Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Side 23
ÞJÓÐLEGUR FRÓÐLEIKUR
Söfnun og varðveisla þjóðsagna
og annarra þjóðlegra fræða
Enda þótt sýnt væri fyrir um það
bil sex áratugum að hin foma menn-
ing bænda og útvegsbænda riðaði til
falls, reyndist arfur hennar samt
drýgri en flestir þorðu að vona, svo
að nokkurt tóm gafst til að draga
furðumargt saman úr ýmsum
meginþáttum hennar. I Stofnun
Árna Magnússonar, Islandi, eru
varðveittar hljóðritaðar heimildir
um frásagnarlist þjóðarinnar í
munnmælum, misgömlum að vísu,
en margt þeirra hefur mótast öldum
saman í furðunáinni sambúð við
fjölbreyttar bókmenntir þjóðarinnar.
Til þessa safns var farið að efna
sumarið 1963 og var fyrst í stað að-
eins safnað að sumarlagi, en haustið
1966 var tekin upp söfnun árið um
kring á vegum Stofnunar Árna
Magnússonar.
Ævintýrum var safnað af kappi,
einkum þegar í ljós kom að þau
voru að hverfa úr munnmælum með
elstu kynslóðinni, en eins og við
mátti búast hefur mest komið í leit-
imar af sögnum af ýmsu tagi. Sjald-
gæft hefur verið að sagnamennimir
hafi getað greint eitthvað frá huldu-
fólki, en minnast má á það að göm-
ul kona á Ströndum sagði frá heim-
sóknum sínum til tveggja huldu-
kvenna í bamsnauð. Sagnir af aftur-
göngum vom hins vegar miklu al-
gengari - tveir heimildarmenn
höfðu flogist á við draug, þó að þeir
væm miklu fleiri sem höfðu aðeins
séð svipi - og ýmiss konar dulrænar
sagnir svo sem sagnir um álaga-
bletti. Mikil áhersla hefur verið lögð
á byggðasagnir enda er bæði í þeim
Hallfreður Örn
Eiríksson, cand. mag.,
Stofhun Arna
Magnússonar
fólginn mikill fróðleikur um lífsbar-
áttu manna áður fyrri og eins sést af
þeim hvað talið hefur verið minnis-
stæðast. Ekki hefur heldur verið lát-
ið hjá líða að safna endurminning-
um.
Jafnframt sjálfri þjóðsagnasöfn-
uninni hefur þess verið freistað að
safna sem traustustum og fjölbreyti-
legustu heimildum um lífsskilyrði
þjóðsagnanna. Allmargar hafa verið
hljóðritaðar í hópi áheyrenda, t.d.
nokkur ævintýri eftir gömlum kon-
um sem sögðu þau börnum um
háttumál eins og alsiða var áður
fyrri. Þá hefur verið aflað heimilda
um frásagnarstíl sagnamanna, en
um hann er því miður minna vitað
en skyldi vegna þess að engin leið
var að skrá nákvæmlega eftir sagna-
mönnunum nema bundið mál og
einnig er ekki vitað nema frumtext-
um hafi verið breytt við hreinritun.
Enn sem komið er hafa ekki nema
örfáir textar úr þjóðsagnasafni
Stofnunar Áma Magnússonar verið
birtir. Sumir þeirra eru í safninu frá
liðinni tíð, bæði á snældu og fjölrit-
uðu kveri ásamt skýringum, en að
útgáfunni stóð Námsgagnastofnun í
samvinnu við Stofnun Áma Magn-
ússonar árið 1984. Aðrir eru í Is-
lenskum úrvalsævintýmm sem Mál
og menning gaf út 1986. Ástæðan
til þess að ekki hefur verið seilst oft-
ar í þjóðsagnasafn Stofnunar Áma
Magnússonar er sú að brýnna hefur
þótt að sinna söfnuninni en tíma-
ifekri afritun af segulbandsspólun-
um. Ekki verður samt vikist undan
því öllu lengur að afrita þetta ein-
stæða safn, því að aldrei er að vita
hvað koma kann fyrir segulbands-
spólumar enda þótt þær séu í góðri
geymslu. Þá væri heldur ekki ónýtt
fyrir áhugamenn um sagnaskemmt-
un að geta fræðst um list sagna-
manna fyrri tíma en til þess að text-
amir geti gegnt því hlutverki sínu
þurfa þeir að vera tiltækir almenn-
ingi í vönduðu úrvali.
85