Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Page 23

Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Page 23
þings sveitarstjórnarmanna, að enginn vafi er að gegna. Þau meginrök, sem liggja að baki sjálfstœði sveitarféalga, eru alkunn, en í stuttu máli þati, að engir séu betur til þess fallnir að leysa viss, staðbundin verkefni en íbúarnir, sem á viðkom- andi svœði búa. Þess vegna sé það eðlilegt, að þetta fólk kjósi sér sina fulltrúa, sem fari með þessi staðbundnu verkefni. Fleiri verkefni í hendur sveitarstjórna En þá valmar sú spurning. Eru það ekki fleiri verkefni, sem betur vœru komin i höndum sveit- stjórnar en nú er? Vceri það a.m.k. ekki ein leið til að mœta óskinni um aukin bein afskipti al- mennings af stjórnmálum - að fela sveitarfélögun- um fleiri málaflokka til úrlausnar. Ég er sann- fcerður um, að svo geti verið. Það er þvi mjög mikilvcegt að liraða sem mest þvi starfi, sem þeg- ar hefur hafizt um að endurskoða verkefnaskipt- ingu milli rikis og sveitarfélaga, og við það starf m.a. að hafa i huga ofangreind sjónarmið. Á hinn bóginn verða sveitarfélögin að vera við þvi búin að taka við auknum verkefnum og auknu valdi. Þar koma til ýmis atriði, sem ég geri ekki að umtalsefni nú, eins og t.d. stcerð sveitarfélaga og tekjustofnar þeirra. En miklu máli skiptir, að sveitarstjórnarmenn gangi til starfa sinna með því hugarfari að gefa almenn- ingi sem beztan kost á að fylgjast með undir- búningi og afgreiðslu mála, þannig að samband- ið milli stjórnendanna og ibúanna sé jafnan sem nánast. Með þessum orðum, góðir þingfulltrúar, vil ég láta i Ijós þá ósk, að þing þetta megi skila góðum árangri, sveitarfélögum og íbúum þeirra til velfarnaðar. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.