Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Síða 26
SOFN
Þrír kaflar úr sýslunejhdarsögu:
Minjasafn Austurlands,
bókasöfn í Suður-Múlasýslu og
Héraðsskjalasafn Austfirðinga
Armann Halldórsson ritstjóri
Þegar komið er að félagsheimilinu Valaskjálf á Egilsstöðum vekur athygli nýhygging á
vinstri hönd. Hér er í smíðum safnahús sem á að hýsa Héraðsskjalasafn Austfirðinga,
Minjasafn Austurlands og Bókasafn Héraðsbúa sem er héraðsbókasafn. Með Múlaþingi,
byggðarsöguriti Austfirðinga, því 18. í röðinni, árið 1991 ,fylgdi mikið rit, Saga sýslu-
nefndar Suður-Múlasýslu, sem Armann Halldórsson, ritstjóri Múlaþings, hefur skrifað. 1
því segir hann m.a.frá tilurð Minjasafns Austurlands, frá bókasöfnum í Suður-Múla-
sýslu ogfrá Héraðsskjalasafni Austfirðinga. Þriðji hluti ritsins fjallar um tímabilið
1940-1988 ogfara hér á eftir kaflarnir um þessi söfn, en á þeim hafa verið gerðar smá-
vœgilegar breytingar miðað við birtingu nú. - Ritstj.
Mestallan þann tíma, sem sýslunefnd
Suður-Múlasýslu starfaði, 1875-1988, lét
hún sig mennta- og menningarmál miklu
varða. Sýslan rak, ásamt Norður-Múlasýslu,
búnaðarskóla á Eiðum 1883-1918, styrkti
íþróttasamtök og önnur félags- og menning-
arsamtök auk stofnana af ýmsu tagi, t.d.
Húsmæðraskólann á Hallormsstað, Minja-
safn Austurlands, Skógræktarfélag Austur-
lands, byggingu heimavistarskóla, sund-
lauga og félagsheimila og starfrækti
fræðsluráð. Hún veitti fé til útgáfu vissra rita um aust-
firsk málefni og studdi að kirkjulegu starfi. Sýslumar og
kaupstaðimir höfðu á sinni könnu hátíðahöld 1944 og
1974, áttu drjúgan þátt í stofnun menntaskóla á Austur-
landi, stóðu að Fjórðungsþingi Austfirðinga
(1943-1953) og tímariti þess, Gerpi. Einnig gáfu sýsl-
umar og kaupstaðirnir út Múlaþing um nokkurra ára
skeið, áður en sýslunefndir hættu störfum, en styrktu
áður.
Minjasafn Austurlands
Hugmynd um minjasafn á Austurlandi kynntu þau
Gunnar Gunnarsson og Sigrún Blöndal á samkomu í
Hallormsstaðarskógi 19. júlí 1942 og vom
þar kosnir í undirbúningsnefnd til að stofna
safnið, auk Gunnars og Sigrúnar, Páll Her-
mannsson, Þórarinn Þórarinsson, Bjöm á
Rangá, Sveinn á Egilsstöðum og Benedikt
Guttormsson, bankastjóri á Eskifirði.
Á fyrsta nefndarfundi var Gunnar kosinn
formaður og gegndi hann því starfi til 1948.
Fjárhagslegir bakhjarlar safnsins skyldu
vera Búnaðarsamband Austurlands, Ung-
menna- og íþróttasamband Austurlands og
Samband austfirskra kvenna.
Tvennt var það sem stjómin beitti sér fyrir í byrjun:
Ragnar Ásgeirsson var fenginn til að koma safninu á
fót. Hann ferðaðist um Austurland og safnaði gömlum
munum og varð allvel ágengt. Síðan skrásetti hann þessa
muni og gekk frá þeim til sýningar í fremur litlu herbergi
á Skriðuklaustri. Þar vom þeir til sýnis um þó nokkurra
ára skeið en áður voru þeir geymdir á Hallormsstað.
Annað sem aflaðist var geymt á Skriðuklaustri, m.a. inn-
viðir „salloftsins“ frá Hallfreðarstöðum.
Annað áhugamál safnstjómar var að koma upp safn-
húsi en það gekk ekki vel, enda stærra og dýrara fyrir-
tæki.
88