Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Síða 14

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Síða 14
AFMÆLI band, og ráðskonan kenndi stúlkun- um einnig handavinnu. Og Ragnheiður Ágústsdóttir kom að mig minnir einu sinni í viku gang- andi frá Löngumýri, spilaði á orgelið og lét okkur syngja. Er mér minnis- stæður hinn mikli áhugi hennar og kraftur við söngkennsluna. Fimleikaflokkur Umf. Skeiöamanna sem sýndi fimleika á landsmóti UMFI f Haukadal 1940. á dögum, handlönguðum okkur eftir því og gerðum alls konar kúnstir. Bestu minningamar eru þó bundnar kennaranum mín- um, honum Klemens Þórleifssyni, sem var kennari minn alla mína skólagöngu. Klemens var afburða kennari, en jafnframt hlýr og góður við okkur krakkana og ég held að okkur haft öllum þótt vænt um hann. Hann tók það nærri sér ef við kunnum ekki lexíumar okkar og þess vegna meðal annars lögðum við okkur fram við námið. Bygging Brautarholtsskóla Ég tel byggingu Brautarholts vera minnismerki um áhuga, framtak og samvinnu Skeiðamanna og það er umhugsunarefni í dag á vélaöld að húsið skuli hafa verið byggt á tæp- lega einu ári - og það með handafl- inu einu. En það var búinn að vera draumur hreppsbúa lengi að fá nýtt skóla- og samkomuhús. Allir stóðu saman, foreldrar sem vildu fá góðan skóla og yngra fólkið og það eldra samein- aðist um að húsið yrði byggt þannig að með því fengist einnig góð aðstaða til félagslífs og samkomuhalds. Fyrstu heimildir sem ég hef fundið um skólabyggingu er fundargerð í gjörðabók hreppsins frá 12. janúar 1930 frá almennum hreppsfundi sem haldinn var til að ræða um byggingu barnaskólahúss í hreppnum. Á fundinn mættu 23 menn. Eiríkur Jónsson í Vorsabæ lýsti þörfmni fyrir að koma Ég tel það einhverja mína mestu gæfu í lífinu að hafa haft jafn góðan kennara í bamaskóla. Ég fékk mína bamafræðslu á fjór- um vetrum, þar af var ég rúma tvo vetur í skólanum á Húsatóftum. En eftir áramótin 1933/1934 fluttist kennslan í nýja skólann á Húsatófta- holti, sem gefið hafði verið nafnið Brautarholt við vígslu hans 16. des- ember. Það vom mikil viðbrigði að koma í þetta nýja og glæsilega hús. Þar var líka heimavist, svo að skólaganga langar leiðir var úr sögunni. Við sem styttra áttum gengum þó áfram lengst af, en einhvem tíma var ég þó í heimavist. Ég man ekki eftir handavinnu- kennslu í gamla skólanum, en þegar kom í Brautarholtsskóla kenndi Klemens okkur að saga út og bók- „Gamli Brautarholtsskóli". Myndin er tekin áriö 1943 en þá var komin vindrafstöö - fyrstu rafljósin. Var því fagnað á fyrsta hjónaballi í sveitinni 27. febrúar 1943. Síöan hefur veriö bjart í Brautarholti. 76

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.