SSFblaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 14

SSFblaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 14
14 starfsmannafélag íslandsbanka, sí, Er hagsmuna- og kjarafélag starfsmanna sEm stuðlar að góðu vinnuumhvErfi og jafnræði. Í samstarfi við SSF vinnur félagið að kjaramálum og réttindum starfsmanna. Formaður félagsins kemur að viðameiri skipulagsbreytingum sem varða starfsmenn svo sem uppsögnum og aðstoðar við úrlausn erfiðra mála er varða samskipti, veikindi og starfslok. SÍ á einnig tvo kjörna fulltrúa í stjórn SSF, formaður SÍ, Anna Karen Hauksdóttir gegnir starfi varaformanns SSF og gjaldkeri SÍ, Oddur Sigurðsson er meðstjórnandi í SSF. Starfandi innan SÍ eru áhugamannaklúbbar og er starfsemi klúbba niðurgreidd að hluta af SÍ en ýmist er innheimt félagsgjald eða þátttökugjald. Opið er fyrir alla félagsmenn og í sumum tilvikum fjölskyldur þeirra. Dæmi um klúbbastarf: Golfklúbbur Starfsmannafélags Íslandsbanka, GOSÍGOSÍ, hefur verið starfandi í fjögur ár. Starfsemi Golfklúbbsins hefur fest sig í sessi í félagslífi bankans með reglulegum golfmótum og öðrum uppákomum. Allir starfsmenn Íslandsbanka sem greiða félagsgjöld í SÍ eru velkomnir í klúbbinn og geta þeir boðið mökum sínum og börnum undir 20 ára aldri aðild með sér. Félagsaðild er tvennskonar, annarsvegar er það GSÍ aðild í gegn um Golfklúbb Selfoss og hinsvegar aðild fyrir þá sem eru þegar í GSÍ í gegnum sína heimaklúbba. Með því að bjóða GSÍ aðild hefur golfstarfið eflst mikið og klúbbfélagar taka virkan þátt í félagsstarfi og fylgjast spenntir með sinni forgjöf á www.golf.is Mikill golfáhugi er innan bankans og er GOSÍ klúbburinn með samninga við fjölda golfvalla sem félagsmenn geta spilað á gegn vægu gjaldi. Þá hefur klúbburinn milligöngu  um golfnámskeið að vetri. golfmót gosí GOSÍ stendur fyrir 3 – 4 golfmótum yfir sumartímann og einnig bikarkeppni GOSÍ sem er mótaröð. Bikarkeppnin stendur allt sumarið og er keppt í nokkrum riðlum. Liðin samanstanda að af minnsta kosti tveimur og hámark fjórum klúbbfélögum og þurfa þeir að vera meðlimir i GOSÍ. Það lið sem stendur uppi sem sigurvegari fær nafnbótina Bikarmeistari GOSÍ. Sumarmótin eru fjölbreytt og skemmtileg. Við byrjum árið jafnan á Texas Scramble móti þar sem óvanir sem vanir eru hvattir til að taka þátt. Svo koma tvö 18 holu mót þar sem keppt er í punktakeppni og fæstum höggum án forgjafar. Þessi mót eru opin öllum starfsmönnum Íslandsbanka ásamt mökum. gÖnguklúbbur sí Síðastliðið ár var mjög fjölbreytt hjá Gönguklúbbi SÍ og mikið lagt uppúr því að höfða til sem flestra. Gengið var bæði á fjöll og um láglendi. Einnig var komið á fót útibúaáskorun síðastliðið haust hjá Hildi Gunnarsdóttur útibússtjóra á Seltjarnarnesi, gengið var um Vesturbæ og Seltjarnarnes með leiðsögumanni. Seltjarnarnesið skoraði í framhaldinu á Selfoss sem bauð í vorgöngu frá Stokkseyri að Eyrarbakka þar sem hópurinn endaði í Humarsúpu á Rauða húsinu. Mætingin var mjög góð en rúmlega hundrað manns tóku þátt. Reykjanesbær tók svo áskorun frá Selfossi  og bauð upp á fallega haustgöngu um Stapagötu, gamla þjóðleið frá Vogum að Njarðvík og að sjálfsögðu var endað í heitri kjötsúpu í Stapanum. Nú liggur boltinn hjá útibúinu á Akranesi sem mun skipuleggja næstu göngu. Síðastliðinn vetur var boðið uppá sérkjör fyrir starfsmenn í 10.000 metra áskorun Fjallafélagsins sem endaði með göngum á Hvannadalshnúk og Hrútsfjallstinda undir styrkri forystu Haraldar Arnar Haraldssonar. Við eigum von á að endurtaka þann leik aftur í vetur. FJÖLBREYTT STARF STARFSMANNA- FÉLAGS ÍSLANDSBANKA Golfmót Íslandsbanka Leirunni Gönguklúbbur í Laugavegsgöngu á leiðinni frá Emstrum

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.