Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Blaðsíða 24
SÖFN
Hugleiðing um safnamál
Hallgerður Gísladóttir, sérfræðingur áþjóðháttadeild Þjóðminjasafns
Islands, og Sigríður Sigurðardóttir, safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga
I allflestum sveitarfélögum á
landinu þurfa sveitarstjórnar-
menn að hafa afskipti af ein-
hvers konar safnastarfi. I þessu
greinarkorni verður leitast við
að upplýsa nokkur atriði sem
snerta vinnu á söfnum og hvað
er helst á döfinni í safnamálum,
einkum varðandi umræður um
svonefnda „söfnunarstefnu".
Félag íslenskra safnmanna er
rúmlega 100 manna félag sem
er opið starfsmönnum á minja-, lista- og náttúrugripa-
söfnum. I reynd er þó starfsfólk minjasafna langstærstur
hluti virkra félaga. Um helmingur þeirra mætir árlega í
svonefndan farskóla, árlegt námskeiðahald safnmanna,
þar sem rædd eru mál sem efst eru á baugi og fengnir
þarfir fyrirlestrar. I farskólanum í fyrra var t.d. aðalefnið
gæðastjómun og í ár bar hæst námskeið um tölvuskrán-
ingu, en hún er víða að fara af stað í söfnunum. Bæði í
fyrra og í ár urðu töluverðar umræður um söfnunar-
stefnu sem til skamms tíma hefur verið lítt þekkt hugtak
hér. Víða erlendis þurfa söfn hins vegar að framvísa ná-
kvæmri „söfnunarstefnu“ til að eiga þess kost að fá op-
inbera styrki.
Hvaö er söfnunarstefna?
Söfnunarstefna er skilgreining safns á sjálfu sér, á því
hverju það safnar, hverju það safnar ekki og hvemig það
hagar áherslum í söfnuninni. Söfnunarstefna íslenskra
minjasafna hefur yfirleitt verið ein og sú sama. Það er að
taka við því sem að þeim er rétt. Aðföng byggjast nánast
einvörðungu á gjöfum. Hér verður að geta þess að fram
á þessa öld keypti Þjóðminjasafn Islands töluvert af
gripum og höfðu safnmenn þar því nokkuð að segja um
forgangsatriði í söfnuninni. Nú em kaup safngripa hins
vegar afar sjaldgæf.
Söfnin of lík?
Aðurnefnd stefna, þ.e. að þiggja allt til að styggja
engan, hefur tvennt í för með sér. I fyrsta lagi em það
oft sömu gripimir sem koma inn
í söfnin um allt land. Söfnin
verða m.ö.o. mjög lík. í öðru
lagi er eins með þetta og margt
annað að ef einn gefur t.d. skil-
vindu kemur annar á eftir með
sína þannig að safn eignast
marga gripi sem eru eins. Þetta
setur söfnin í nokkurn vanda.
Þau sitja uppi með mörg eintök
af sumum hlutum á meðan aðra
vantar alveg og húsrúm er alls
staðar takmarkað, að ekki sé talað um mannskap og að-
stöðu til forvörslu. Fá íslensk söfn ráða yfir góðum
geymslum. Erlendis hafa söfn víða heimild til grisjunar
ef það er nauðsynlegt einhverra hluta vegna. Geymslu-
pláss í safngeymslum, sem fullnægja nútíma kröfum, er
nefnilega dýrt og má kallast bruðl að láta tilviljun ráða
hvað þar er vistað.
Meðvituð safnapólitík myndi einmitt beinast að því að
skipta verkum á milli safna með það fyrir augum að fylla
í sem flestar eyður í íslenskri safngripaflóru. Möguleiki á
þessu í nútímanum helst í hendur við tölvuskráningu því
án hennar er erfitt að fá yfirsýn yfir hvað yfirleitt er til og
hvað menn vantar. Þetta er einkum brýnt hvað varðar
móttöku á söfnum á fjöldaframleiddum hlutum frá þess-
ari öld.
Ætla allir að safna sömu hrærivélunum, þvottavélun-
um og dráttarvélunum svo að eitthvað sé nefnt? Hverjir
ætla að nálgast það sem vantar og hvemig?
Safn er ekki aöeins sýning
Og þá komum við að öðmm hlutverkum safna, þ.e. að
gera því til góða sem tekið er við og sýna það. Sumir
gætu haldið að með því einu að hrúga saman munum í
hús og ráða einhvem til að „passa“ part úr degi verði til
safn sem stendur undir nafni. Slíkt er misskilningur því
að safn er ekki aðeins sýning muna þar sem einhver selur
aðgang og lítur eftir að engu sé stolið. Menn verða að
gera greinarmun á sýningu og safni. Sýning er hluti
safns. Á safni eru gripir geymdir, sýndir og þeim er gert
Hallgeröur Gísladóttlr.
Sigrlður Siguröardóttir.
86