Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Qupperneq 42

Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Qupperneq 42
248 einn stað upplýsingar um svo stóran hóp manna, sem meðlög skulda, — og enginn vafi er á því, að hægt verður að hagnýta þær upplýsingar í sambandi við aðrar innheimtur, sem Innheimtu- stofnunin myndi væntanlega taka að sér. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga greiði kostnað 4. gr. »Jöfnunarsjóður sveitarjélaga greiðir Inn- heimtustofnuninni það, sem á vantar, að tekjur hennar nœgi til endurgreiðslna til Trygginga- stofnunar ríkisins, shr. 3. gr., og greiðslu rekstr- arkostnaðar hennar." Það verður víst að viðurkenna þá staðreynd, að 100% innheimta sé útilokuð, en ef frumvarp þetta yrði samþykkt óbreytt og Innheimtustofn- unin fengi vel starfhæft fólk til vinnu, þá er spá mín sú, að eftir 2 ár verði innheimtan 75%, og tel ég vafamál, að hægt sé að komast hærra, mið- að við aðstæður í dag — launakjör o. þ. h. Reglur um sveitfesti eru oft á tíðum mjög ósanngjarnar og hrein tilviljun á stundum, hvar menn sveitfestast. Þess vegna finnst mér sann- gjarnast, að mismunur á útborguðu og inn- heimtu sé tekinn úr óskiptum jöfnunarsjóði. Og finnst mér næsta furðulegt, að þessi hugmynd skyldi ekki koma fram löngu fyrr, því að ég leyfi mér að efast um, að réttlátari úrlausn finn- ist. Ég tel, að líta beri á meðlagsskuldarana sem eins konar sameign sveitarfélaganna, og það, sem ekki greiðist af meðlögum, væri þá eins konar tap á sameigninni, sem giæiddist hlutfallslega. Þá er athugandi, hvort hægt væri að gera sér grein fyrir, liver kostnaður yrði við rekstur slíkr- ar Innheimtustofnunar. Ég vil strax taka það fram, að kostnaður yrði óeðlilega mikill fyrstu tvö árin, þar sem í fyrsta lagi yrði að vinna mikla undirbúningsvinnu og í öðru lagi yrði að þjálfa starfsfólkið. Þegar á reksturskostnað er litið, þá ber að hafa í huga, að hér er um að ræða einhverja erfiðustu innheimtu, sem til er. 400 milljónir króna til innheimtu Ef Innheimtustofnunin tæki til starfa I. janú- ar 1972, mun láta nærri, að meðlög til innheimtu það ár verði kr. 145 milljónir. Þess utan geri ég fastlega ráð fyrir, að henni verði falið að inn- heimta vangoldin eldri meðlög að talsverðu leyti, en þau munu verða 1. janúar 1972 ca. 250 milljónir króna. Svo gæti því farið, að fyrsta innheimtuár stoínunarinnar fengi hún til inn- heimtu meðlög ca. kr. 400 milljónir, auk ann- arrar innheimtu, sem ég er sannfærður um, að verður talsverð, því að ef vel er á spöðum hald- ið, þá mun innheimtustofnun þessi koma til með að hafa talsverða yfirburði yfir aðrar innheimtu- stofnanir, og þar með aukna möguleika til inn- heimtu. Rekstrarkostnaður Ég hafði ákveðið að setja liér upp all ná- kvæma sundurliðaða kostnaðaráætlun, en af óviðráðanlegum orsökum getur ekki af því orð- ið. En lausleg áætlun um heildarreksturskostnað Innheimtustofnunarinnar fyrsta árið er um 4—5 milljónir króna, og er þá miðað við, að byrjað yrði að innheimta af fullum krafti 1. janúar 1972, enda strax ráðið allt starfsfólk, sem nauð- synlegt er til þess. Þá er það skoðun mín, að kostnaður þyrfti lítið að hækka næstu 3—5 árin, þótt innheimtur myndu aukast um allt að 50%. Vextir af meðlagsskuld? í 5. gr. er ákvæði um, að Innheimtustofnun- inni sé heimilt að taka 7% vexti af kröfunni frá gjalddaga til greiðsludags. Ég veit ekki til jsess, að nokkurt sveitarfélag hafi tekið vexti af meðlagsskuld, og ákvæði þetta er ekki hugsað þannig, að í framtíðinni verði mikið um vaxta- tekjur af þessum skuldum. Aðal tilgangurinn með jjessu ákvæði er, að upplýsa skuldara um, að ef ekki sé greitt á réttum tíma, þá verði vextir teknir og lnaða Jjannig greiðslum á höfuð- stólnum. Jón Jónsson skuldar t. d. kr. 50.000,00 — og honum er skrifað og sagt, að vöxtum verði sleppt, ef hann greiði skuldina innan viku. Þá er stundum ekki ósanngjarnt að taka vexti, þeg- SVEITARSTJ ÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.