SSFblaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 11

SSFblaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 11
11 lífEyrissjóðir landsins opnuðu nývErið aðgang að lífEyrisgáttinni, nýrri lEið sjóðfélaga til að fá á Einum stað upplýsingar um áunnin lífEyrisréttindi sín í samtryggingarsjóðum. Í fréttatilkynningu frá Landssamtökum lífeyrissjóða segir að sjóðfélagar fái aðgang að Lífeyrisgáttinni á heimasíðum lífeyrissjóðanna og nota þar sama aðgangsorð og gildir fyrir sjóðfélagavefi. „Algengt er að fólk eigi réttindi í mörgum lífeyrissjóðum, til dæmis frá þeim tíma þegar það vann með námi hér og þar. Aðrir hafa skipt oft um starf á ferlinum og skipt þá gjarnan um lífeyrissjóð í leiðinni. Hingað til hafa sjóðfélagar fengið send yfirlit um hvar þeir eiga lífeyrisréttindi en orðið að sækja sjálfir upplýsingar um hver þau réttindi nákvæmlega eru frá fyrri tíð. Nú opnast þeim greið leið með Lífeyrisgáttinni að þessum upplýsingum“ segir í tilkynningu landssamtakanna. ALLAR UPPLÝSINGAR UM ÖLL LÍFEYRISRÉTTINDI Á EINUM STAÐ til hvErs þarf trúnaðarmann? • Hann gætir þess að kjarasamningar séu haldnir og réttur starfsmanna sé virtur. • Hann hefur þekkingu á túlkun kjarasamninga, og veit hvert þarf að snúa sér til þess að fá úrlausn. • Hann er kjörinn til þess að aðstoða þegar ágreiningur rís um samningsbundin kjör starfsmanna, hvort sem óskað er af starfsmanni eða yfirmanni. • Eins og kunnugt er getur verið erfitt að biðja um leiðréttingu á eigin málum. Látið trúnaðarmanninn vita af vandamálum ykkar og hann hjálpar ykkur að fá úrlausn. • Ef starfsmaður er kallaður til fundar við yfirmann og starfsmaðurinn má ætla að fundarefnið snerti störf eða kjör hans með einhverjum hætti, hvort sem um er að ræða ráðningar- eða kjarasamningsbundin kjör eða réttindi skv. lögum og reglugerðum, þá er honum heimilt að hafa trúnaðarmann með sér á þann fund. • Mikilvægt er að gagnkvæmt traust og trúnaður ríki. SSF minnir á að kosningar trúnaðarmanna fara fram dagana 12.-13. febrúar 2014. Nánar verður hægt að fylgjast með framboðsreglum, kjöri og atkvæðagreiðslu á vef samtakanna, www.ssf.is Skrifstofa SSF

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.