Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Síða 32

Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Síða 32
verði haldið við í því formi, að hún verði notuð sem löndunarbryggja, einkum fyrir smærri báta. Samgöngumál ísafjarðarbær er nú þegar samgöngumiðstöð fyrir allt sameiningarsvæðið, enda íer langmest- ur hluti samgangna við Eyrarhrepp um ísafjörð, jafnt á sjó, landi og í lofti, þótt ísafjarðarflug- völlur sé reyndar staðsettur í landi Eyrarhrepps. Mun því engin breyting verða á samgöngum út á við. Um samgöngur innan svæðisins er hins vegar það að segja, að vegagerð ríkisins hefur annazt allt viðhald og snjómokstur á veginum milli Isafjarðar og Hnífsdals og eins milli Isa- fjarðar og Súðavíkur. Líkur eru fyrir því, að engin breyting verði þar á. Fastar ferðir milli ísafjarðar og Hnífsdals eru nú aðeins í sambandi við áætlunarflug Flugfélags íslands. Raforku- og vatnsveitumál ísafjörður og Eyrarhreppur hafa nú í rúma þrjá áratugi rekið sameiginlega rafveitu, og mun ]m engin breyting verða þar á. Vatnsveita ísafjarðar gæti án efa séð öllum íbú- um og fyrirtækjum á sameiningarsvæðinu fyrir nægu vatni. Hins vegar hafa Hnífsdælingar kom- ið sér upp eigin vatnsveitu, sem er þeim alls kostar fullnægjandi, og er því eðlilegast, að hún verði starfrækt áfram, þótt slík skipting vatns- veitunnar liafi eitthvað aukinn kostnað í för með sér. Nýtt vatnsveitukerfi þarf að leggja í Skutuls- firði, rísi þar nýtt byggðahverfi. Félagsmál og íþróttir Félagsmál sveitarfélaganna beggja eru þegar, að talsverðu leyti, sameiginleg og eru margir Eyr- 238 hreppingar félagsbundnir í ýmsum samtökum og S VEITARSTJ ÓRNARMÁL félögum á ísafirði. Til dæmis eru íþróttafélög hreppsins aðilar að íþróttabandalagi ísfirðinga. Aðstaða til íþróttaiðkana er hins vegar lítil sem engin í Hnífsdal, og verða því þeir íbúar hrepps- ins, sem íþróttir stunda, að mestu leyti að nota sér aðstöðu þá, sem fyrir hendi er á ísafirði. I þessu sambandi má vekja athygli á því, að íþróttahúsið á ísafirði er þegar orðið of h'tið og ófullnægjandi og annar tæplega eftirspurn eftir æfingatímum. Mun ástandið því enn versna, ef bæjarfélagið stækkar. Væri ekki úr vegi, að at- Inigaður verði sá möguleiki, að í sambandi við hinn fyrirhugaða menntaskóla á ísafirði verði reist gott íþróttahús, er íþróttafélögin í kaup- staðnum fengju afnot af. Núverandi íþróttahús yrði eingöngu til afnota fyrir barna- og gagnfræða- skólann. Þá má og benda á, að ekki væri óeðli- legt að koma upp betri aðstöðu til fimleika- kennslu við skólann í Hnífsdal, þegar ráðizt verð- ur í að ljúka byggingu Félagsheimilisins. I Hnífsdal hefur nú verið tekið í notkun nýtt, myndarlegt félagsheimili, sem að vísu er ekki full frágengið ennþá. Á ísafirði eru þrjú sam- komuhús, en ekkert félagsheimili. Ef sveitarfélög- in sameinast, er eðlilegast, að félagsheimili Hnífs- dælinga yrði til afnota fyrir allan kaupstaðinn, en þá um leið horfið frá hugmyndinni um byggingu félagsheimilis á ísafirði. I stað þess yrði lögð á- herzla á að fullgera félagsheimilið í Hnífsdal. Á svæðinu eru starfandi tvö almenn verkalýðs- félög, sitt á hvorum stað, en önnur félög laun- þega eru sameiginleg. Lokaorð Að lokum er rétt að geta þess, að hér hefur verið reynt að draga fram í dagsljósið þá þætti, sem lielzt koma til að hafa áhrif á hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna. Ljóst er, að þetta er engan veginn tæmandi upptalning, enda aðeins hugsað sem umræðu- grundvöllur fyrir íbúa svæðisins í þeim umræð- um, sem hljóta að skapast um sameiningarmálið. Verði svo, er tilganginum náð.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.