Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Blaðsíða 46

Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Blaðsíða 46
252 GUÐMUNDUR KARL JÓNS- SON, lögfræðingur, hefur verið ráðinn bæjarstjóri á Seyðisfirði. Guðmundur Karl er fæddur í Reykjavík 20. nóvember 1940, for- eldrar Anna Guðmundsdóttir og Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi, skrifstofustjóri Alþingis. Lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri árið 1961 og kandídatsprófi í lögfræði frá Há- skóla íslands í janúarmánuði árið 1969. Fulltrúi hjá bæjarfógetanum i Hafnarfirði frá 1. febrúar 1969, þangað til hann var ráðinn bæjar- stjóri. Kvæntur er Guðmundur Karl Rannveigu Björnsdóttur, Jónsson- ar, alþingismanns á Akureyri, og eiga þau einn son. SVEITARSTJÓRNAR.MÁL JÓHANN KLAUSEN var ráðinn sveitarstjóri á Eskifirði frá 1. sept- ernber. Jóhann er fæddur á Eskifirði 5. febrúar 1917, foreldrar Herdís Jónatansdóttir Klausen og Ingólfur Klausen. Hefur átt þar lieima alla tíð og rekið þar netagerð síðustu árin. Jóhann hefur átt sæti í hreppsnefnd síðustu þrjú kjörtíma- bilin eða í 12 ár, lengst af formað- ur fjárhags- og hafnarnefnda og oddviti síðustu 6 árin. Átti sæti í fyrstu stjórn Sambands sveitar- félaga í Austurlandskjördæmi og er nú varaforntaður Hafnasam- bands sveitarfélaga. Kvæntur Auðbjörgu Jakobsdótt- ur, Jakobssonar, skipstjóra, frá Strönd í Neskaupstað. SVANUR KRISTJÁNSSON hefur verið ráðinn sveitarstjóri í Olfus- hreppi frá 1. nóvember. Svanur er fæddur 11. febr. árið 1937 á Þursstöðum á Mýrum. Foreldrar Ingibjörg Hclgadótlir og Kristján Ágúst Magnússon, bóndi þar. Svanur lauk landsprófi frá Hér- aðsskólanum í Reykholti árið 1953 og stundaði síðan nám í Samvinnu- skólanum í Reykjavík árið 1954 og 1955. Starfsmaður Kaupfélags Árnesinga á Selfossi frá 1955 til 1966 og útibússtjóri Kaupfélags Ár- nesinga í Þorlákshöfn síðan. Kvæntur er Svanur Eddu Lauf- eyju Pálsdóttur, Diðrikssonar á Búrfelli, oddvita Grímsneshrepps, og eiga þau þrji'i börn. HÖRÐUR ÞÓRHALLSSON, við- skiptafræðingur, hefur verið ráðinn sveitarstjóri á Reyðarfirði frá 1. október að telja. Hörður er fæddur 14. janúar 1943 á Höfn í Bakkafirði, foreldrar Dýrleif Þorsteinsdóttir og Þórhall- ur Jónasson, útvegsbóndi þar. Lauk landsprófi frá Héraðsskól- anum á Laugarvatni árið 1960, stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1965 og kandídatsprófi frá Viðskiptadeild Háskóla íslands í sejttember árið 1970. Kvæntur Kristbjörgu Kristins- dóttur frá Eskifirði, og eiga þau hjónin einn son.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.