Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Blaðsíða 32

Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Blaðsíða 32
verði haldið við í því formi, að hún verði notuð sem löndunarbryggja, einkum fyrir smærri báta. Samgöngumál ísafjarðarbær er nú þegar samgöngumiðstöð fyrir allt sameiningarsvæðið, enda íer langmest- ur hluti samgangna við Eyrarhrepp um ísafjörð, jafnt á sjó, landi og í lofti, þótt ísafjarðarflug- völlur sé reyndar staðsettur í landi Eyrarhrepps. Mun því engin breyting verða á samgöngum út á við. Um samgöngur innan svæðisins er hins vegar það að segja, að vegagerð ríkisins hefur annazt allt viðhald og snjómokstur á veginum milli Isafjarðar og Hnífsdals og eins milli Isa- fjarðar og Súðavíkur. Líkur eru fyrir því, að engin breyting verði þar á. Fastar ferðir milli ísafjarðar og Hnífsdals eru nú aðeins í sambandi við áætlunarflug Flugfélags íslands. Raforku- og vatnsveitumál ísafjörður og Eyrarhreppur hafa nú í rúma þrjá áratugi rekið sameiginlega rafveitu, og mun ]m engin breyting verða þar á. Vatnsveita ísafjarðar gæti án efa séð öllum íbú- um og fyrirtækjum á sameiningarsvæðinu fyrir nægu vatni. Hins vegar hafa Hnífsdælingar kom- ið sér upp eigin vatnsveitu, sem er þeim alls kostar fullnægjandi, og er því eðlilegast, að hún verði starfrækt áfram, þótt slík skipting vatns- veitunnar liafi eitthvað aukinn kostnað í för með sér. Nýtt vatnsveitukerfi þarf að leggja í Skutuls- firði, rísi þar nýtt byggðahverfi. Félagsmál og íþróttir Félagsmál sveitarfélaganna beggja eru þegar, að talsverðu leyti, sameiginleg og eru margir Eyr- 238 hreppingar félagsbundnir í ýmsum samtökum og S VEITARSTJ ÓRNARMÁL félögum á ísafirði. Til dæmis eru íþróttafélög hreppsins aðilar að íþróttabandalagi ísfirðinga. Aðstaða til íþróttaiðkana er hins vegar lítil sem engin í Hnífsdal, og verða því þeir íbúar hrepps- ins, sem íþróttir stunda, að mestu leyti að nota sér aðstöðu þá, sem fyrir hendi er á ísafirði. I þessu sambandi má vekja athygli á því, að íþróttahúsið á ísafirði er þegar orðið of h'tið og ófullnægjandi og annar tæplega eftirspurn eftir æfingatímum. Mun ástandið því enn versna, ef bæjarfélagið stækkar. Væri ekki úr vegi, að at- Inigaður verði sá möguleiki, að í sambandi við hinn fyrirhugaða menntaskóla á ísafirði verði reist gott íþróttahús, er íþróttafélögin í kaup- staðnum fengju afnot af. Núverandi íþróttahús yrði eingöngu til afnota fyrir barna- og gagnfræða- skólann. Þá má og benda á, að ekki væri óeðli- legt að koma upp betri aðstöðu til fimleika- kennslu við skólann í Hnífsdal, þegar ráðizt verð- ur í að ljúka byggingu Félagsheimilisins. I Hnífsdal hefur nú verið tekið í notkun nýtt, myndarlegt félagsheimili, sem að vísu er ekki full frágengið ennþá. Á ísafirði eru þrjú sam- komuhús, en ekkert félagsheimili. Ef sveitarfélög- in sameinast, er eðlilegast, að félagsheimili Hnífs- dælinga yrði til afnota fyrir allan kaupstaðinn, en þá um leið horfið frá hugmyndinni um byggingu félagsheimilis á ísafirði. I stað þess yrði lögð á- herzla á að fullgera félagsheimilið í Hnífsdal. Á svæðinu eru starfandi tvö almenn verkalýðs- félög, sitt á hvorum stað, en önnur félög laun- þega eru sameiginleg. Lokaorð Að lokum er rétt að geta þess, að hér hefur verið reynt að draga fram í dagsljósið þá þætti, sem lielzt koma til að hafa áhrif á hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna. Ljóst er, að þetta er engan veginn tæmandi upptalning, enda aðeins hugsað sem umræðu- grundvöllur fyrir íbúa svæðisins í þeim umræð- um, sem hljóta að skapast um sameiningarmálið. Verði svo, er tilganginum náð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.