt kjÖr og bEtri vinnuaðstæður. Á þessum tímapunkti virtist ástandið á Landspítalanum vera að nálgast suðupunkt. Kjaraviðræður hjúkrunarfræðinga höfðu siglt í strand eftir að félagsmenn í félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga höfnuðu nýjum stofnanasamningi sem og geisla- og hjúkrunarfræðingar. sigurður ingi jóhannsson, núvErandi sjávarútvEgs- og landbúnaðarráðhErra, var kosinn varaformaður framsóknarflokksins á flokksþingi flokksins. Hann var einn í framboði og hlaut 94,7% prósent atkvæða. Sigurður tók við varaformennsku af Birki Jóni Jónssyni sem hafði tekið ákvörðun að gefa ekki kost á sér í þingkosningunum sem voru á þessum tímapunkti óðum að nálgast. Á þinginu var Eygló Harðardóttir endurkjörin sem ritari. umræður um sparisjóði á íslandi fór fram á alþingi. Mikil og þverpólitísk samstaða virtist vera á þinginu um mikilvægi þess að verja sparisjóðina. Tilefni umræðnana virtist vera það að koma í veg fyrir að Arion banki tæki yfir Afl sparisjóð á Sigufirði. así kynnti skýrslu sEm hagdEild sambandsins vann um lífskjÖr á norðurlÖndunum. Í skýrslunni kemur fram að lífskjör á Íslandi hafi versnað í samanburði við Danmörku, Noreg og Svíþjóð frá árinu 2006. Að mati skýrsluhöfunda vinna Íslendingar „að jafnaði lengri vinnuviku til að halda uppi lífskjörum sambærilegum við það sem gerist annars staðar á Norðurlöndum og munurinn því meiri ef tekið er tillit til vinnutíma. stEinunn guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar glitnis, grEindi frá því í fréttum rúv að rætt hafi vErið við hóp fjárfEsta sEm framtakssjóður íslands fEr fyrir, um sÖlu á íslandsbanka. Í fjárfestahópnum voru hluthafar í MP banka og hefur MP banki haft milligöngu í málinu samkvæmt frétt RÚV. vindmyllur voru gangsEttar við búrfEllsstÖð á vEgum landsvirkjunar. Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, gangsetti vindmyllurnar sem eru tilraunaverkefni Landsvirkjunar í nýtingu vindorku. Hvor myllan er 900 kW og þær geta framleitt allt að 5,4 GWst á ári. stEingrímur j. sigfússon tilkynnti á blaðamannafundi að hann hyggðist láta af Embætti formanns vinstri grænna á næsta landsfundi flokksins sEm haldinn var viku síðar. Hann hafði gegnt formennsku frá stofnun flokksins árið 1999. Össur skarphéðinsson, utanríkisráðhErra, fundaði mEð utanríkisráðhErrum tólf ríkja Evrópu í gdansk í póllandi. Þar mótmælti hann hugmyndum Noregs og ríkja innan Evrópusambandsins um refsiaðgerðir gagnvart Íslendingum vegna makríldeilunnar. Lengi leit út fyrir að deilan færi í hart á árinu en miðað við stöðu mála í dag er enn von á að sameiginleg lausn finnist á deilunni. moody´s sEtti lánshæfismat íbúðalánasjóðs í ruslflokk. Meginástæða var veikt eignasafn sjóðsins og veikar rekstrarlegar horfur. þór saari, þávErandi þingmaður hrEyfingarinnar, dró til baka vantrauststillÖgu sEm hann hafði lagt fram dEginum áður gEgn sitjandi ríkisstjórn samfylkingar og vinstri grænna. Vantrauststillöguna sagðist hann hafa lagt fram vegna seinagangs í Stjórnarskrármálinu en dró tillöguna til baka vegna þess að hann vildi ekki una því að hún fengi flýtimeðferð í þinginu. arion banki hélt ErlEnt skuldabréfaútboð og sEldi skuldabréf til um 60 ErlEndra fjárfEsta fyrir um 11,2 milljarða króna. Þetta var fyrsta erlenda skuldabréfaútboð íslensks fjármálafyrirtækis frá 2007. katrín jakobsdóttir var kjÖrin formaður vinstri grænna á landsfundi flokksins og tók við því Embætti af stEingrími j. sigfússyni. Hún hafði áður gegnt varaformennsku flokksins. Björn Valur Gíslason var kjörinn varaformaður.

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.