Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Blaðsíða 61
UMHVERFISMÁL
þeim hætti að framkvæmdinni sem
við gerðum hér í Reykholtsdals-
hreppi.
Nú kunna einhverjir að spyrja hve
há greiðslan ætti að vera. Ég tel að
kostnaður hér sé u.þ.b. 55.000 til
60.000 á hverja rotþró.
Nú þegar þessu átaki er að ljúka
þarf að skipuleggja reglubundnar
hreinsanir á rotþrónum í hreppnum
og er það nú í undirbúningi.
„Jóna-hreinsitæki“ viö
sundlaugar
Mig langar í lokin að minnast á
eitt atriði til viðbótar er varðar frá-
veitur.
Hér í Borgarfjarðarhéraði eru
margar sundlaugar og ég tel að
næsta verkefni okkar í fráveitumál-
um sé að vinna að því að koma fyrir
við sundlaugarnar „jónahreinsi-
tækjurn" þannig að minnka megi
verulega það klórmagn sem sleppur
út við sundstaði héraðsins. Ég tel
þetta afar brýnt verk, ekki síst fyrir
þær sakir að hér í Borgarfjarðarhér-
aði eru margar af betri laxveiðiám
landsins og það er skylda okkar sem
og sveitarstjórnarmanna um land
allt að berjast gegn þeirri klórmeng-
un sem stafar frá sundlaugum vítt
og breitt um landið. Ég mun a.m.k.
beita mér fyrir því hér í hreppi.
Umhverfisverkefni UMFÍ
Ég get ekki látið hjá líða að minn-
ast á „umhverfisverkefni Ung-
mennafélags íslands (UMFÍ) í sam-
vinnu við umhverfisráðuneytið"
sem nú hefur verið kynnt.
Verkefnið beinist að umgengni
við haftð, ár og vötn landsins og er
annars vegar hreinsunarverkefni og
hins vegar og ekki síður fræðslu-
verkefni sem ætlað er að vekja þjóð-
ina til að hugsa um það hvers virði
það er að eiga hreina náttúru og
ekki hvað síst hreint haf, ár og vötn.
Það er skylda hvers þjóðfélagsþegns
að skila landinu betra af sér en hann
tók við því. Það er von mín að sveit-
arfélögin styðji vel við bakið á ung-
mennafélögunum við þetta verkefni
því það er mikils virði að eiga hreint
og þrifalegt sveitarfélag og er undir-
staða góðs samfélags.
Búnaðarþing ályktar um
átak í umhverfísmálum
Eftirfarandi ályktun var gerð á
fyrsta búnaðarþingi nýrra bænda-
samtaka, sem stofnuð voru með
sameiningu Búnaðarfélags íslands
og Stéttarsambands bænda, dagana
13.-18. mars:
„Búnaðarþing 1995 telur að góð
umgengni og hreint og ómengað
umhverfi séu grundvallarforsendur
þess að íslenskur landbúnaður geti
þróast og haldið uppi sterkri ímynd
heilnæmrar matvælaframleiðslu.
Ferðaþjónusta bænda og önnur
þjónusta við ferðamenn á hér einnig
mikið undir.
Þingið beinir því til stjórnar
Bændasamtakanna að hún haft for-
göngu um átak í umhverfismálum.
Bændur, sveitarfélög og heilbrigðis-
yfirvöld þurfa að standa saman að
úrbótum, sem beinast m.a. að:
• Frárennsli í þéttbýli og dreif-
býli.
• Hreinsun á fjörum landsins og
að stöðva losun sorps og ónýtra
veiðarfæra í sjó.
• Vistvænni aðferðum við eyð-
ingu sorps og spilliefna.
• Bílflökum, ónýtum vélum og
öðru rusli, sem víða liggur fyrir allra
augum.
• Ofbeit og annarri áníðslu lands.
Þingið bendir á að slæm afkoma
bænda eykur líkur á versnandi um-
gengni. Nauðsynlegt er að íslensk-
um bændum séu búin þau rekstrar-
skilyrði að þeir hafi getu til að bæta
umgengnina og umhverfið svo að
þeir geti skilað komandi kynslóðum
betra landi.“
Vikuleg áætlun M/F Norrænu sumarið 1995:
AUSTFAR
SEYÐISFIRÐI - ® 21111 - FAX 21105
Norræna ferðaskrifstofan hf.
sími 91-626362, fax 29450
Laugavegi 3, Reykjavík
Staöartími
Ferðafjóldi
Afangastaðir Vikudagar
Esbjerg.......laugard.
Þórshðfn_______mánud.
Bergen....... þriöjud.
Þórshöfn.......miðvikud.
Seyðisflöröur.. fimmtud.
Þórshöfn......fðstud.
Esbjerg.......laugard.
Koma/Brottlör 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13
- 22:00 03.06 1006 17.06 24.06 01.07 08.07 15.07 22.07 29.07 05.08 12.08 19.08 26.08
10:00 14:00 05.06 12.06 19.06 26.06 03.07 10.07 17.07 24.07 31.07 07.08 14.08 21.08 28.08
1?:W 15:00 «.Q§ 13.06 20.06 27.06 04.07 11.07 18.07 25.07 01.08 08.08 15.08 22.08 29.08
11:00 15:00 07.06 14.06 21.06 28.06 05.07 12.07 19.07 26.07 0208 09.08 16.08 23.08 30.08
07:00 11:00 08.06 15.06 22.06 29.06 06.07 13.07 20.07 27.07 03.08 10.08 17.08 24.08 31.08
05:00 08:30 09.06 16.06 23.06 30.06 07.07 14.07 21.07 28.07 04.08 11.08 18.08 25.08 01.09
10:00 - 10.06 17.06 24.06 01.07 08.07 15.07 22.07 29.07 05.08 12.08 19.08 26.08 02.09
Ferð 14*
Afangastaðir Vikudagar Koma/Brottfór Dagur
Esbjerg.......laugard.
Þórshöfn......mánud.
Seyðisfjörður.. þriðjud.
Þórshöfn......Miðvikud.
Esbjerq.......fimmtud.
- 22:00 02.09
10:00 15:00 04.09
07:00 11:00 05.09
05:00 08:30 06.09
19:00 - 07.09
* í síðustu ferð skipsins er Bergen sleppt
Skyggðir reitir sýna lc
a verðtimabil, en hvítir reitir hærra verðtímabil.
1 23