Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Page 20

Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Page 20
Efling sveitarfélaga með sameiningu Hcrra formaðnr Sambands islenzkra sveitar- félaga, aðrir góðir fundargestir. Emil Jónsson, félagsmálaráðherra, cr því mið- ur forfallaður og getur því ekki verið hér, svo sem gert var ráð fyrir. Hann er i embcettiserind- um crlendis og er vœntanlegur til landsins seinna í dag. Ég flyt yður einlœgar kveðjur og heilla- óskir ráðherrans i tilefni 25 ára afmœlis Sam- bands islenzkra sveitarfélaga. Einstæð ákvæði / elztu lögbók íslendinga, Grágás, segir, að lög- hreþpar skuli vera á landi hér. Sveitarfélögin, hreppana, má því sennilega telja með elztu stjórnarfarslegu stofnunum á íslandi. Ákvceði Grágásar um vátryggingastarfsemi lireppanna eru svo einstceð og votta um svo mikinn félags- málaþroska á þjóðveldistimabili íslendinga, að þessa er skylt að minnast. Hlutverk þessara stofn- ana hefur tekið margvíslegum breytingum á um um það bil þúsund ára aldri þeirra, sem að vísu vceri fróðlegt að rekja nánar, en er of yfirgrips- mikið til þess, að þvi verði gerð nokkur sliil i þessu ávarpi. Hlutdeild fasteignaskatta Samkvœmt dagskrá þessa sambandsþings, sem er IX. landsþing Sambands islenzkra sveitarfé- laga, verður m.a. rcett um hlutdeild fastcigna- skatta i tekjuöflun sveitarfélaga. Gert mun vera ráð fyrir því, að nýtt fasteignamat öðlist laga- gildi á nœsta ári. Þetta nýja mat hcekkar mjög mikið frá núgildandi mati. Athuga verður þvi gaumgcefilega, hverjar laga- og reglugerðabreyt- 226 ingar eru nauðsynlegar, áður en hið nýja mat SVEITARSTJÓRNARMÁL Ávarp Hjálmars Vilhjálmssonar, ráðu- neytisstjóra í félagsmálaráðuneytinu, við setningu landsþingsins öðlast gildi. Ýmsir hafa haldið fram þeirri skoðun, að hlutdeild fasteignaskatta í tekjuöflun sveitar- félaga bcri að auka verulega, frá því sem er. Það er ceskilegt, að þetta þing marki sem gleggsta stefnu i þessu máli. Persónulega er ég þeirrar skoðunar, að rétt sé að auka nokkuð hlutdeild fasteignaskatta i tekjustofnum, en tel þó að gceta verði varúðar i þessu efni. Endurskoðun verkefnaskiptingar Rétt er að geta þess, að nú er i athugun og endurskoðun skipting verkefna á milli rikisins og sveitarfélaga. Hugmyndin á bak við þessa at- hugun er sú, að freista þess að draga skýrari linur á milli hlutverka rikis og sveitarfélaga, e.t.v. mcctti líka segja, að athuga bceri, hvort ekki vœri hagkvcemt að fcekka þeim verkefnum, sem eru sameiginleg rilti og sveitarfélögum. Sumir álita, að hagkvcemast sé, að sá, sem annast fram- kvcemd verkefnis, beri einnig allan kostnað af þvi. Þessi hugsun virðist út af fyrir sig vera skynsamleg. Ljóst er þó, að ýmis velferðarmál vceru skemmra á leið komin en þau þó eru, ef sú regla hefði verið i gildi, að sá aðilinn, sem annaðist framkvcemdir, bceri einn allan kostnað- inn. Þar með er þó ekki sagt, að breytingar, sem skerpa mörkin á milli verkefna rikis og sveitar- félaga, séu óceskilegar. Hér er um að rceða mjög viðfeðmt mál, sem snertir einnig skiptingu tekju- stofnanna á milli rikisins og sveitarfélaganna. í sambandi við úrbœtur i þessu sambandi verða miklir erfiðleikar á veginum vegna þess, hve ósamstceð sveitarfélögin eru. Það er eklti hugsan- legt að cetla fámennum sveitarfélögum að ann- ast verkefni, sem auðvelt er fyrir allfjölmenn

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.