Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Page 30
SOFN
skjalasöfn. Samþykkt var að velja safninu stað á Egils-
stöðum og kaupa þar húsnæði yfir það og oddvita heim-
ilað að gera ráðstafanir í þeim efnum í samráði við
sýslunefndarmenn. Jafnframt var oddvita falið að leita
bindandi samkomulags við önnur lögsagnarumdæmi á
svæðinu um stofnun safnsins. Umræður urðu miklar og
lauk með því að samþykkt var munnleg tillaga oddvita
um að fresta lokaákvörðun til 6. ágúst er sýslunefnd
skyldi koma saman á aukafund.
Á þeim fundi var samþykkt að stofna safnið og leita
samstarfs við Norður-Múlasýslu og kaupstaðina. Einnig
að leita eftir kaupum á húsi Pósts og síma (Kaupvangi
2) á Egilsstöðum, en það átti að verða til sölu innan tíð-
ar. Engar fjárhagslegar skuldbindingar yrðu þó gerðar
án samþykkis sýslunefndar.
Árið 1972 gerðist Norður-Múlasýsla aðili að héraðs-
skjalasafninu en kaupstaðimir neituðu, Neskaupstaður
fyrst, „nema safnið verði hér“, sagði bæjarstjóri, síðan
Seyðisfjarðarkaupstaður og Eskifjarðarkaupstaður, jafn-
skjótt og hann fékk kaupstaðarréttindi. Fólk úr þessum
kaupstöðum hefur þó jafnan notið sömu þjónustu og
aðrir í safninu, jafnt varðandi afnot bóka sem skjala, og
óneitanlega er það nokkuð andhælislegt að þrír fjöl-
mennustu staðimir (aðrir en Egilsstaðir) í Múlasýslum
skuli standa utan við stofnun sem helgast Múlaþingi öllu
með þeim hætti sem héraðsskjalasafnið gerir. Skjöl eru
þó að sjálfsögðu fá í safninu tilheyrandi þessum stöðum.
Nú verður nokkurt hlé á skjalasafnsmálum og best að
láta það afskiptalaust en sýslumar keyptu þó húsið.
Árið 1974 tók safnmálið óvænta stefnu. Því barst
bókagjöf, 4-5 þúsund bindi vandaðra bóka, langsamlega
flestra í bandi. Þetta var dánargjöf þeirra hjóna, Halldórs
Ásgrímssonar, fyrrum kaupfélagsstjóra á Borgarfirði og
Vopnafirði og alþingismanns en síðar bankastjóra Bún-
Halldór Ásgrimsson og Anna Guöný
Guömundsdóttir, kona hans.
aðarbankans á Egilsstöðum, og konu hans, Önnu Guð-
nýjar Guðmundsdóttur, kennara og skólastjóra. Halldór
var nýlátinn (1973) er þetta var en Anna Guðný á lífi.
Frá henni barst gjafabréfið og þar skýrir hún frá því að
þau hjónin hefðu „ákveðið að þessar bœkur yrðu gefnar
eftir okkar dag til einhverrar mennta- eða menningar-
stofnunar á Austurlandi ef við því (safninu) yrði tekið
með eftirgreindum skilyrðum:"
Skilyrðin vom fimm, m.a. þessi: „Safhinu verði tryg-
gð árleg framlög til viðhalds þess og eflingar, t.d. 10%
af áœtluðu verðmœti safnsins við afhendingu þess, og
yrði það árlega framlag verðtryggt, þannig að það
hœkkaði t.d. í hlutfalli við verð á bókum.“ I öðm lagi:
„Þegar menntaskóli rís á Egilsstöðum fái sá skóli afnot
afsafninu er forráðamenn skólans telja œskileg. “
Þetta bréf barst sýslufundi 1974. Um viðtökur gjafar-
innar er bókað að sýslunefnd þættu skilyrði gefenda að
vísu ekki sem aðgengilegust - en á hinn bóginn útilokað
að hafna gjöfinni. Endanlega var samþykkt svohljóðandi
tillaga frá oddvita sýslunefndar (formála sleppt):
„Sýslunefnd Suður-Múlasýslu þakkar að sínu leyti hina
stórmannlegu bókagjöf til Múlasýslna fráfrú Onnu G.
Guðmundsdóttur og öðrum erfingjum Halldórs sál. As-
grímssonar og þann sérstaka hlýhug sem gjöfinni fylgir.
Fundurinn samþykkir að kjósa þriggja manna nefnd til
að veita gjöfinni viðtöku og ganga frá nánara samkomu-
lagi um skilyrði gjafarinnar við gefendur." I nefndina
vora kosnir Valtýr Guðmundsson, Vilhjálmur Hjálmars-
son og Hrafn Sveinbjamarson en í framkvæmdanefnd
vegna skjalasafnsins Valtýr Guðmundsson sýslumaður
og sýslunefndarmennimir Jón Kristjánsson, Egilsstaða-
hreppi, og Jón Guðmundsson, Búðahreppi.
Árið 1975 kaus sýslunefnd tvo menn í safnstjóm, þá
Jón Kristjánsson og Ragnar H. Magnússon, sýslunefnd-
92