Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Blaðsíða 16
12 SVEITARSTJORNARMAL orðið hefur á prentun og flutningsgjaldi. Nokkrar auglýsingar hafa fengizt í ritið, en vart er að vænta mikilla tekna af þeim í fram- tíðinni eins og nú horfir. Væntanlega mun framtíð tímaritsins nánar rædd þegar fjár- hagsáætlun þess kemur til umræðu, og tel ég því óþarft að fjölyrða um það hér. ÁLYKTANIR LANDSÞINGA. Þau mál, sem landsþingin 1946 og 1948 hafa vísað til stjórnar sambandsins til fyrir- greiðslu og ekki hefur áður verið gerð fulln- aðargrein fyrir eru fyrst og fremst þessi: 1. Endurskoðun sveitarstjórnarlaganna. 2. Hælismálið. 3. Umboðsstörf oddvita og bæjarstjóra. 4. Skemmtana- og veitingaskattur. 5. Innheimta opinberra gjalda. 6. Útsvarsmál. 7. Löggæzlumál. 8. Samræming launa hjá starfsmönnum bæjanna. 9. Innkaupastofnun fyrir sveitarfélög. Af ýmsum þessara mála getur stjórn sam- bandsins að sjálfsögðu lítil afskipti haft önnur en þau, að hhitazt til um það við stjómarvöld landsins, að þau taki, svo sem kostur er, til greina óskir og samþykktir sveitarstjórnarmanna. Öllum þessum málum, sem að ofan getur hefur stjórnin reynt að fylgjast með og beina í þá átt, sem samþykktir landsþing- anna hafa hnigið, en eins og að líkum læt- ur með mismunandi árangri. Nú er svo kom- ið fjárhag ríkissjóðs að fyrirsvarsmenn hans munu telja sér skylt að sporna sem mest við nýjum greiðslum úr ríkissjóði og gild- ir það ekki síður um framlög til sveitarfélaga en annarra aðila. Rétt þykir nú að víkja lauslega að hverju máli sérstaklega: 1. Endurskoðun sveitarst/órnarlaganna. Eitt af verkefnum stjórnar sambandsins hefur verið það að beita sér fyrir, að hið fyrsta fari fram endurskoðun á allri löggjöf um sveitarstjórnarmál. Stjórnin hefur og stuðlað að því, svo sem henni hefur verið unnt, að slík endurskoðun hæfist. Hefur hún komið þessum kröfum á framfæri bæði við ríkisstjórn og Alþingi, en árangur er lítill, enn sem komið er. Á næst síðasta Alþingi var lögð fram þingsályktun um stjóm stærri kauptúna. Leitað var umsagnar stjórnar sambandsins um þingsályktun þessa. I umsögn sinni ósk- aði stjórnin, að Alþingi hæfist handa um að láta fram fara heildarendurskoðun sveit- arstjómarlöggjafarinnar. Enda þótt þing- nefnd sú, sem málið hafði, viðurkenndi rétt- ,mæti þess að heildar endurskoðun færi fram varð ekki af því, að Alþingi gerði sam- þykkt þar að lútandi. Var því aðeins lagt fyrir síðasta Alþingi frumvarp til laga um sveitarráðsmenn. Frumvarp þetta var samið í félagsmála- ráðuneytinu. í því eru ákvæði um, að kaup- tún með 500 íbúa og fleiri hafi heimild til að ráða sér fastan starfsmann sem yrði eins- konar framkvæmdarstjóri fyrir sveitarfélagið. Stjóm sambandsins fékk fmmvarp þetta til athugunar. í umsögn stjómarinnar um frumvarpið var bent á nokkur atriði til breytinga, sem hún taldi að verða mundu til bóta. Ennfremur átti formaður sambands- ins og framkvæmdarstjóri viðtal við þing- nefnd þá, sem um þetta mál fjallaði. Bæði í viðtalinu svo og í umsögninni var lögð á það rík áherzla, að heildarendurskoðun færi fram á sveitarstjórnarlöggjöfinni. Mál þetta dagaði uppi á Alþingi eftir að hafa verið limlest svo að það mátti telja eyðilagt. Mjög aðkallandi lagasetning um stfórn stærri kauptúna, hlaut þannig enga af-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.