Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Síða 54

Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Síða 54
og hækkun gjalds (gjaldstigs). Þá er óheimilt að telja á gjaldárinu 1971 aðstöðugjaldskyldan atvinnu- rekstur (vörur eða þjónustu) sem eigi var aðstöðugjaldskyldur á þessu gjaldári. Sveitarfélög, sem eigi notfærðu sér heimild til álagn- ingar aðstöðugjalds á gjaldárinu 1970, hafa J>ví eigi rétt á að not- færa sér þessa heimild á gjaldárinu 1971. Ríkisstjórnin getur Jjó veitt undanþágu frá þessu. Ríkisskattstjóri hefur með bréfi lagt fyrir skattstjóra að athuga sér- staklega, hverja einstaka aðstöðu- gjaldstilkynningu gjaldársins 1971 með tilliti til Jjess, hvort um er að ræða hækkun frá gjaldárinu 1970 og kanna, ef um hækkun er að ræða, hvort samþykki ríkis- stjórnarinnar hafi verið fengið. Ef ekki fylgja fullnægjandi gögn um að slíkt samþykki hafi verið feng- ið, er óheimilt að auglýsa aðstöðu- gjaldsstiga viðkomandi sveitar- félags. Upjilýsingar þessar eru í sant- ræmi við bréf ríkisskattstjóra til skattstjóra, sem sambandið liefur fengið afrit af. Skattvísitalan árið 1971 168 stig Fjármálaráðherra hefur ákveðið og tilkynnt sambandinu skattvísi- tölu ársins 1971. Er vísitalan 168 stig, miðað við gjaldárið 1965 = 100, en skattvísitala ársins 1970 er 140 stig. Samkvæmt 1. gr. laga nr. 48, 1970, skal skylt að hækka eða lækka viðmiðunartölur tekjuskattslaga, skattþrep og fleira í samrænti við skattvísitölu, sent ákveðin skal af fjármálaráðherra, að fengnum til- lögum kaujjlagsnefndar, liagstofu- stjóra og ríkisskattstjóra. Með bráðabirgðalögum nr. 37, 1966 hafði verið ákveðið, að skattvísitala skyldi einnig taka til laga um tekjustofna sveitarfélaga með Jjeim 260 hætti, að persónufrádráttur og SVEITARSTJÓRNARMÁL skattJjrejj breytist samkvæmt henni. Persónufrádráttur til tekjuút- svars og skattJjrejj vegna tekjuút- svars einstaklinga og hjóna verða samkvæmt skattvísitölu Jtessari á árinu 1971 sem hér greinir: Persónufrádráttur til tekjuút- svars. Hjá einstaklingum . kr. 58.800,00 Hjá hjónum ........... kr. 84.000,00 Fyrir hvert barn . . kr. 16.800,00 Skattþrep vegna tekjuútsvara einstaklinga og lijóna: Af fyrstu 33.600,00 greiðist 10%. Af 33.600,00 kr. - 100.800,00 kr. greiðast 3.360,00 kr. af kr. 33.600,00 og 20% af afgangi. Af 100.800,00 kr. og yfir greiðist 16.800,00 kr. af kr. 100.800,00 og 30% af afgangi. Af þessari breytingu á skattvísi- tölu leiðir, að útsvarsstigar þeir, sem sambandið gaf út á síðastliðnu vori fyrir árið 1970, falla úr gildi og verða ekki nothæfir við álagn- ingu útsvara á árinu 1971. Sambandið mun gefa út nýja útsvarsstiga samkvæmt þessari skattvísitölu og senda Jtá sveitar- stjórnum með sama hætti og áður hefur verið gert, Jtegar breyting hefur orðið á skattvísitölu. Ákveða þarf um fyrirframgreiðslu útsvara fyrir 15. janúar 1971 Sveitarstjórnir, sem ætla á árinu 1971 að nota sér lieimild 47. gr. tekjustofnalaganna um fyrirfram- greiðslu útsvara, Jjurfa að setja unt ]>að reglur fyrir 15. janúar n.k. „og auglýsa J)ær á J)ann liátt, sem venjulegt er um almennar auglýs- ingar á hverjum stað“, eins og seg- ir í umræddri lagagrein. Rétt er að taka fram, að sam- ])ykkt um fyrirframinnheimtu út- svara þarf sveitarstjórn að gera ár- lega, fyrir eitt ár í senn. Hafi sveitarstjórn sett slíkar reglur um fyrirframgreiðslu út- svara, ber útsvarsgjaldendum að greiða á fimnt gjalddögum, 1. febrúar, 1. marz, 1. apríl, og 1. maí og 1. júní fjárhæð, sem nemur allt að helmingi þess útsvars, sem honum bar að greiða síðast liðið ár. Eftirstöðvar álagðs útsvars árs- ins 1971, að frádregnu því, sem þannig hefur verið greitt, ber gjaldendum síðan að greiða með allt að fimm jöfnum greiðslum á tímabilinu frá 1. ágúst til 1. des- ember. Setji sveitarstjórn ekki reglur um fyrirframgreiðslu útsvara, eru gjalddagar útsvara tveir, 15. júlí og 15. október. Verðstöðvun Samkvæmt lögunt um ráðstafan- ir til stöðugs verðlags og atvinnu- öryggis, sem samj)ykkt voru á Al- ]>ingi nýlega, ríkir verðstöðvun á landi hér frá 1. nóvember s.l. M.a. er bönnuð hækkun á verði hvers konar J)jónustu, sem sveitarfélög og stofnanir J)eirra láta í té. í 7. gr. laganna segir á ])essa leið: „Ríkisstjórninni er heimilt að ákveða, að álagningarstigar útsvara og aðstöðugjalds samkvæmt lögum nr. 51 1964, með síðari breytingum, megi eigi liækka frá því, sem á- kveðið var í hverju sveitarfélagi 1970, nema með sam])ykki ríkis- stjórnarinnar. Skal liækkun álagn- ingarstiga þá eigi leyfð, nenta rík- isstjórnin telji hana óhjákvæmilega vegna fjárhagsafkomu hlutaðeig- andi sveitarfélags.“ Ríkisstjórnin hefur ákveðið að beita heimildarákvæði þessu. í 1. tbl. 1971 verður fram haldið þessum samtíningi með athuga- semdum. M.a. verður minnt á ný ákvæði um framlög sveitarfélaga til verkamannabústaða í 20. gr. 1. nr. 20. 1970 um Húsnæðismálastofnun ríkisins. Áætlanir þær og útreikningar, sem gerðir eru i þessum dálki, eru á ábyrgð tímaritsins, en ekki ann- arra. Unnar Stefánsson.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.