SSFblaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 35

SSFblaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 35
35 v i ð s k i p t i o g E f n a h a g s m á l s t j ó r n m á l s t j ó r n m á l s t j ó r n m á l m E n n i n g v i ð s k i p t i o g E f n a h a g s m á l v i ð s k i p t i o g E f n a h a g s m á l a n n a ð b a n k a m á l frumvarp til laga um vEiðigjald var samþykkt á alþingi Eftir langar og harðar dEilur á sumarþingi. Frumvarpið fól í meginatriðum í sér að veiðigjald lækkaði á botnfisksafla en hækkaði á veiðar uppsjávarafla. ólafur darri ólafsson, lEikari, var valinn bEsti lEikari í aðalhlutvErki á karlovy vary-kvikmyndahátíðinni í tékklandi fyrir lEik sinn í kvikmyndinni xl. ólafur ragnar grímsson forsEti staðfEsti lÖg um vEiðigjald þrátt fyrir mótmæli. Hann sagði lögin ekki innihalda breytingar á stjórn fiskveiða og væri ekki það veigamikil breyting á lögum að það réttlætti það að hann synjaði staðfestingu á lögunum. Embætti umboðsmanns alþingis varð 25 ára og af því tilEfni afhEnti alþingi Embættinu húsið þórshamar En áður hafði húsið hýst skrifstofur alþingismanna. sigmundur davíð gunnlaugsson, forsætisráðhErra og fyrsti þingmaður norðausturkjÖrdæmis, þrýsti á sprEngihnappinn við fyrstu sprEngingu við gErð vaðlahEiðarganga. Byrjað var að sprengja fyrir göngum undir Vaðlaheiði í Eyjafirði. Áætlað er að  göngin verði tilbúin árið 2016. skráð atvinnulEysi í júní var 3,9% samkvæmt tÖlum vinnumálastofnunar. Atvinnuleysið minnkaði um 0,4% milli mánaða og um 0,9% frá því í júní 2012 og hafði atvinnuleysi ekki mælst minna frá því í nóvember 2008. sigmundur davíð gunnlaugsson, forsætisráðhErra, hélt til brussEl til fundar mEð hErman van rompuy, forsEta lEiðtogaráðs Evrópusambandsins, og josE manuEl barroso, forsEta framkvæmdastjórnar sambandsins. bankasýsla ríkisins gaf út skýrslu um starfsEmi stofnunarinnar. Í skýrslunni kom fram að stofnunin teldi mikilvægt að kanna skráningu á hlutabréfum Landsbankans á innlenda og erlenda hlutabréfamarkaði. niðurstaða ríkisrEiknings fyrir árið 2012 sýndi að afkoma ríkissjóðs árið 2012 varð tíu milljÖrðum króna lakari En gErt var ráð fyrir þEgar fjárlÖg og fjáraukalÖg voru samþykkt í dEsEmbEr 2012. „36 milljarða króna halli var á rekstri ríkissjóðs í fyrra þegar litið er til allra útgjalda og tekna“ sagði í tilkynningu fjármálaráðuneytisins. páll harðarson, forstjóri kauphallarinnar, sagði í fréttum rúv líf vEra að færast í hlutabréfamarkaðinn. „Við höfum séð sex nýskráningar á um einu og hálfu ári. Það hefur færst aukið líf í markaðinn og við höfum séð að segja má stakkaskipti á honum frá í desember 2011“ sagði Páll. vaxandi óánægja mEð álag og niðurskurð á landspítalanum varð ábErandi í umræðunni. Niðurstaða starfsumhverfiskönnunar sem gerð var meðal starfsmanna spítalans sl. vor sýndi að um 60% starfsmanna Landspítalans töldu vinnuálag of mikið eða allt of mikið. álagningarsEðlar Einstaklinga urðu aðgEngilEgir á þjónustuvEf ríkisskattstjóra. fjármálaráðunEytið birti niðurstÖðu á álagningu opinbErra gjalda vEgna ársins 2012. Í niðurstöðunum sem byggðar eru á álagningu opinberra gjalda á einstaklinga kemur fram að tekjuskatts- og útsvarsstofn landsmanna árið 2013 vegna tekna árið 2012 hafði aukist um 6,4% frá því sem það var árið 2011. Á vef fjármálaráðuneytisins kemur fram að útsvarstekjur sveitarfélaga voru 139,2 milljarðar árið 2012 sem var 6,7% aukning frá 2011. grEint var frá því í morgunblaðinu að landspítalinn hEfði hafið að vinna að undirbúningi nEyðaráætlunar Ef til uppsagna gEislafræðinga tækju gildi við upphaf ágústmánaðar. jóhannEs jónsson, kaupmaður og stofnandi bónus, lést 72 ára að aldri. Jóhannes fæddist í Reykjavík 31. ágúst 1940. Hann lést eftir nokkurra ára baráttu við krabbamein. Jóhannes lætur eftir  sig eiginkonu, tvö börn, tvö stjúpbörn og fimm barnabörn. skrifstofu alþjóðagjaldEyrissjóðsins á íslandi var lokað. Fráfarandi sendifulltrúi sjóðsins segir að endurreisnaráætlun Íslands hafi skilað gífurlegum árangri.

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.