Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Side 66
BYGGÐARMERKI
Byggðarmerki
Aðaldælahrepps
Félagsmálaráðuneytið hefur stað-
fest byggðarmerki Aðaldælahrepps
og birt samþykkt um það í B-deild
Stjómartíðinda hinn 30. janúar sl.
Byggðarmerkið er blátt og hvítt.
Á merkinu er svanur, öldur á Laxá
og í bakgmnni er stílfært náttúmfyr-
irbrigði í Aðaldalshrauni, Knúts-
staðaborg.
Svanurinn hefur verið notaður í
fána sveitarfélagsins síðan um síð-
ustu aldamót. „Svanurinn hefur auk
þess verið aðaldælskum skáldum
yrkisefni," segir í samþykktinni.
í svart-hvítri útgáfu em allir bláir
fletir svartir.
Höfundur merkisins er Hringur
Jóhannesson en auglýsingastofan
Auglit hf. á Akureyri hreinteiknaði
það.
Byggðarmerki
Vopnafjarðarhrepps
Hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps
hefur valið hreppnum byggðar-
merki. Samþykkt um það var birt í
Stjómartíðindum 31. janúar.
Merkið er blár skjöldur (Pantone
294c) með hvítum dreka. Útlínur
drekans em bláar og að baki hans er
hvítur hringur sem er tákn sólar.
Blái liturinn er annars vegar tákn
sjávar og hins vegar tákn himins.
Hvít rönd skilur að himin og haf.
Drekinn er tengdur frásögn
Heimskringlu um landvætti.
Þar segir svo:
„Haraldr konungr bauð kunnug-
um manni at fara í hamfömm til ís-
lands ok freista, hvat hann kynni
segja honum. Sá fór í hvalslíki. En
er hann kom til landsins fór hann
vestr fyrir norðan landit. Hann sá at
fjöll öll ok hólar vám fullir af land-
véttum, sumt stórt, en sumt smátt.
En er hann kom fyrir Vápanfjörð,
þá fór hann inn á fjörðinn ok ætlaði
á land at ganga. Þá fór ofan eptir
dalnum dreki mikill, ok fylgdu hon-
um margir ormar, pöddur ok eðlur
ok blésu eitri á hann. En hann
lagðisk í brot ok vestr fyrir land, allt
fyrir Eyjarfjörð."
I hátíðarútgáfu merkisins er neðri
hluti skjaldar (haf) og útlínur drek-
ans bláar (Pantone 274C), himinn-
inn rauður (Pantone 22 lc) og sólin
gul (Pantone 122c).
Höfundur merkisins er Sigríður
Guðný Sverrisdóttir, grafískur
hönnuður, í Reykjavík.
Byggðarmerki
Torfalækjarhrepps
í réttum iitum
í 2. tölublaði síðastliðins árs var
kynnt byggðarmerki sem hrepps-
nefnd Torfalækjarhrepps hafði tekið
upp fyrir hreppinn.
Við prentun urðu þau mistök að
merkið var ekki í réttum litum. Það
er því sýnt hér á ný eins og það á að
vera.
Hér skal endurprentað það sem
sagði í samþykkt hreppsnefndarinn-
ar um merkið en það var svofellt:
„Byggðarmerki Torfalækjar-
hrepps skal vera skjöldur í hvítri og
svartri umgjörð með fjórum inn-
byggðum litum. Blái liturinn er litur
himins, fjarlægðar og vatns. Grænn
litur táknar samfellda gróðurtorfu
sveitarinnar, sem vísar til Kolku-
mýra sem nefndar voru eftir land-
námsmanninum Þorbimi kolku.
I merkinu eru þrjú tákn, sem
tengjast sveitinni, Reykjanibba sýnd
með hvítri línu, Gullsteinn í svört-
um lit og stökkvandi lax í hvítum
lit. Við Gullstein tók Konráð bóndi
á Stóru-Giljá fyrstur Islendinga
kristna trú af syni sínum Þorvaldi
víðförla og Friðriki biskupi af
Saxlandi árið 981.“
Að öðm leyti vísast til lýsingar-
innar á merkinu á bls. 128 12. tbl.
1994.
BYGGÐAMÁL
Gott fordæmi
I Hofshreppi eiga þrjár konur sæti
í hreppsnefnd og er ein þeirra odd-
vitinn. Á yfirstandandi kjörtímabili
hafa þær allar eignast börn, tvær
þeirra stúlkur og ein dreng.
Sveitarstjórinn, Jón Guðmunds-
son, bendir hreppsbúum og fleirum
á þetta sem gott fordæmi varðandi
eflingu sveitarfélaga.
1 28