Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Blaðsíða 50
ÝMISLEGT
mjög háðar búverkum og árstíðum.
Stjómarfundir frestuðust sums stað-
ar lengi í vetur sem leið vegna
ófærðar. Því reyndist heppilegra að
miða atkvæðatekjurnar við hvert
mál, þannig að búnaðarsamböndin
fá í reikning sinn vegna hvers máls
sem tekið er til afgreiðslu 3 atkvæði
á hvert hundrað félagsmanna. Bún-
aðarsamband með 102 félagsmenn
fær því 3,06 atkvæði. Nú kann
fyrsta mál sem tekið er fyrir að vera
þannig vaxið að sumir láta sig það
miklu varða. Til þess að geta látið
slíka áherslu koma fram þegar í
fyrsta málinu fá búnaðarsamböndin
í upphafi 12 atkvæði á hvert hundr-
að félagsmanna. Til þess að menn
geti metið vægi þess máls sem er til
afgreiðslu er búið að kynna þau tvö
mál sem á eftir koma.
Málið sem er til afgreiðslu þegar
þetta er samið er skipan þings hinna
nýju bændasamtaka. Miðað er við
að atkvæðagreiðslu ljúki fyrir vor-
annir. Til að skýra kosti aðferðar-
innar lýsi ég afbrigðum málsins:
Tillögur um skipan búnaðar-
þings
A) Sama skipan og samið var um
við sameiningu Búnaðarfélags
íslands og Stéttarsambands
bænda. Þingið kýs stjórn sam-
takanna.
B) Sama skipan og samið var um
við sameininguna. Stjóm sam-
takanna kosin beinni kosningu
bænda.
C) Þingið skipað fulltrúum búnað-
arsambanda. Það kýs stjóm sam-
takanna.
D) Þingið skipað fulltrúum búnað-
arsambanda. Stjóm samtakanna
kosin beinni kosningu bænda.
E) Þingið skipað fulltrúum bú-
greinafélaga. Það kýs stjórn
samtakanna.
F) Þingið skipað fulltrúum bú-
greinafélaga. Stjóm samtakanna
kosin beinni kosningu bænda.
G) Þingið skipað fulltrúum búnað-
arsambanda og búgreinafélaga,
nokkurn veginn til helminga.
Það kýs stjóm samtakanna.
H) Þingið skipað fulltrúum búnað-
arsambanda og búgreinafélaga,
nokkurn veginn til helminga.
Stjóm samtakanna kosin beinni
kosningu bænda.
I) Þingið skipað fulltrúum búnað-
arsambanda og afurðastöðva
(búgreinafélaga í greinum þar
sem ekki eru almennar afurða-
stöðvar), nokkurn veginn til
helminga. Það kýs stjórn sam-
takanna.
J) Þingið skipað fulltrúum búnað-
arsambanda og afurðastöðva
(búgreinafélaga í greinum þar
sem ekki eru almennar afurða-
stöðvar), nokkurn veginn til
helminga. Stjórn samtakanna
kosin beinni kosningu bænda.
Þama gefst mönnum kostur á að
tjá býsna margt í einu, eins og sýnt
verður með dæmi af búnaðarsam-
bandi sem á 20 atkvæði í sjóði. Það
metur afbrigði A mest og býður á
það 8 atkvæði. Þar næst kemur af-
brigði B sem það metur á 7 atkvæði
og síðan afbrigði D á 6 atkvæði, en
hin á enn færri atkvæði. Kostnaður
búnaðarsambandsins, ef A fær mest
fylgi, getur aldrei orðið meira en 8
atkvæði. Þess vegna er ástæðulaust
að leggja saman atkvæði sem boðin
em á einstök afbrigði.
Skiljanlega hentar ekki að nota
markaðsatkvæði á fundi eða þingi
þar sem mál em afgreidd hratt hvert
á fætur öðm, heldur á aðferðin við
til að móta mál þegar svigrúm er til
að meta vægi þess miðað við þau
mál sem menn eiga von á að komi
fram á næstunni.
Aöferö til skoðanakönnun-
ar í hendi hreppsnefndar
Markaðsatkvæði virðast henta á
vettvangi sveitarstjórna. Hrepps-
nefnd nokkur hefur hug á að nota
markaðsatkvæði til að kanna á víð-
ari vettvangi viðbrögð við ólíkum
úrræðum í málum áður en hún
ályktar og ákveður sig. Hrepps-
nefndin hlýtur að ráða því hvaða
mál hún leggur fyrir. Við síðustu
hreppsnefndarkosningar vom boðn-
ir fram 3 listar með 7 aðalmönnum
á hverjum. Hugmyndin er að þessir
21 verði vettvangurinn sem hrepps-
nefnd snýr málinu til og að þeir fái
hver fyrir sig atkvæði í hlutfalli við
atkvæðatölu lista síns. Æskilegt er
að mál sem þannig yrðu lögð fyrir
yrðu tvö að hausti og tvö að vori.
Það er trúlega mjög misjafnt eftir
sveitarfélögum hvernig mál koma
til greina.
I starfi samtaka sveitar-
félaga
Samtök sveitarfélaga þurfa iðu-
lega að gera upp á milli úrræða sem
varða sveitarfélögin. Ætla má að þar
geti markaðsatkvæði átt við til að
komast að þeirri niðurstöðu sem
menn geti best sætt sig við. Þá sýn-
ist eiga við að vinna verkið fyrst á
vegum kunnáttumanna, svo sem í
heilbrigðismálum, fræðslumálum
og umhverfismálum. Kunnáttu-
mennirnir fengju það hlutverk að
leggja fram kosti í hverju máli sem
síðan yrðu lagðir fyrir sveitarfélög-
in. Þetta má skýra frekar.
Heilbrigðismálaráð starfa á vett-
vangi læknishéraða. Dæmi um það
er heilbrigðismálaráð Norðurlands-
héraðs eystra. Þau eru skipuð full-
trúum stofnana. Taka mætti upp mál
þar sem heilbrigðismálaráðið vildi
tengja saman framkvæmdir og raða
þeim. Þar er margt sem togast á og
slík mál eru stöðugt í endurskoðun.
Skipan skólamála hlýtur að koma til
endurskoðunar á næstunni. Það má
ætla að gerist á vegum samtaka
sveitarfélaga. Hér er að vísu ekki
um að ræða samtök sem ákveða
margt á þessum sviðum, en rökstutt
álit þeirra kann að varða miklu.
Með markaðsatkvæðum gefst tæki-
færi til rökstuðnings sem felst í því
að sýna hversu mikill þungi er lagð-
ur á úrræðin sem til greina koma og
þarf að gera upp á milli. Þá má
nefna umhverfismál sem vel getur
átt við að taka sameiginlegum tök-
um. Vinnubrögðin yrðu þá að stjóm
samtakanna setur niður fyrir sér við-
eigandi mál, lætur kunnáttumenn út-
færa afbrigði í hverju máli og leggur
afbrigðin fyrir sveitarfélögin, en þau
1 1 2