SSFblaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 30

SSFblaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 30
30 b a n k a m á l m E n n i n g m E n n i n g v i ð s k i p t i o g E f n a h a g s m á l v i ð s k i p t i o g E f n a h a g s m á l v i ð s k i p t i o g E f n a h a g s m á l v i ð s k i p t i o g E f n a h a g s m á l s t j ó r n m á l s t j ó r n m á l s t j ó r n m á l 5,8 % atvinnulEysi mældist að mEðaltali á fyrsta ársfjórðungi 2013 samkvæmt tÖlum hagstofunnar. 10.400 manns voru á atvinnuleysisskrá en á sama tíma árið 2012 voru 12.700 manns atvinnulausir. Eftir hálftíma fund á bEssastÖðum tilkynnti ólafur ragnar grímsson, forsEti íslands, að hann vEitti sigmundi davíð gunnlaugssyni, formanni framsóknarflokksins, umboð til stjórnarmyndunar. Sigmundur hóf í kjölfarið að hitta alla formenn stjórnmálaflokka sem náðu manni á þing. maí samkomur voru boðaðar á 40 stÖðum um land allt í tilEfni af baráttudEgi vErkalýðsins. Mjög fjölmennt var í miðbæ Reykjavíkur á kröfugöngu verkalýðsfélaga og á útifundi á Ingólfstorgi. Hjá talsmönnum verkalýðsfélaga var mikið rætt um stefnumál flokkanna og þau hvött til að efna kosningaloforðin. StrandvEiðitímabilið hófst og mátti vEiða til loka ágústmánaðar. Heildarafli strandveiða var 8.600 tonn af botnfiski. fjarðabyggð sigraði í útsvari, spurningakEppni svEitarfélaganna á vEgum ríkisútvarpsins. Lið Fjarðabyggðar hlaut 98 stig á móti 56 stigum liðs Reykjavíkur. formlEgar stjórnarmyndunarviðræður hófust þEgar framsóknarflokkurinn hóf að ræða við sjálfstæðisflokkinn um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Ein af vinsælustu fréttum ársins lEit dagsins ljós þEgar grEint var frá því að formEnn framsóknarflokks og sjálfstæðisflokks hEfðu sEtið á fundi og rætt mÖgulEika á myndun ríkisstjórnar. Við lok dags hefðu þeir gætt sér á vöfflum sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður hans, bökuðu. Vöfflubaksturinn og átið átti eftir að verða tíðrætt gamanmál næstu daga og vikur. fyrsta hrEfna vErtíðarinnar var skotin En hún vó um 7 tonn. Ákvörðun Hvals hf. um að hefja veiðar að nýju sóttu mikillar gagnrýni og var Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, m.a. hvattur til að beita Íslendinga viðskiptaþvingunum. Ákveðið var að heimila veiðar á 216 dýrum. ólafur ragnar grímsson, forsEti íslands, varð sjÖtugur. Ólafur er fæddur á Ísafirði þann 14. maí 1943. pEningastEfnunEfnd sEðlabanka íslands tilkynnti um óbrEytta stýrivExti. Á þessum tímapunkti höfðu stýrivextir haldist óbreyttir frá 14. nóvember. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sagði það ánægjulegt að verðbólgan væri á niðurleið. Samtök atvinnulífsins gagnrýndu ákvörðun Peningastefnunefndar og sögðu svigrúm til vaxtalækkunar. Stjórn Eirar ákvað að óska Eftir grEiðslustÖðvun. Stjórnin hafði reynt frá því hún tók við í desember árið 2012 að leysa greiðsluvanda hjúkrunarheimilisins. Gerð var tilraun til að semja við íbúa og íbúðaréttarhafa án árangurs. Jón Sigurðsson, formaður stjórnar Eirar, sagði að engin röskun yrði á þjónustu og umönnun og að áfram yrði unnið að nauðarsamningum og endurskipulagningu á rekstri félagsins. mp banki tilkynnti að gErt hafi vErið tilboð í allt hlutafé í íslEnskum vErðbréfum hf. og hEfði tilskilinn mEirihluti EigEnda félagsins gEngið að skilmálum tilboðsins. Kaupverð var greitt með hlutabréfum í MP banka. Í tilkynningu frá MP banka sagði að sameiginlega yrðu félögin „í hópi þriggja stærstu fyrirtækja á Íslandi á sviði eignastýringar með um 190 milljarða eignir í stýringu.“ Bankinn tilkynnti einnig að hann hyggðist bjóða Akureyringum upp á aukna bankaþjónustu með opnun útibús á Akureyri. Eyþór ingi gunnlaugsson flutti framlag íslands í undankEppni sÖngvakEppninnar Eurosvision, sÖngvakEppni Evrópskra sjónvarpsstÖðva. Keppnin fór fram í Malmö í Svíðþjóð og stóð Eyþór sig með stakri prýði en hann flutti lagið Ég á líf á íslensku en það var í fyrsta sinn frá því 1997 sem Íslendingar sungu á móðurmálinu í keppninni. Með framlagi sínu komst Eyþór og sveit Íslands áfram í lokakeppni söngvakeppninnar. Eyþór ingi gunnlaugsson flutti framlag íslands í lokakEppni Eurosvision. Almennt voru Eurovision spekingar sammála um að íslenska sveitin hefði staðið sig vel. Ísland hafnaði í 17. sæti keppninnar.

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.