Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Blaðsíða 54
HITAVEITUR
fallslega mikla kælingu. Sjá má að verulegur jöfnuður
hefur náðst í upphitunarkostnaði á milli notenda. Alger
jöfnuður er óhugsandi vegna mismunandi neysluvenja
eins og fyrr hefur verið nefnt.
Upphitunarkostnaöurinn 1994
Þegar tekinn er saman úr söluskrám hitaveitunnar frá
árinu 1994 greiddur upphitunarkostnaður allrar íbúðar-
hitunar á Hellu og á Hvolsvelli kemur í ljós að meðal-
kostnaður við upphitun 400 m’ húss var 53.888 kr. á ár-
inu 1994 eða 4.491 kr. á mánuði.
Tekjur hitaveitunnar
Við að lækka gjaldskrána eins og gert var með fram-
angreindum leiðréttingum var ljóst að tekjur veitunnar
mundu lækka. Á 9. skýringarmynd er sýndur saman-
burður á heildarafslætti veitunnar árið 1995 og þeim
sem áætlaður var við upphaf leiðréttingarinnar. Sjá má
að óverulegur mismunur kemur fram á milli áranna sem
staðfestir að áætlanir um notkun fyrir og eftir leiðrétt-
ingu hafa gengið eftir.
Afsláttur vegna hitastigsleiðréttingarinnar á árinu
1994 var 11,4%. Að meðtalinni gjaldskrárlækkun í árs-
byrjun 1994 nam heildarlækkun reikninga 6,8 milljón-
um króna á sl. ári.
Köldu húsin
Ef bomar eru saman 3. og 4. skýringarmynd af dreif-
ingu notkunar eftir afslátt og tilsvarandi myndir fyrir af-
slátt, sem hér em þó ekki sýndar, kemur í ljós að fækkun
VATNSNOTKUNÁHELLU
hefur orðið í báðum bæjunum á notendum sem nota hlut-
fallslega lítið vatn. Má áætla að hér sé um að ræða not-
endur sem leyfa sér meiri vatnsnotkun eftir afsláttinn og
fá þar af leiðandi betri hitun húsa sinna.
Breytingar á heitavatnsnotkun
Reynslan sýnir að heitavatnsnotkun breytist nokkuð
hjá einstökum notendum á milli ára. Em breytingamar
ýmist til hækkunar eða lækkunar og hafa að jafnaði eðli-
legar skýringar.
Þessar breytingar valda því að afsláttur getur breyst lít-
illega á milli ára. Afsláttur getur jafnframt breyst vegna
tilkomu nýrra viðskiptavina eða umtalsverðra breytinga í
notkun nálægra notenda.
Á árinu 1994 má sjá slíkar breytingar en eftir sem áður
er meðalafsláttur ársins óbreyttur, sjá 9. skýringarmynd.
Niðurstööur
• Á undanfömum árum hefur fjárhagsstaða veitunnar
batnað vemlega, sjá 1. skýringarmynd.
• Á sama tíma hefur orðið nokkur raunlækkun á gjald-
skrá veitunnar, sjá 2. skýringarmynd.
• Umtalsverður jöfnuður hefur náðst í vatnsnotkun á
milli bæjanna við jöfnun vatnshitans við bæjarmörkin,
sjá 3. og 4. skýringarmynd.
1 1 6