Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Blaðsíða 20

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Blaðsíða 20
16 SVEITARST J ÓRN ARMÁL 8. Samræming iauna. Eitt þeirra mála, sem síðasta þing vísaði til stjórnarinnar var að vinna að samræmingu launakjara hjá starfsmönnum sveitarfélag- anna. í Sveitarstjómarmálum hafa verið birt- ar launaskrár um kjör starfsmanna nokkurra kaupstaða. En slíkt þótti æskilegt til glöggv- unar fyrir bæjarstjórnir til samanburðar og til samræmingar. Þegar stjórnin hefur fengið í hendur sanrskonar skrár frá öllum kaupstöð- unr mun athugað, hvort unnt sé að gera eina samræmda launaskrá fyrir alla kaupstaði utan Reykjavíkur. Því er þó ekki að leyna að á því kunna að vera nokkrir erfiðleikar, þar senr störf samnefndra starfsmanna eiga sumstaðar varla annað sanreiginlegt en nafnið eitt. 9. ínnkaupastofnun. Á síðasta landsþingi var gerð ályktun, er fól í sér tilnræli til stjómar sambandsins um að atliuga hvort tiltækilegt væri, að sveitarfélög- in kænru á stofn sameiginlegri innkaupa- stofnun. Máli þessu hefur stjórnin ekki haft aðstöðu til að sinna til þessa, enda er nrálið tæpast tínrabært eins og sakir standa, þar senr hver einstakur verður að leita leyfis vegna innkaupa sinna. Svipuð stofnun, sem ríkið hefur sett á fót, — Innkaupastofnun ríkisins — hefur átt við mikla byrjunarörð- ugleika að etja og líklegt að svipuð vrði að- staða sanrbærilegrar stofnunar, sem ætlað væri að annast innkaup vegna sveitarfélag- anna. Stjórnin telur að mál þetta þurfi nriklu nreiri undirbúning og athugun áður en hægt er að leggja fram um það tillögur sem að gagni geta komið. ERLEND SAMBÖND. Stjóm Sambands íslenzkra sveitarfélaga hefur nú samband við héraða og kaupstaða- sanrbönd Norðurlandanna allra. Er skipzt á blöðunr og bréfunr. Þá hefur og stjórnin feng- ið að fylgjast með störfunr og ákvörðunum alþjóðasambands sveitarfélaga, senr hefur að- setur í Genf. Til þessa hefur stjórnin ekki séð ástæðu til að gerast þátttakandi í Alþjóða- sambandinu né haft tök á að senda fulltrúa á þing þess. Haustið 1948 fór Eiríkur Pálsson utan á vegunr sanrbandsins og mætti sem fulltrúi á landsþingi norska héraðasambandsins, er háð var í nágrenni Bergen í byrjun september. Unr sunrarið 1949 var sambandinu boðið að senda fulltrúa til þátttöku í námskeiði um norræn sveitarstjómarmál. Auglýst var eftir þátttakendum og sveitarfélögum gefin kost- ur á að láta fulltrúa mæta á nánrskeiði þessu. Varð að ráði að utan færu á vegunr sambands ins þeir Sigurður óli Ólafsson, oddviti, Sel- fossi og Skúli Tómasson, fulltrúi í Reykja- vík. Námskeiðið var háð í Sörumsand í Nor- egi, skanrmt frá Osló. Þetta var annað nám- skeið í röðinni, sem haldið hefur verið um norræn sveitarstjórnarmál. Hið fyrra var hald- ið í Svíþjóð árið 1948. Hið þriðja var nú í sunrar í Finnlandi, en ekki gafst tækifæri til að láta fulltrúa frá íslandi mæta. Formaður sambandsins, Jónas Guðmunds- son, sótti þing finnska kaupstaðasambands- ins, er háð var í Helsingfors unr nránaðarmót- in ágúst—septenrber 1949. Danska hreppsfélagasanrbandið lrélt hátíð- legt 75 ára afnræli sitt 22. nóv. s. I. Eiríkur Pálsson franrkvænrdarstjóri sambandsins fór utan og nrætti á afmælishátíðinni fyrir hönd Sanrbands íslenzkra sveitarfélaga. Bæði finnska og danska sambandið lögðu mikla álrerzlu á að fulltrúi kæmi frá ís- landi eins og öðrunr Norðurlöndunr. Nú í júní s. 1. hélt kaupstaðarsambandið danska þing og bauð sambandi okkar að senda fulltrúa, en því nriður varð því ekki við konrið, svo að við urðum að hafna því ágæta boði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.