Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Blaðsíða 44

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Blaðsíða 44
40 SVEITARST J ÓRNARMÁL Lög um sveitarstjóra. (Nr. 19 frá 1951). 1. gr. í hreppi, þar sem eru fleiri en 500 íbúar, er hreppsnefnd heimilt að fela sérstökum sveitarstjóra stjóm og framkvæmd hrepps- mála. 2. gr. Akveði hreppsnefnd að nota heimild 1. gr. laga þessara, skal hún auglýsa starf sveit- arstjóra og taka við umsóknum um það. Á löglega hoðuðum hreppsnefndarfundi skal greiða atkvæði urn framkomnar um- sóknir, og er sá ráðinn, sem flest fær atkvæði. Nú eru atkvæði jöfn við endurtekna atkvæða- greiðslu, og skal þá hlutkesti ráða. Atkvæða- greiðsla skal vera leynileg. 3- gr- Oddviti skal fyrir liönd hreppsnefndar gera ráðningarsamning við sveitarstjóra, eftir að ráðning hans hefur verið samþykkt í hrepps- nefnd, og skal þar nánar kvcðið á um kjör hans, orlof, skrifstofutíma, lífeyri og það annað, sem rétt þvkir að taka fram af því tilefni. Ekki er skylt að binda ráðningu sveitarstjóra við kjörtímabil hreppsnefndar eða önnur ákveðin tímamörk. Uppsagnar- frestur af hálfu hvors aðila skal vera sex mánuðir. 4- gr- Laun sveitarstjóra skulu ákveðin í ráðning- arsamningi þeim, er í 3. gr. getur, og greið- ast þau úr sveitarsjóði. 5- §r- Sveitarstjóri fer með störf þau, sem oddvita eru falin í sveitarstjómarlögum, önnur en stjóm á fundum hreppsnefndar, og hefur á hendi framkvæmd málefna sveitarfélagsins. Hann annast innheimtu á tekjum sveitar- sjóðs og fyrirtækja hans, án sérstakrar þókn- unar. Að öðru leyti skal starfsvið sveitarstjóra og verkaskipting milli hans og oddvita nánar ákveðin í samþykkt urn stjóm málefna sveit- arfélagsins, sem hreppsnefnd semur, en félags- málaráðuneytið staðfestir. 6. gr. Sveitarstjóri á sæti á fundum hreppsnefnd- ar og hefur þar málfrelsi og tillögurétt. 1- gr- Nú hefur sveitarstjóri tekið við starfi, og falla þá niður launagreiðslur til oddvita úr sveitarsjóði samkvæmt ákvæðum sveitar- stjómarlaga, en heimilt er hreppsnefnd að ákveða oddvita þóknun fvrir störf hans. 8. gr. Nú verður sveitarstjóri sekur um stórfellda og ítrekaða vanrækslu eða hirðuleysi í starfi sínu og skeytir ekki áminningu hreppsnefnd- ar, og getur hún þá með fundarsamþykkt vik- ið honum frá störfum, en tilkynna skal fé- lagsmálaráðunevtinu þegar frávikninguna. Oddviti tekur þá við starfi sveitarstjóra og gegnir því, unz sveitarstjóri hefur verið ráð- inn að nýju. 9- gr- Lög þessi öðlast þegar gildi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.