Sveitarstjórnarmál - 01.08.1950, Síða 6
4
SVEITARSTJÓRNARMÁL
Sildarsöltun i Húsavik.
mest undir komið. Sumartíminn var þar að-
alsjósóknartíminn, en með hafnargerð hafa
fengizt þar skilyrði til útgerðar allt árið, ef
fiskur er á miðum.
Aflasæld hefur verið mjög breytileg frá
ári til árs. Talið er samt, að Húsavík hafi
allgóð þorskveiðiskilyrði. Koli og ýsa aflast
oft vel. Jafna beztu veiðisvæði Norðurlands-
síldarinnar eru þar skammt undan. Hrogn-
kelsaveiði á vorin, — stundum í stórum
stíl.
Vöðuselur var skotinn allmikið fyrr á ár-
um. Róið var í selinn síðla vetrar og á vorin,
en er nú að rnestu hætt. Ein tveggja rnanna
snekkja fékk þó síðastliðið vor nálega 40
skotseli.
Útgerð fiskimanna er eingöngu vélbátar.
eins og sakir standa: 8 þilbátar frá 13—65
lestir, 26 opnir bátar rninni.
Landbúnað stunda margir Húsvíkingar,
flestir þó sem hjáverk.
Túnrækt er mikil og setur hún hlýlegan
gróðursældarsvip á bæinn á sumrin. Túnin
niunu vera á tíunda hundrað dagsláttur. Úr-
gangur sjávarafla hefur verið mikið notaður
við ræktunina.
Nautgripir voru fyrir nokkrum árum 140,
en eru nú ekki nema um 90. Hefur þeim
fækkað síðan mjólkursamlag var sett á stofn
(1948). ,
Sauðfé var s. 1. vetur um 13 hundruð á fóðr-
um. Hross um 30. Alifuglarækt talsverð.
Garðrækt liafa flest heimili, (einkum eru
kartöflur ræktaðar).
Landbúnaðurinn í Húsavík veitir bæjar-
búum mikið afkomuöryggi, þótt hann skili
sjaldan taxtakaupi. Hann er sem hjáverk holl
atvinnubótavinna til sjálfsbjargar og hefur
þýðingarmikil uppeldisáhrif.
Iðnaður fer vaxandi. Kaupfélagið rekur
kembivélar, brauðgerð og pylsugerð.
Þrjár trésmiðjur eru á staðnum, stein-