Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Blaðsíða 60
UMHVERFISMÁL
Grafiö fyrir rotþró viö garöyrkjubýliö Furugrund i Reykholtsdalshreppi. Myndina tók Páll Sigmundsson fyrir Sveitarstjórnarmál.
greiddu rotþróna sem hreppurinn
myndi þá sjá um innkaup á og reyna
að ná fram afslætti vegna magninn-
kaupa, en hreppurinn greiddi kostn-
að við frágang rotþróarinnar. Til-
boðinu tóku allir sem málið varðaði.
Þá var leitað tilboða í rotþrær, um
40 talsins, hjá nokkrum framleið-
endum. Niðurstaðan var í stuttu
máli sú að samið var við Sæplast á
Dalvík um framleiðslu á rotþróm
fyrir hreppinn. Það sem réði úrslit-
um við val á framleiðanda var það
helst að verðið var hagstæðast hjá
því fyrirtæki miðað við gæði vör-
unnar sem það bauð. Þessu næst var
leitað tilboða í rör og fittings til að
tengja þræmar; og jafnframt kom í
ljós að við marga eldri bæi þurfti að
skipta um frárennslisrör heim að bæ
og í sumum tilfellum jafnvel inn
undir gmnn húsanna en allt efni og
umframvinnu greiddu eigendur á
hverjum bæ.
Samið var við verktaka í hreppn-
um um að vinna verkið í tímavinnu
en hann veitti vemlegan afslátt frá
taxta vegna þess hve verkið var um-
fangsmikið. Allt verkið var unnið
undir eftirliti byggingarfulltrúa og í
samvinnu við heilbrigðisfulltrúa
Vesturlands.
Nú kynnu einhverjir að spyrja:
Hvers eiga þeir að gjalda sem áður
höfðu leyst sín frárennslismál á eig-
in kostnað? Hefði hreppsnefnd átt
að veita íbúunum ákveðinn frest til
að koma frárennslinu í viðunandi
horf og að þeim fresti liðnum að
ráðast í framkvæmdina á kostnað
eigenda fasteigna? Ég tel svo ekki
vera. I fyrsta lagi er þetta áskorun
frá borgarafundi og hagsmunir
sveitarfélagsins það miklir að það
réttlætir þessa framkvæmd fullkom-
lega. I öðm lagi er það svo að þeir
peningar sem koma inn í sveitarsjóð
em til þess ætlaðir að nota þá til að
veita þegnununt þjónustu en þjón-
ustan nýtist íbúunum misjafnlega,
sumir hafa t.d. aldrei þörf á að nýta
sér leikskólann, sem við rekum hér,
svo ég nefni eitt dæmi, en greiða þó
skatta til samfélagsins eins og hverj-
ir aðrir.
Hvaö má af framkvæmd-
inni læra?
Af framkvæmd sem þessari má
ýmislegt læra og ef ég ætti á ný að
standa fyrir sams konar verkefni
myndi ég standa öðruvísi að ein-
stökum hlutum og ætla ég að reyna
að greina frá því í fáeinum línum.
Ég tel eðlilegt að sveitarfélagið
sjái um innkaupin og reyni með
þeim að ná sem hagstæðustu kjör-
um og mesta mögulega afslætti með
magninnkaupum, en að fram-
kvæmdinni myndi ég standa með
öðrum hætti. Eðlilegast er að eig-
endur fasteignanna sjái sjálfir um
alla framkvæmd heima fyrir undir
eftirliti byggingarfulltrúa og þegar
lokaúttekt hefur farið fram greiði
sveitarsjóður eingreiðslu til eigand-
ans í stað þess að sjá um alla þá um-
sýslu sem því fylgdi að standa með
1 22