SSFblaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 40

SSFblaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 40
40 b a n k a m á l a n n a ð m E n n i n g m E n n i n g v i ð s k i p t i o g E f n a h a g s m á l s t j ó r n m á l s t j ó r n m á l v i ð s k i p t i o g E f n a h a g s m á l b a n k a m á l tónlistarhátíðin icEland airwavEs var sEtt í fimmtánda sinn. sjÖ þúsund manns alls staðar að úr hEiminum hÖfðu tryggt sér miða En uppsElt var á hátíðina mÖrgum mánuðum fyrir tónlEikahald. sigmundur davíð sagði aðfErðir bandaríkjamanna við njósnir á bandamÖnnum „algjÖrlEga óásættanlEgar“. Formlegu erindi var komið á framfæri við Bandaríkjastjórn í vikunni vegna hlerana Bandaríkjamanna á símum ráðamanna Evrópuríkja. ný lÖg um nEytEndalán tóku gildi. Í lögunum eru gerðar ríkari kröfur til neytenda og fjármálastofnana. nóvEmbEr ssf og landsbókasafn íslands hófu samstarf sEm snýr að skÖnnun og birtingu bankablaðsins sEm gEfið var út á árunum 1935-1995, síb blaðinu frá 1996-2007 og ssf blaðinu frá 2008, alls 160 tÖlublÖðum. Einnig Sambandstíðindum sem gefin voru út á árunum 1970-1997. Að skönnun lokinni verða blöðin aðgengileg á vefnum timarit.is sem er samstarfsverkefni Landsbókasafns Íslands og landsbókasöfnum Færeyja og Grænlands halli á rEkstri ríkissjóðs nam 16,7 milljÖrðum króna á fyrri hElmingi þEssa árs og Er nokkru minni En búist var við samkvæmt tilkynningu ríkisEndurskoðunar. Áætlað var að hallinn yrði 21 milljarður á árinu. arionbanki hEfur innlEitt kaupaukakErfi sEm nær til um hundrað starfsmanna. „Kaupaukarnir geta numið 25 prósentum af árslaunum en ná ekki til starfsfólks áhættustýringar, greiningadeildar, regluvörslu og innri endurskoðunar bankans“ samkvæmt frétt Morgunblaðsins. morgunblaðið fagnaði hundrað ára afmæli sínu. Blaðið kom fyrst út 2.nóvember 1913. pEningastEfnunEfnd sEðlabankans ákvað að halda stýrivÖxtum óbrEyttum Eða 6 %. Í yfirlýsingu Peningastefnunefndar kom m.a. fram að viðskiptakjör Íslands hafi versnað, það hafi rýrt viðskiptaafgang og sett þrýsting á gengi krónunnar. Afgangurinn af fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sé minni en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Afgangur af ríkisrekstri byggist að hluta á brothættum og óljósum forsendum að mati Peningastefnunefndar. Þá liggur ekki fyrir hvernig fyrirætlanir stjórnvalda um almenna niðurfærslu skulda verði framkvæmdar segir í umsögn nefndarinnar og því ákvað nefndin að halda stýrivöxtum óbreyttum. kjaraviðræður þokuðust áfram, þEgar samninganEfnd alþýðusambandsins hitti þrjá ráðhErra ríkisstjórnarinnar. Yfirvöld höfðu hlotið gagnrýni fyrir að leggja ekki sitt af mörkum í aðdraganda samninga. „Mér fannst við fá alveg skýr svör með það að það sé mikill áhugi innan ríkisstjórnarinnar að leggja sitt af mörkum að svo megi verða. Okkur hefur fundist skorta slík svör, við höfum sagt það áður í fjölmiðlum. Mér fannst þetta jákvætt að því leyti þó það hafi ekki verið svör hér beint við hvaða atriði það eru; það mun ríkisstjórnin ræða í framhaldinu,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðasambandsins í fréttum RÚV. formannafundur ssf var haldinn dagana 7. og 8. nóvEmbEr á hótEl Örk í hvEragErði. þorstEinn EggErtsson tExtaskáld var hEiðraður fyrir framlag sitt til tónlistar. Hann hefur samið á sjötta hundrað texta um ævina.

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.