Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Síða 16
Álit nefnda
Álit kjörnefndar
Að morgni þriðja dags voru t'ekin til umræðu
álit nefnda. Fyrst var tekið fyrir álit allsherjar-
nefndar, og hafði Björn Friðfinnsson, bæjarstjóri
orð fyrir nefndinni. Voru tillögur nefndarinnar
allar samþykktar, hver í sínu lagi. Eru þær birt-
ar á bls. 214.
Fyrir fræðslunefnd hafði framsögu Sigurgeir
Sigurðsson, sveitarstjóri í Seltjarnarneshreppi.
Var álit nefndarinnar borið undir atkvæði í einu
lagi og samþykkt einróma. Það birtist á bls. 216.
Fyrir áliti skólakostnaðarnefndar mælti Ölvir
Karlsson, oddviti Ásahrepps. Ályktun nefndar-
innar var samþykkt samhljóða, eftir að smávægi-
legar breytingar höfðu verið gerðar (bls. 218).
Fyrir áliti fjárhagsnefndar mælti Birgir ísl.
Gunnarsson, borgarfulltrúi. Lagði nefndin til, að
ársreikningar sambandsins og Sveitarstjórnar-
mála fyrir árin 1967, 1968 og 1969 hlytu samþykki
þingsins, og var tillagan samþykkt einróma.
Fyrir áliti tekjustofnanefndar mælti Bjarni
Einarsson, bæjarstjóri. Tillaga nefndarinnar var
síðan borin undir atkvæði og samþykkt m'eð öll-
um atkvæðum gegn einu.
Breyting á lögum
sambandsins
Skiptar skoðanir urðu á þinginu um tillögu
stjórnarinnar, sem fjárhagsnefnd mælti með, um
niðurfellingu framlags sveitarfélaga til sambands-
ins. Eftir all miklar umræður dró stjórnin fyrri
tillögu sína til baka, en lagði fram nýja, sem að
loknum umræðum var samþykkt með yíirgnæf-
andi meirihluta atkvæða.
Tillagan var á þessa leið:
„Við 16. gr. laga sambandsins bætist ný máls-
grein, er verði 2. málsgr. svohljóðandi:
Árgjaldi sveitarfélaga samkvœmt þessari
grein, sem er 1 liróna á íbúa hvers sveitar-
félags, þó aldrei lœgra en 250 kr., skal varið til
að standa undir ferðakostnaði fulltrúa á lands-
þing eftir nánari ákvörðun stjórnar sambands-
ins.“
Jón Erl. Guðmundsson, sveitarstjóri í Búða-
hreppi, liafði orð fyrir tillögum kjörnefndar urn
skipun stjórnar, fulltrúaráðs og endurskoðenda
sambandsins til næstu fjögurra ára.
Tillaga kjörnefndarinnar hlaut samhljóða
samþykki landsþingsins og er birt á bls. 224.
Þingslit
Páll Líndal, nýkjörinn formaður sambandsins,
þakkaði þingheimi auðsýnt traust fyrir að endur-
kjósa sig sem formann. Þakkaði hann fráfarandi
stjórnarmönnum, þ'eim Hjálmari Ólafssyni og
Vigfúsi Jónssyni, langt og heilladrjúgt starf í
þágu sambandsins. Einnig þakkaði hann fráfar-
andi fulltrúaráðsmönnum störf þeirra.
Jónas Guðmundsson, fyrri formaður sam-
bandsins og fyrsti heiðursfélagi þess, kvaddi sér
hljóðs og flutti Jjinginu ávarp og þakkarorð.
Sýndi þingheimur Jónasi Guðmundssyni hug
sinn með langvarandi lófaklappi.
Sæmdir
heiðursmerkjum
Hans Opstad, fulltrúi Norges Herredsforbund,
flutti ávarp fyrir hönd hinna erlendu gesta og
þakkaði góðan viðurgjörning, meðan á þingi
stóð. Kvaddi hann til þá Pál Líndal, formann
sambandsins og Magnús E. Guðjónsson, frarn-
kvæmdastjóra, og sæmdi þá heiðursmerki norsku
sveitarfélagasambandanna, Norges Byforbund og
Norg'es Herredsforbund.
Formaður Jiakkaði veittan heiður, Jnngfull-
trúum og starfsfólki Jjingsins störf þeirra og sleit
síðan jnnginu.
Kvöldverðarhóf
Að kvöldi seinasta jnngdags buðu félagsmála-
ráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík þing-
fulltrúum til sameiginlegs kvöldverðarhófs að
Hótel Sögu.
SVEITARSTJÓRNARMÁL