Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Blaðsíða 17
AFMÆLI
Afmælistertan var risastór - og á henni mynd af Brautarholtsskóla.
fræðslumálastjóra 29. febrúar 1936.
Enn var þá eftir að mála húsið að utan og
ganga frá einni stofu og var sá kostnaður
áætlaður 1.250,00 krónur.
Ríkissjóðsstyrkurinn varð helmingur áfall-
ins byggingarkostnaðar í árslok 1935 - að
frádregnu landverði - eða krónur 22.955,87,
samkvæmt bréfi Asgeirs Asgeirssonar
fræðslumálastjóra, dags. 26. 4. 1936. Einhver
viðbót kom síðar fyrir málningu.
Ríkissjóðsstyrkurinn átti að koma á
nokkrum árum og raunar kom síðasta greiðsl-
an ekki fyrr en 1939. Þetta voru krepputímar
og peningar varla til.
Faðir minn segir frá því í viðtali við Guð-
mund Daníelsson í bókinni Þjóð í önn - að
bygging þessa skólahúss haft verið erfiðasta
hlutverk hans í lífinu - og hefði Jón Jónsson,
sparisjóðsstjóri Skeiðahrepps, ekki hlaupið
undir bagga, meðan húsið var í smíðum,
hefði verkið stöðvast. Og þótt hann hefði rík-
isábyrgð í höndunum var honum neitað um 8 þúsund
króna lán í öllum bönkum. En lánið fékkst loks hjá
Brunabótafélagi íslands - og var þá hægt að ljúka bygg-
ingunni.
Þá náðust samningar við Kaupfélag Amesinga um
kaup á öllu efni - út á ríkisframlagið.
Miklu munaði um vinnuframlög hreppsbúa og fram-
lög í peningum. Bændur gáfu 686 dagsverk - og allt
upp í 40 dagsverk, þeir sem mest gáfu. Ungmennafélag-
ar gáfu 102 dagsverk - sem metin voru á krónur 661,70
og félagið lagði auk þess fram 2.126,84 krónur í pening-
um. Kvenfélagið lagði fram 1000 krónur.
Á Skeiðum voru þá margir góðir smiðir, en mest
unnu við bygginguna þeir Jón á Blesastöðum, Eiríkur í
Gestir gæða sér á kræsingum.
Vorsabæ og bræðurnir Bjarni og Þorgeir á Hlemmi-
skeiði.
Byggingarmeistari var Kristinn Vigfússon á Selfossi
og múrari Jón Bjamason á Eyrarbakka.
Dagkaup fullorðinna var þá metið á krónur 6,50,
heimasmiða 8,00 krónur og unglinga 5,00 krónur en
vinnudagur var þá 10 stundir. Byggingarmeistarinn fékk
14,50 krónur á dag og múrarinn 12,50 krónur.
Það er athyglisvert nú til dags að ekki var borguð ein
króna í sjóðagjöld eða opinber gjöld af húsbyggingunni.
Húsið teiknaði Guðjón Samúelsson, húsameistari rík-
isins, og þegar það var risið þótti það glæsilegasta skóla-
og samkomuhús á Suðurlandi.
Blómlegt starf í Brautarholti
Öll aðstaða til kennslu gjörbreyttist til batn-
aðar með tilkomu nýja skólans og börnin
fengu þar skjól í heimavist. Ráðskona var
ráðin að skólanum og mötuneyti sett upp.
Unglingafræðsla komst á í nokkra vetur.
Allt félagslíf tók fjörkipp og íþróttir.
Skeiðamenn voru svo heppnir á þeim tíma
að leikfimikennari, Jón Bjamason á Hlemmi-
skeiði, var búsettur í sveitinni og fékk ung-
mennafélagið hann til að kenna leikfimi.
Æfði hann pilta í nokkur ár og árið 1940
sendi ungmennafélagið flokk pilta á landsmót
UMFI í Haukadal. Vakti sú sýning landsat-
hygli. Þá sýndi einnig hópur pilta frá ung-
mennafélaginu fimleika á landsmótinu á
Hvanneyri 1943 og piltar frá félaginu tóku
þátt í mikilli fimleikasýningu á lýðveldishá-
tíðinni á Þingvöllum 1944.
Frjálsar íþróttir voru einnig stundaðar og
79