Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Síða 15
Menntamálaráðherra svarar fyrirspurnum um skólamál. Talið frá vinstri: Hörður Lárusson, fulltrúi í Skólarannsóknadeild menntamála-
ráðuneytisins, Runólfur Þórarinsson, fulltrúi ( menntamálaróðuneytinu, dr. Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, Indriði Þorláksson, full-
trúi í menntamálaráðuneytinu, Birgir ísl. Gunnarsson, fundarstjóri, Póll Líndal, og fundarritarar Jón Þorgilsson, oddviti Rangárvalla-
hrepps og Þorsteinn Hjálmarsson, oddviti Hofsóshrepps, og hjá þeim lengst til hœgri Unnar Stefánsson.
Samtök
félagsheimila
Sveinbjörn Jónsson, fulltrúi Seltjarnarnes-
hrepps á landsþinginu, flutti framsöguræðu með
tillögu, sem liann hafði áður kynnt í 4. tbl.
Sveitarstjórnarmála, um könnun á vilja og við-
horfum sveitarstjórna til stofnunar sérstakra
samtaka félagsheimila í byggðum landsins.
Tillögunni var vísað til allsherjarnefndar.
Fyrirspurnir
um skólamál
Að morgni annars þingdags svaraði dr. Gylfi
Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, fyrirspurnum
þingfulltrúa um skólamál. Hóf menntamálaráð-
herra umræðumar með stuttu yfirliti um helztu
Jtætti fræðslumála, sem sveitarfélög og ríkisvald
annast sameiginlega, en síðan báru fundarmenn
fram fyrirspurnir. Tóku margir Jrátt í Jteim um-
ræðum. Svaraði menntamálaráðherra framkomn-
um spurningum, og með ráðherranum voru einn-
ig í fyrirsvari fulltrúar úr menntamálaráðuneyt-
inu og skólarannsóknadeild þess, og veittu þeir
einnig upplýsingar um ýmis efni, sem eftir var
leitað.
Framkvæmd eignarnáms
Eftir hádegi annan þingdaginn flutti Gaukur
Jörundsson, prófessor, erindi um framkvæmd
eignarnáms. Urðu um Jtað efni nokkrar urnræð-
ur. Vonir standa til, að erindi Gauks Jörunds-
sonar verði birt hér í tímaritinu innan skamms.
Umræðufundur
Seinast á dagskránni J^ennan dag var almenn-
ur umræðufundur bæjarstjóra, sveitarstjóra og
oddvita um sam'eiginleg hugðarefni. Hugmynd-
in hafði verið sú, af hálfu stjórnar sambandsins,
að þingheimur skiptist í deildir eftir áhugamál-
um, þannig að bæjarstjórar og sveitarstjórar
gengju saman í eina og oddvitar og aðrir
fulltrúar strjálbýlishreppa í aðra, en niður-
staða umræðna við upphaf fundarins varð á Jtá
lund, að Jjingið hélt áfram fundi í einu lagi.
Tóku margir til máls um hin ýmsu verkefni,
sem sveitarstjórnum er á höndum, en ályktanir
voru ekki gerðar. 221
SVEITARSTJÓRNARMÁL