Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Síða 31

Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Síða 31
Elliheimli ísafjarðar hefur fram til þessa tekið við vistmönnum úr Eyrarhreppi. Sameiningin knýr enn fastar á um, að hafizt verði handa um byggingu nýs elliheimilis á ísafirði. Löggæzla Nú eru sex lögregluþjónar á ísafirði, en lög- gæzla í Eyrarhreppi hefur ævinlega verið rekin sem aukastarf. Við stækkun sveitarfélagsins er hugsanlegt að bæta við einum lögregluþjóni með fullri þátttöku ríkissjóðs, 50% af kostnaði. Slík ráðstöfun mun hækka löggæzlukostnað að mun frá Jdví, sem nú er. í öðru lagi er hugsanlegt að hafa Jietta í óbreyttu formi Jrannig, að laus- ráðnir verði lögreglujrjónar í Hnífsdal, sem sinni því meginverkefni að annast löggæzlu í sam- bandi við dansleikjahald í Félagsheimilinu. Eldvarnir Slökkvilið ísafjarðar er nú vel búið bæði að mannafla og tækjakosti, en auk ísafjarðarbæjar Jrarf J^að að annast slökkvistarf í Skutulsfirði, enda er viðbúnaður þar enginn. Mun því engin breyting verða þar á við sameiningu. Hins vegar er bæði slökkvilið og slökkvibifreið í Hnífsdal, Jrannig, að eldvarnir þar eru nú í góðu lagi. Miðað við íbúafjölda eftir sameiningu ætti ein vel búin slökkvistöð, eins og nú er fyrir hendi á ísafirði, að vera fullnægjandi, en vegna fjarlægð- ar Hnífsdals frá ísafirði mun eftir sem áður nauðsynlegt að hafa sérstaka slökkvistöð þar. Hafnamál ísafjarðarhöfn er nú Jregar lífhöfn bátaflota Hnífsdælinga, er nýtur þar sömu fyrirgreiðslu og réttinda og heimabátar. Mun Joví engin breyting verða Jrar á við sameiningu. Ástand Hnífsdalsbryggju er þannig nú, að eigi hún að standa áfram, er nauðsyn endurbóta á henni. Álit hafnarmálastjóra er það, að ekki eigi að verja miklum fjármunum í Hnífsdalsbryggju vegna nálægðar ísafjarðarhafnar. Komið hefur fram sú hugmynd, að bryggjunni ísafjarðarflugvöllur á Skipeyri — í Eyrarhreppi. Nýtt félagsheímili í Hnífsdal. Bryggja og hraðfrystihús eru í Eyrarhreppi milli Hnífsdals og ísafjarðar, þangað sækir verkafólk frá ísafirði vinnu. 237 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.