Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Blaðsíða 37

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Blaðsíða 37
MÁLEFNI ALDRAÐRA Skýrsla um forgangsröðun verkefna í öldrunarþjónustu hjá Reykjavíkurborg GyÓa Jóhannsdóttir Þriggja manna starfshópur sem félagsmálaráð Reykjavíkurborgar skipaði hefur skilað skýrslu með ábendingum og tillögum um for- gangsröðun verkefna í öldrunar- þjónustu hjá Reykjavíkurborg. Skýrslan var lögð fram á fundi Sig- urbjargar Sigurgeirsdóttur, yfir- manns öldrunarþjónustudeildar Fé- lagsmálastofnunar Reykjavíkur- borgar, með stjórn Félags eldri borgara í janúarmánuði 1995. I evrópskri rannsókn (Walker, 1993) kemur fram að 33,7% telja gamalt fólk sjálft dómbærast um hvaða þjónustu það þarfnast. Næst á eftir kemur fólk í heilbrigðis- og fé- lagsmálageiranum, 30,2%, og síðast ættingjar eða nánir vinir, 27,8%. Eg hef nú búið í níu ár í sambýlis- húsi aldraðra að Miðleiti 5-7 (Gimli) og fylgst með þeirri þróun sem hefur orðið með hækkandi aldri íbúa hússins. Á þessu tímabili hafa 20 manns látist eftir skamma dvöl á sjúkrahúsi og 3 farið á öldrunar- stofnun. Ég hef fylgst með heimaþjónustu sem íbúar hússins hafa fengið, bæði heimilishjálp og heimahjúkrun, og hef sjálf reynslu af hvoru tveggja, en maðurinn minn hefur verið sjúkl- ingur hátt á annað ár og rúmliggj- andi sl. hálft ár. Mér finnst skýrslan áhugaverð og góður grundvöllur fyrir umræðu um öldrunarþjónustuna. Þar sem skýrsl- an snýst um þjónustu við minn ald- urshóp fékk ég löngun til þess að fjalla nokkuð um hana og setja fram sjónarmið sem ég tel að flest eldra fólk sé mér nokkuð sammála um. I. Heimaþjónusta I skýrslunni kemur fram raunsætt mat á heimaþjónustunni eins og hún er nú: „Verulega skortir á samræmda og öfluga heimaþjónustu fyrir aldraða í Reykjavík.... / fyrsta lagi eru störf starfsmanna í heimaþjónustu illa launuð störf þar sem litið er á að hér sé um að ræða ræstingar og þrif í heimahúsum en ekki alhliða, margþætta og oft flókna þjónustu við aldraða heima- búandi... ... Á undanförnum árum hefur það getað viðgengist að einstakling- ur utan af götunni í atvinnuleit hefur getað fengið vinnu í heimilishjálp- inni án þess að til hans væru gerðar sérstakar kröfur um þekkingu, þjálf- un o.s.frv.“ Hvaða þjónusta er það sem eldra fólk þarfnast? Um og upp úr sjötugsaldri fara konur að finna fyrir sliti í mjöðm- um, öxlum, gigt í baki o.s.frv. Þær þurfa fyrst og fremst aðstoð til þess að þrífa heimilið a.m.k. einu sinni í viku. Flestar af stúlkum sem hafa verið teknar „utan af götunni“ og sendar inn á heimili til aldraðs fólks, vinna við ræstingar. Margar þeirra hafa reynst góðir starfskraftar þegar búið er að kenna þeim að vinna og nýtast þá vel þeim sem eru færir um að segja þeim fyr- ir verkum. Þeir sem eru lasburða og í mestri þörf fyrir góða þjónustu eru hins vegar ekki í stakk búnir til þess að þola það álag sem fylgir því að fá stöðugt nýjar og ókunnar konur inn á heimilið og þurfa að segja þeim til. Það er einnig erfitt fyrir heimilis- hjálpina sem kemur inn á ókunnugt heimili til rúmliggjandi fólks og fær enga leiðsögn um hvað hún á að gera eða hvar hlutimir eru. I byrjun nóvember sl. fékk ég stúlku sem auglýsti eftir atvinnu í DV. Hún var utan af landi, mennt- uð, bráðdugleg og vantaði vinnu fram að jólum. Ég gat talið hana á að fara í heim- ilishjálpina og fylgdist með því hvernig henni reiddi af hjá þeim einstaklingum sem hún vann hjá og við ræddum vandamálin. Okkur kom saman um að meiri verkstjóm, eftirlit og samband við þá sem þjónustunnar njóta væri nauðsynlegt. Ein, sem var búin að starfa í heimilishjálpinni í nokkurn tíma, 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.