Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Qupperneq 46

Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Qupperneq 46
252 GUÐMUNDUR KARL JÓNS- SON, lögfræðingur, hefur verið ráðinn bæjarstjóri á Seyðisfirði. Guðmundur Karl er fæddur í Reykjavík 20. nóvember 1940, for- eldrar Anna Guðmundsdóttir og Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi, skrifstofustjóri Alþingis. Lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri árið 1961 og kandídatsprófi í lögfræði frá Há- skóla íslands í janúarmánuði árið 1969. Fulltrúi hjá bæjarfógetanum i Hafnarfirði frá 1. febrúar 1969, þangað til hann var ráðinn bæjar- stjóri. Kvæntur er Guðmundur Karl Rannveigu Björnsdóttur, Jónsson- ar, alþingismanns á Akureyri, og eiga þau einn son. SVEITARSTJÓRNAR.MÁL JÓHANN KLAUSEN var ráðinn sveitarstjóri á Eskifirði frá 1. sept- ernber. Jóhann er fæddur á Eskifirði 5. febrúar 1917, foreldrar Herdís Jónatansdóttir Klausen og Ingólfur Klausen. Hefur átt þar lieima alla tíð og rekið þar netagerð síðustu árin. Jóhann hefur átt sæti í hreppsnefnd síðustu þrjú kjörtíma- bilin eða í 12 ár, lengst af formað- ur fjárhags- og hafnarnefnda og oddviti síðustu 6 árin. Átti sæti í fyrstu stjórn Sambands sveitar- félaga í Austurlandskjördæmi og er nú varaforntaður Hafnasam- bands sveitarfélaga. Kvæntur Auðbjörgu Jakobsdótt- ur, Jakobssonar, skipstjóra, frá Strönd í Neskaupstað. SVANUR KRISTJÁNSSON hefur verið ráðinn sveitarstjóri í Olfus- hreppi frá 1. nóvember. Svanur er fæddur 11. febr. árið 1937 á Þursstöðum á Mýrum. Foreldrar Ingibjörg Hclgadótlir og Kristján Ágúst Magnússon, bóndi þar. Svanur lauk landsprófi frá Hér- aðsskólanum í Reykholti árið 1953 og stundaði síðan nám í Samvinnu- skólanum í Reykjavík árið 1954 og 1955. Starfsmaður Kaupfélags Árnesinga á Selfossi frá 1955 til 1966 og útibússtjóri Kaupfélags Ár- nesinga í Þorlákshöfn síðan. Kvæntur er Svanur Eddu Lauf- eyju Pálsdóttur, Diðrikssonar á Búrfelli, oddvita Grímsneshrepps, og eiga þau þrji'i börn. HÖRÐUR ÞÓRHALLSSON, við- skiptafræðingur, hefur verið ráðinn sveitarstjóri á Reyðarfirði frá 1. október að telja. Hörður er fæddur 14. janúar 1943 á Höfn í Bakkafirði, foreldrar Dýrleif Þorsteinsdóttir og Þórhall- ur Jónasson, útvegsbóndi þar. Lauk landsprófi frá Héraðsskól- anum á Laugarvatni árið 1960, stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1965 og kandídatsprófi frá Viðskiptadeild Háskóla íslands í sejttember árið 1970. Kvæntur Kristbjörgu Kristins- dóttur frá Eskifirði, og eiga þau hjónin einn son.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.