SSFblaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 32

SSFblaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 32
32 b a n k a m á l m E n n i n g v i ð s k i p t i o g E f n a h a g s m á l v i ð s k i p t i o g E f n a h a g s m á l s t j ó r n m á l s t j ó r n m á l hagstofan birti tÖlur um vÖruskiptajÖfnuð fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins. Fluttar voru út á fyrstu fjóru mánuðum ársins vörur fyrir 207,8 milljarða króna en inn fyrir 177,3 milljarða króna. 30,5 milljarða króna afgangur var því á vöruskiptum við útlönd skv. tilkynningu Hagstofunnar. Á sama tíma árs 2012 voru þau hagstæð um 27,7 milljarða á gengi hvors árs. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 2,8 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður. júní orlofsuppbót til félagsmanna ssf var grEidd út að upphæð 21.000 kr. fyrir fullt starf á liðnu orlofsári. guðbErgur bErgsson, rithÖfundur, hl aut hEiðursdoktorsnafnbót frá háskóla íslands. Vigdís Finnbogadóttir opnaði málþing til heiðurs Guðbergi og sagði hann hafa brotið blað í íslenskri bókmenntasögu. guðmundur stEingrímsson, formaður bjartrar framtíðar, og árni páll árnason, formaður samfylkingarinnar, gagnrýndu í fréttum rúv boðun þingsEtningar Eftir að hafi fEngið staðfEstingu á dagsEtningu þEgar mÖtunEyti þingsins sEndi út matsEðil. Þeir gagnrýndu samráðsleysi í tengslum við fyrirhugað sumarþing. Þeir gagnrýndu það að engin formleg tilkynning hefði verið send út til þingmanna um þingsetningu eða boðað formlega til þings. sigmundur davíð gunnlaugsson fundaði mEð dmitry mEdvEdEv, forsætisráðhErra rússlands, í tEngslum við lEiðtogafundi aðildarríkja barEntsráðsins sEm þEir sóttu í kirkEnEs í norEgi. hinn sívinsæli og ástsæli fjÖlmiðlamaður hErmann gunnarsson, hEmmi gunn, lést þEnnan dag. Hermann lést úr hjartaáfalli er hann var staddur í fríi í Tælandi. Hann var 66 ára gamall. Hermann var fæddur 9. desember 1946 og var sonur hjónanna Bjargar Sigríðar Hermannsdóttur og Gunnars Gíslasonar. Hermann var á meðal fremstu íþróttamanna þjóðarinnar á sínum tíma og var landsliðsmaður bæði í knattspyrnu og handknattleik. Hann starfaði í áratugi við fjölmiðla og var einn ástsælasti útvarps- og sjónvarpsmaður þjóðarinnar. hErmanns var víða minnst og var m.a. haldin minningarstund í hátíðarsal vals. Á heimasíðu félagsins kom fram að félagið kæmi saman til að minnast „eins af þekktustu og bestu sonum knattspyrnufélags Vals með þakklæti og virðingu.“ Hans var víða minnst á þessum degi t.a.m. í útvarpi og sjónvarpi og þá var klappað í heila mínútu áður en landsleikur Íslands og Slóveníu hófst á Laugardalsvelli í undankeppni HM en sá leikur fór fram nokkrum dögum eftir andlát Hermanns. sEðlabankinn gaf út samantEkt varðandi hrEinar Eignir lífEyrissjóðanna. Samkvæmt tölum Seðlabankans jukust eignir lífeyrissjóðanna um 11 milljarða króna í apríl 2013. Hrein eign sjóðanna nam 2.463 milljörðum króna á þessum tímapunkti. rúv grEindi frá því að um 54 þúsund ErlEndir fErðamEnn hafi farið frá landinu um flugstÖð lEifs Eiríkssonar í maí 2013. Það er um 8 þúsund fleiri ferðamenn en í sama mánuði árið 2012. 18,6 % fjölgun ferðamanna var því milli ára í maí. „Fjöldinn hefur nærri þrefaldast síðustu tólf árin en í maí 2002 voru nítján þúsund erlendir ferðamenn hér“ sagði í fréttum RÚV. sigmundur davíð gunnlaugsson, forsætisráðhErra, flutti sína fyrstu stEfnuræðu sEm forstætisráðhErra. bjarni bEnEdiktsson, Efnahags- og fjármálaráðhErra, sagði ríkisstjórnina stEfna að hallalausum fjárlÖgum árið 2015. fyrsta tÖlublað ssf-blaðsins árið 2013 kom út. rúv tók saman og fjallaði um þann kostnað sEm íslEndingar borga fyrir dEbEtkortafærslur. Fram kom að kostnaðurinn fyrir þær næstum 65 milljón debetkortafærslur Íslendinga á ári næmi um einum milljarði króna á ári. Gjald er tekið fyrir debetkortafærslur en verðlagningin er misjöfn milli banka. már guðmundsson, sEðlabankastjóri, gErði grEin fyrir ákvÖrðun pEningastEfnunEfndar um að halda stýrivÖxtum óbrEyttum. Sagði hann helstu skýringu fyrir óbreyttum vöxtum vera minni hagvöxt á fyrsta ársfjórðungi en gert hafi verið ráð fyrir, það þýddi þó ekki minni hagvöxt fyrir allt árið. Hann sagði að gengi krónunnar hefði verið stöðugt að undanförnu, verðbólga hafi minnkað og að efnahagsbatinn væri í aðalatriðum í samræmi við spár.

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.