Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Qupperneq 26

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Qupperneq 26
SOFN Þrír kaflar úr sýslunejhdarsögu: Minjasafn Austurlands, bókasöfn í Suður-Múlasýslu og Héraðsskjalasafn Austfirðinga Armann Halldórsson ritstjóri Þegar komið er að félagsheimilinu Valaskjálf á Egilsstöðum vekur athygli nýhygging á vinstri hönd. Hér er í smíðum safnahús sem á að hýsa Héraðsskjalasafn Austfirðinga, Minjasafn Austurlands og Bókasafn Héraðsbúa sem er héraðsbókasafn. Með Múlaþingi, byggðarsöguriti Austfirðinga, því 18. í röðinni, árið 1991 ,fylgdi mikið rit, Saga sýslu- nefndar Suður-Múlasýslu, sem Armann Halldórsson, ritstjóri Múlaþings, hefur skrifað. 1 því segir hann m.a.frá tilurð Minjasafns Austurlands, frá bókasöfnum í Suður-Múla- sýslu ogfrá Héraðsskjalasafni Austfirðinga. Þriðji hluti ritsins fjallar um tímabilið 1940-1988 ogfara hér á eftir kaflarnir um þessi söfn, en á þeim hafa verið gerðar smá- vœgilegar breytingar miðað við birtingu nú. - Ritstj. Mestallan þann tíma, sem sýslunefnd Suður-Múlasýslu starfaði, 1875-1988, lét hún sig mennta- og menningarmál miklu varða. Sýslan rak, ásamt Norður-Múlasýslu, búnaðarskóla á Eiðum 1883-1918, styrkti íþróttasamtök og önnur félags- og menning- arsamtök auk stofnana af ýmsu tagi, t.d. Húsmæðraskólann á Hallormsstað, Minja- safn Austurlands, Skógræktarfélag Austur- lands, byggingu heimavistarskóla, sund- lauga og félagsheimila og starfrækti fræðsluráð. Hún veitti fé til útgáfu vissra rita um aust- firsk málefni og studdi að kirkjulegu starfi. Sýslumar og kaupstaðimir höfðu á sinni könnu hátíðahöld 1944 og 1974, áttu drjúgan þátt í stofnun menntaskóla á Austur- landi, stóðu að Fjórðungsþingi Austfirðinga (1943-1953) og tímariti þess, Gerpi. Einnig gáfu sýsl- umar og kaupstaðirnir út Múlaþing um nokkurra ára skeið, áður en sýslunefndir hættu störfum, en styrktu áður. Minjasafn Austurlands Hugmynd um minjasafn á Austurlandi kynntu þau Gunnar Gunnarsson og Sigrún Blöndal á samkomu í Hallormsstaðarskógi 19. júlí 1942 og vom þar kosnir í undirbúningsnefnd til að stofna safnið, auk Gunnars og Sigrúnar, Páll Her- mannsson, Þórarinn Þórarinsson, Bjöm á Rangá, Sveinn á Egilsstöðum og Benedikt Guttormsson, bankastjóri á Eskifirði. Á fyrsta nefndarfundi var Gunnar kosinn formaður og gegndi hann því starfi til 1948. Fjárhagslegir bakhjarlar safnsins skyldu vera Búnaðarsamband Austurlands, Ung- menna- og íþróttasamband Austurlands og Samband austfirskra kvenna. Tvennt var það sem stjómin beitti sér fyrir í byrjun: Ragnar Ásgeirsson var fenginn til að koma safninu á fót. Hann ferðaðist um Austurland og safnaði gömlum munum og varð allvel ágengt. Síðan skrásetti hann þessa muni og gekk frá þeim til sýningar í fremur litlu herbergi á Skriðuklaustri. Þar vom þeir til sýnis um þó nokkurra ára skeið en áður voru þeir geymdir á Hallormsstað. Annað sem aflaðist var geymt á Skriðuklaustri, m.a. inn- viðir „salloftsins“ frá Hallfreðarstöðum. Annað áhugamál safnstjómar var að koma upp safn- húsi en það gekk ekki vel, enda stærra og dýrara fyrir- tæki. 88
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.