Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Page 23

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Page 23
FERÐAMAL Ellefu sveitarfélög ráða sameiginlega Hinn 1. apríl sl. gerðu 11 sveitar- félög á Fljótsdalshéraði og Ferða- miðstöð Austurlands samkomulag um ráðningu ferðamálafulltrúa og rekstur Upplýsingamiðstöðvar ferðamála og tjaldsvæða á Egils- stöðum. Að samstarfi þessu standa Hlíðar-, Fljótsdals-, Tungu-, Eiða-, Borgarfjarðar-, Valla-, Jökuldals- Fella-, Skriðdals- og Hjaltastaðar- hreppur, svo og Egilsstaðabær. Að samstarfi þessu kemur einnig ferðamálafélagið Forskot með því að eiga fulltrúa í verkefnisstjórn sem er ferðamálafulltrúa til fullting- is. Auk hefðbundinna og óhefðbund- inna verkefna, mun nýi ferðamála- Sveitarfélög í uppsveitum Ámes- sýslu gerðu í byrjun þessa árs með sér samkomulag um vinnu að stefnumótun í ferðaþjónustu fyrir svæðið í heild og ráðningu ferða- málafulltrúa. Fyrirhugað er að virkja íbúa svæðisins ásamt fyrir- tækjum og stofnunum með það að meginmarkmiði að efla og styrkja ferðaþjónustu á svæðinu og fjölga atvinnutækifærum. Sveitarfélögin sem standa að þessu verkefni eru Skeiðahreppur, Gnúpverja-, Hruna- manna-, Biskupstungna-, Laugar- dals-, Grímsnes-, Grafnings- og Þingvallahreppur. Yfimmsjón verk- efnisins er í höndum oddvita sveit- arfélaganna og Atvinnuþróunar- sjóðs Suðurlands, en þriggja manna framkvæmdastjóm fer með dagleg- an rekstur þess. Áætlað er að verkefnið taki tvö ár, þ.e. stefnumótunarvinna og eftir- fylgd. á Fljótsdalshéraði ferðamálafulltrúa fulltrúinn reka Upplýsingamiðstöð ferðamála og tjaldsvæði á Egilsstöð- um en Ferðamiðstöð Austurlands leigir hús og aðstöðu af Kaupfélagi Héraðsbúa og er þar um nýbreytni að ræða. Upplýsingamiðstöð ferðamála, Kaupvangi 6, verður opin frá kl. 7-23 frá 1. júní til 1. september, en frá kl. 9 til 17 þess utan. Síma- númer þar er 471 2320, en síma- númer ferðamálafulltrúa 471 1863 og bréfasími 471 1707. Skrifstofa hans er opin frá kl. 9 til 17. Ferðamálafulltrúinn er Steinunn Ásmundsdóttir og er hún kynnt á bls. 86 hér á eftir. Forsaga málsins er á þá leið að Biskupstungnahreppur réði ferða- málafulltrúa í hálft starf á síðasta ári m.a. til að vinna að stefnumótun fyrir Biskupstungur. Þegar sú vinna var u.þ.b. að hefjast kom sú hug- mynd upp á fundi Gísla Einarssonar oddvita með framkvæmdastjóra At- vinnuþróunarsjóðs að verkefnið yrði unnið á stærra svæði og í samvinnu við nágrannabyggðir. Þannig næðist ffam ákveðin hagræðing og heildar- sýn. í framhaldi af því var sam- starfsvilji kannaður meðal sveitar- stjórnarmanna á svæðinu og varð niðurstaðan framangreint samstarf átta hreppa. Síðastliðið sumar var gerð við- horfskönnun meðal gesta og heima- manna á svæðinu og liggja niður- stöður fyrir í skýrslu sem m.a. verð- ur lögð til grundvallar í þeirri áætl- unargerð sem framundan er. Ymsar hugmyndir að verkefnum hafa þeg- ar komið fram og horfa uppsveita- menn bjartsýnir til framtíðar hvað varðar ferðaþjónustu á svæðinu. Ferðamálafulltrúinn hefur aðsetur í Aratungu, símanúmer þar er 486 8810 og bréfsími 486 8709. Sem ferðamálafulltrúi var ráðin Ásborg Ó. Amþórsdóttir og er hún kynnt hér á eftir í beinu framhaldi af þessari frásögn. ✓ / Asborg 0. Arnþórsdóttir ferðamálafulltrúi upp- sveita Árnessýslu Átta sveitarfé- lög í uppsveitum Árnessýslu réðu sameiginlega ferðamálafulltrúa um síðustu ára- mót, Ásborgu Ó. Arnþórsdóttur. Hún er fædd í Reykjavík 24. apríl 1957 og em foreldrar hennar Hall- dóra Guðmundsdóttir og Arnþór Þórðarson bifreiðaeftirlitsmaður. Hún lauk stúdentsprófi á náttúru- sviði frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1977, BA-prófi í uppeld- is- og menntunarfræði frá Háskóla Islands 1992 og framhaldsnámi í náms- og starfsráðgjöf 1994, einnig fráHÍ. Ásborg vann við hótelstörf í Gautaborg í Svíþjóð 1977-1978 og nam líffræði í University College í Dublin veturinn 1978-1979. Frá 1980 til 1985 starfaði hún við upp- lýsingaþjónustu við ferðamenn o.fl. á Bifreiðastöð íslands, en allt frá 1985 til 1995 í ráðstefnudeild Ferðaskrifstofu ríkisins og Ferða- skrifstofu íslands, þar sem starfs- svið var afar fjölbreytt. Síðastliðið ár var hún ferðamálafulltrúi Bisk- upstungnahrepps auk þess að starfa sem námsráðgjafi og stundakennari við Reykholtsskóla. Eiginmaður Ásborgar er Jón K.B. Sigfússon rekstrarstjóri og eiga þau tvö böm. Samstarfsverkefni í ferðaþjónustu í uppsveitum Arnessýslu 85

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.