SSFblaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 23

SSFblaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 23
23 v i ð s k i p t i o g E f n a h a g s m á l v i ð s k i p t i o g E f n a h a g s m á l v i ð s k i p t i o g E f n a h a g s m á l b a n k a m á l b a n k a m á l b a n k a m á l m E n n i n g a n n a ð a n n a ð s t j ó r n m á l a n n a ð s t j ó r n m á l hljómsvEitin of monstErs and mEn tók við Ebba-vErðlaunum á tónlistarhátíðinni Eurosonic noordErslag sEm haldin var í hollandi. gylfi arnbjÖrnsson, forsEti así, stEig fram og sagði sEðlabanka íslands Ekki ráða við að viðhalda stÖðugu gEngi krónunnar. Tilefnið voru skrif aðalhagfræðings Seðlabankans um að óráðlegt væri að hækka laun of mikið á of skömmum tíma þar sem það myndi leiða til verðbólgu. Gylfi undraðist skrifin og sagði undanfarna verðbólgu skýrast af efnahagsaðgerðum sem verkalýðshreyfingin hefði ekki haft nein áhrif á. frumvarp umhvErfisráðhErra til laga um vErnd og orkunýtingu landsvæða, rammaáætlun, var samþykkt á alþingi mEð 36 atkvæðum gEgn 21. vilborg arna gissurardóttir komst á suðurpólinn Eftir að hafa gEngið 1140 kílómEtra á 60 dÖgum. Hún er fyrsti Íslendingurinn sem hefur gengið einn síns liðs á Suðurpólinn. landsbanki íslands, gamli landsbankinn, fékk nýtt nafn og hEitir nú lbi hf. Ástæða nafnabreytingarinnar var vegna tilmæla frá Fjármálaeftirlitinu sem taldi að óheimilt væri að hafa orðið „banki” í heiti fjármálafyrirtækis í slitameðferð með takmarkað starfsleyfi. rotnandi síld varð að vaxandi vandamáli í kolgrafafirði í janúar En mikill óþEfur var í firðinum. Gríðarlegt magn af síld drapst í firðinum skömmu fyrir jólin 2012 og hóf síðan að rotna þegar leið á vikurnar. Hafrannsóknastofnun komst að þeirri niðurstöðu að umræddur síldardauði hefði að líkindum verið stakt tilfelli. dómur féll í icEsavE málinu þEnnan dag og vakti athygli víða um hEim. Niðurstaða málsins var sú að EFTA dómstóllinn hafnaði öllum kröfum ESA í Icesave málinu og Ísland fagnaði langþráðum og afgerandi sigri í málinu. Margir hrósuðu Tim Ward, aðalverjanda Íslands í málinu, og á sameiginlegum blaðamannafundi hans og Össurar Skarphéðinssonar, þáverandi utanríkisráðherra, sagði Össur að sigurinn í máinu væri sigur lýðræðisins og að nú yrði haldin veisla á Íslandi. Dómurinn hafði í kjölfarið jákvæð áhrif á lánshæfismat íslenska ríkisins. fEbrúar samkvæmt kjarasamningi ssf hækkuðu laun um 3,25% þann 1. fEbrúar 2013. niðurstÖður kÖnnunar mmr um Einkavæðingu landsbankans var birt. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar var meirihluti landsmanna andvígur því að einkavæða Landsbankann sem og Ríkisútvarpið og Landsvirkjun. 827 svöruðu könnuninni og sögðust um 41% vera fylgjandi því að einkavæða Landsbankann en rúm 59% andvíg. Mun færri vildu einkavæða RÚV. síld hóf að drEpast í kolgrafarfirðinum að nýju. Þegar upp var staðið var um álíka mikið magn og í desember 2012. Samtals er talið að um 50.000 tonn af síld hafi drepist í þessum tveimur tilvikum. árni páll árnason var kosinn formaður samfylkingarinnar á landsfundi flokksins þEnnan dag og tók við formEnnsku af jóhÖnnu sigurðardóttur. Guðbjartur Hannesson, þáverandi heilbrigðisráðherra, var einnig í kjöri en þurfti að sætta sig við sigur Árna Páls. Katrín Júlíusdóttir var kosin varaformaður flokksins. stjórn ssf ákvað að láta gEra launakÖnnun á mEðal félagsmanna. Könnunin var liður í undirbúningi kjarasamningsviðræðna. sjávarútvEgsráðhErra gaf út vErulEga aukningu á loðnukvóta. Alls 150 þúsund tonna loðnakvótaaukning ofan á þau 300 þúsund tonn sem höfðu verið gefin út sem upphafskvóti. Þessi ákvörðun var í samræmi við tilmæli Hafrannsóknarstofnunar og áætlað verðmæti viðbótaraflans um 10 milljarðar króna. samkEppnisEftirlitið gaf út skýrslu um rEkstrarkostnað stóru viðskiptabankanna. Skýrslan ber heitið Fjármálaþjónusta á krossgötum og lýsti Samkeppniseftirlitið þar yfir áhyggjum af auknum og miklum rekstarkostnaði stóru viðskiptabankanna og sögðu þann kostnað að mestu greiddan með óhagstæðum viðskiptakjörum. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, sagði í umræðum um skýrsluna að ástæður mikils rekstrarkostnaðar viðskiptabankanna

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.