SSFblaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 34

SSFblaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 34
34 b a n k a m á l b a n k a m á l a n n a ð v i ð s k i p t i o g E f n a h a g s m á l v i ð s k i p t i o g E f n a h a g s m á l s t j ó r n m á l s t j ó r n m á l s t j ó r n m á l nýtt tÖlublað frjálsrar vErslunar kom út, að þEssu sinni tilEinkað konum á vinnumarkaði. Í blaðinu var birt úttekt VR á launamuni kynjanna og kom þar fram að konur verði af fimm milljörðum króna á ári vegna launamunar kynjanna. opinbEr hEimsókn forsEta íslands og Eiginkonu hans til þýskalands hófst í bErlín mEð móttÖkuathÖfn í bEllEvuE hÖllinni. Í heimsókn sinni til Þýskalands hitti forsetinn m.a. forseta Þýskalands, forseta sambandsþingsins og Angelu Merkel kanslara. brEska tímaritið thE lawyEr valdi tim ward, sEm var aðalmálflutningsmaður íslands í icEsavE-málinu fyrir Efta- dómstólnum, málflutningsmann ársins. skýrsla samstarfsnEfndar um aðgErðaáætlun í loftslagsmálum birti niðurstÖður um losun gróðurhúsalofttEgunda frá árinu 2008 til 2010. Samkvæmt skýrslunni dróst losun gróðurhúsalofttegunda saman um 9% frá 2008 til 2010 á Íslandi. Losun á árinu 2010 var 5% lægri en áætlun hafði gert ráð fyrir. þjóðhagsspá hagstofu íslands kom út. Í spánni var gert ráð fyrir minnkandi hagvexti og minni einkaneyslu. Gert var ráð fyrir að hagvöxtur á árinu yrði 1,7 % sem er litlu meiri hagvöxtur en árið 2012. sEðlabankinn tilkynnti að bankinn hEfði lokað síðustu sEðlagEymslu sEðlabanka íslands utan rEykjavíkur. „Flestar urðu þær 24 talsins árið 1980 en síðasta áratuginn hefur þeim farið fækkandi jafnt og þétt, þar til þeirri síðustu var lokað“ segir í tilkynningu bankans. þing Evrópuráðsins samþykkti ályktun laga- og mannréttindanEfndar þEss um vErnd stjórnmálamanna í Embætti fyrir ákærum vEgna pólítískra ákvarðanna. Í skýrslunni voru réttarhöldin yfir Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og Júliu Tymoshenko, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu gagnrýnd harkalega. Geir H. Haarde sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfarið þar sem hann sagði ályktunina sigur fyrir sig í málinu. „Niðurstaðan lýsir fordæmingu á pólitískum sakamálaréttarhöldum þar sem fólk er ákært fyrir pólitískar ákvarðanir eða skoðanir. Það er sannarlega dapurlegt að Ísland skuli með landsdómsmálinu hafa verið komið í slíkan félagsskap af þáverandi ráðamönnum þjóðarinnar“ segir í yfirlýsingu Geirs. ban ki-moon, aðalframkvæmdastjóri samEinuðu þjóðanna, kom í opinbEra hEimsókn til íslands. Í heimsókninni átti Ban Ki-moon m.a. fund með forsætisráðherra, utanríkisráðherra og forseta Íslands, en einnig var farið í skoðunarferð um landið. júlí róbErt arnfinnsson lEikari lést á nítugasta aldursári. Róbert fæddist í Leipzig í Þýskalandi 16. ágúst árið 1923. Hann var landsþekktur leikari og lék í fjölda leikrita, sjónvarpsþátta og kvikmynda á yfir sextíu ára leikferli. Róbert lætur eftir sig eiginkonu, þrjár dætur, barnabörn og barnabarnabörn. samgÖngustofa tók til starfa. stofnunin Er ný og tEkur við hlutvErki umfErðarstofu, flugmálastjórnar og því hlutvErki siglingastofnunar sEm snýr að skipum og áhÖfnum. rannsóknarnEfnd alþingis um íbúðalánasjóð gaf út skýrslu sína um stÖrf íbúðalánasjóðs á undanfÖrnum árum. Í skýrslunni eru ákvarðanir stjórnvalda og stjórnenda gagnrýndar og gert grein fyrir öðrum ástæðum sem höfðu slæm áhrif á stöðu sjóðsins. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans og þáverandi forstöðumaður rannsóknar- og spádeildar hagfræðisviðs bankans, sagði í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um efnahagshrunið að ein alvarlegustu mistök í hagstjórn á Íslandi síðustu árin hafi verið breytingin á íbúðalánakerfinu 2004. skuldabréf arion banka hf. í norskum krónum voru tEkin til viðskipta í kauphÖllinni í osló. Heildarútgáfa skuldabréfaflokksins voru 500 milljónir norskra króna að nafnvirði, eða um 11,2 milljarðar íslenskra króna. Útgáfan var sú fyrsta sinnar tegundar hjá íslensku fjármálafyrirtæki frá árinu 2007. stjórnir sparisjóðs svarfdæla og sparisjóðs þórshafnar og nágrEnnis komu saman á hluthafafundi og samþykktu Einróma að samEinast í sparisjóð norðurlands, mEð hÖfuðstÖðvar á dalvík.

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.